Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 25

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 25
Randa 96031. Það er nokkuð merkilegt hve lítið ber á slíkum kúm i þessum hópi í ljósi þess hve sterkt Dálkur 80014 stendur að baki þessum kúahópi, en hjá dætr- um hans voru langir spenar oft tald- ir hvað mesti löstur þeirra. Eins og þessi umíjöllun sýnir er mikið af glæsilegum kúm í þess- um hópi og flest nautanna að skila mörgum slíkum kúm. Einn dætra- hópur sýndi samt í heildareinkunn algera sérstöðu og þar kom fram glæsilegasti dætrahópur að þessu leyti sem nokkru sinni hefur kom- ið fram við afkvæmarannsóknir nautanna. Þetta eru dætur Ua 96016 en heildareinkunn þeirra var að jafnaði 83,6 stig. Fjölmarg- ir fleiri hópar voru í heild mjög glæsilegir og voru dætur Fróða 96028 með 82,7 stig að meðaltali, Pela 96004, Hattar 96020 og Hvítings 96032 með 82,6 stig og þeirra Trefils 96006, Týs 96012, Kalla 96015 og Dúra 96023 með 82,5 stig. Til viðbótar góðri skrokkbyggingu, júgurgerð og góðum spenum prýða kýmar í mörgum þessum hópum afbragðs- góðar mjaltir eins og vikið verður að hér síðar. Einkenni einstakra DÆTRAHÓPA Hér á eftir verður eins og áður gerð tilraun til að draga fram í ör- stuttu máli örfá einkenni kúnna í einstökum dætrahópum. Rétt er samt að vekja athygli á því að vegna þess hve nautin eru inn- byrðis skyld er þess tæpast að vænta að í öllum tilvikum komi fram mjög skýr einkenni á milli hópanna. Glói 96001. Mest rauðar og ein- litar kýr. Fremur sterklegar kýr, en talsvert breytilegar og gallagripir of margir. Grani 96002. Kolóttar kýr flest- ar. Of mikið um galla í júgur-, og spenagerð og mjöltum. Peli 96004. Einlitar rauðar og bröndóttar kýr flestar. Mikið um vel gerðar, fallegar og gallalitlar kýr með góð júgur og spena. Trefill 96006. Fjölbreyttir litir og margar kýr skjöldóttar. Fremur smávaxnar en fallegar kýr. Júgur og spenar góðir og mjaltir mjög góðar. Prakkari 96007. Fjölbreyttir lit- ir kúnna. Fremur smávaxnar kýr. Nokkuð góð júgur- og spenagerð og jákvæð umsögn um mjaltir og skap. Lax 96009. Einlitar rauðar eða kolóttar kýr. Gallalítil bolbygging en malir þaklaga. Vel borið júgur, aðeins keilulaga spenar. Breyti- legar mjaltir. íri 96010. Rauður og kolóttur litur algengur, alloft huppóttar kýr. Fremur stórar kýr með djúpan bol. Nokkuð um full sítt júgur og full langa spena. Full breytilegar mjaltir. Týr 96012. Rauðar eða kolóttar, einlitar kýr. Fremur nettar en snotrar kýr. Júgurgerð góð og spenar nettir. Núpur 96014. Flest svartar eða svarthuppóttar kýr. Tæplega með- alkýr að stærð. Traust júgurgerð og nettir spenar. Góðar mjaltir en ögn breytilegt skap. Móri 96014. Kolóttar eða rauð- ar og einlitar kýr. Traust skrokk- bygging. Aðeins breytileg júgur- bygging, góð spenagerð. Umsögn um mjaltir og skap aðeins breyti- leg. Kalli 96015. Kolóttar einslitar kýr algengastar. Stórar, sterklegar kýr. Vel borið júgur, spenar aðeins keilulega, stundum í lengra lagi. Úi 96016. Rauðar kýr flestar, yfírleitt einlitar eða huppóttar. Stórar og öflugar glæsikýr. Feiki- lega góðar mjaltir. Jafnglæsileg- asti dætrahópur sem fram hefur komið í afkvæmarannsóknum. Narfi 96017. Svartar kýr margar og allmargar huppóttar eða einlit- ar. Skrokkbygging aðeins breyti- leg. Júgurgerð breytilega og að- eins um spenagalla. Full breyti- legar kýr. Lundi 96019. Rauðar kýr flestar og talsvert um skjöldóttar kýr. Nokkuð um smávaxnar fremur veigalitlar kýr. Full grófír spenar. Verulegir skapbrestir hjá of mörg- um af þessum kúm. Höttur 96020. Rauður litur al- gengastur og litarmynstur föður- ins kemur fram í að helmingur er húfóttur eða krossóttur. Sterkleg júgurgerð. Stunum grófleiki í spenum. Dúri 96023. Svartar eða rauðar, einlitar kýr. Gallalítil bolbygging. Sterkleg júgurgerð og vel borið júgur. Mjaltir og skap verulega gott. Hrani 96024. Kolóttur litur áberandi, oft skjöldóttar kýr. Sterkleg bolbygging. Júgurbygg- ing mætti stundum vera sterklegri. Hófur 96027. Rauður litur al- gengur og nokkuð af skjöldóttum kúm. Bolrými ekki mikið. Aðeins breytileg júgurfesta. Stórir vel lagaðir spenar. Fróði 96028. Flest rauðar og einlitar kýr. Bolrými ekki mikið en snotur bolbygging. Mjög vel borið júgur. Oft keilulaga spenar. Randi 96031. Bröndóttur litur sést oft og kýmar margar huppótt- ar eða skjöldóttar. Nokkuð stórar og sterklega kýr. Vel borið júgur. Alloft keilulaga spenar, stundum í lengra lagi. Hvítingur 96032. Helmingur af- kvæma ber hinn grönótta lit föð- urins en annars ber talsvert á rauða litnum. Aðeins sást veik- leiki í fótstöðu kúnna. Júgur vel lagað, aðeins breytilegt hve vel er borið. Spenar vel lagaðir. Mjaltaathugun Tölulegar niðurstöður úr mjaltaathugun eru sýndar í töflu 1. Eins og flestir þekkja byggir Freyr 4/2003 - 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.