Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 11

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 11
100 95 90 85 80 75 70 Þátttaka 2002 65 ^vv <?+*** ^ Mynd 1. Hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldinu eftir héruðum árið 2002. í raun á árinu 2001 þegar feikilega margir mjólkurframleiðendur hættu framleiðslu. A árinu 2002 hægði merkjanlega á þeirri fækk- un samanborið við nokkur næstu árin þar á undan. Fækkun skýrslu- haldara má alla orðið rekja til þess að bú eru að hætta mjólkurfram- leiðslu, það að þeir sem verið hafa í skýrsluhaldi hætti því en haldi áfram í framleiðslu er orðið fast að því óþekkt, nema þá sem fýrir- boði þess að viðkomandi sé að draga sig úr framleiðslunni. Góðu heilli bættust hins vegar við nokkrir framleiðendur, sem ekki höfðu áður verið með skýrsluhald, í hóp skýrsluhaldara. Kýr sem koma á skýrslu í skýrsluhaldinu á árinu 2002 voru samtals 28.375 (28.766) og hafði því fækkað um tæplega fjögur hundruð frá árinu áður eða um 1,4%, en svigatölur í greininni sýna til samanburðar sambærilega tölur árið 2001. Reiknaðar árskýr voru aftur á móti 20.736,4 (20.245) og þeim fjölgar um tæp fimm hundruð. Skýringin á þess- um breytingum er að einhverju leyti minni fækkun búa, sem hætta ffamleiðslu, tímasetning á burði hjá kvígum hefur einhver áhrif og það sem líklega er já- kvæðast er að þessar tölur endur- spegla það að heldur virðist hafa dregið úr förgun kúnna, en í þeim efnum hafði nú um alllangt árabil verið stöðug þróun í átt til hlut- fallslega aukinnar förgunar með hverju ári. Þátttaka í skýrsluhaldinu er lík- lega einfaldasti og um leið besti mælikvarði sem við getum haft um faglegan styrk nautgriparækt- arinnar. Þá erum við Islendingar enn meira en aðrar þjóðir háðir góðri þátttöku í þessu starfi til þess að geta unnið árangursríkt ræktunarstarf í þeim litla kúa- stofhi sem er í landinu. Þess vegna er eðlilegt að fýlgjast nákvæmlega með þróun í þessum efnum. Á mynd 1 er sýnt hver þátttaka í þessu starfi var árið 2002 í ein- stökum héruðum. Fyrir landið í heild var hún reiknuð 87%, en hún er metin á þann hátt að fundið er hve stór hluti greiðslumarks í mjólkurframleiðslu á hverju svæði eða fyrir landið allt er á skýrslubúum. Fyrir landið hefur þátttaka í þessu starfí, mælt á þennan hátt, aldrei verið jafh mik- il og nú og hefur aukist jafnt og þétt síðari ár. Ástæða er til að benda á það að botninn í mynd- inni hefur nú færst talsvert ofar en áður, sem byggist á því að á þeim svæðum þar sem ástandið hefur verið bágast í þessum efnum, þ.e. í Kjósarsýslu og á Austurlandi, breytist það verulega til batnaðar á síðasta ári. Það er ljóst að hópurinn sem ut- an stendur minnkar sífellt og er ekki orðinn stór. Samt mundi muna um það ef hægt væri enn að ná einhverjum hluta þeirra til virkrar þátttöku. Nokkur þáttur í hlutfallslegri aukningu síðustu ár skýrist af því að hlutur þeirra búa, sem verið hafa að hverfa úr fram- leiðslu, hefur verið miklu meiri meðal þeirra sem hafa ekki verið í skýrsluhaldi en hjá skýrsluhöldur- um. Einhver bú, sem enn standa utan starfsins, munu hætta í fram- 30 25 20 15 10 Mjólk utan skýrsluhaldsins 2002 i.ð Mynd 2. Skipting mjólkurframleiðslu utan skýrsluhalds eftir héruðum. Freyr 4/2003- 11 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.