Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 15

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 15
'f # J’ £ / / # * Mynd 6. Afurðir fullmjólka kúa flokkaðar eftir burðarmánuðum árið 2002. ars vegar er sýndur burðartími fyrir allar kýmar, en síðan er sér sýndur burðartími fyrsta kálfs kvígnanna, en þær em að sjálf- sögðu hluti af hinni súlunni (þ.e. öllum kúm). Eins og vænta má þá em engar stórfelldar sveiflur sem koma fram í burðartíma kúnna á milli ára. Samanburður við árið áður sýnir ef til vill fyrst og ffemst heldur minni sveiflur á milli mán- aða en var árið áður. Burðartími fyrsta kálfs kvígn- anna er hins vegar, eins og fram kemur, mjög frábmgðinn því sem gerist hjá öðmm kúm. Jafhvægis- punktamir virðast vera í ágúst og síðan aftur í mánuðunum beggja megin áramóta. A haustmánuðun- um er síðan feikilegur toppur í burði hjá kvígunum, en einkum að vori og sumri er burður þeirra hverfandi í samanburði við aðrar kýr. Þetta sýnir það mjög skýrt, sem oft hefur verið fjallað um, að í dag stýrir meginhluti mjólkur- framleiðenda burði hjá kvígunum út frá væntanlegum burðartíma þeirra. Þegar horft er tvo áratugi aftur í tímann var þessu á allt ann- an veg farið vegna þess að þá var stór hluti bænda sem lét aldur kvignanna (og þroska) stjórna burðartíma þeirra. Þetta hefur leitt til þess að burðaraldur hjá fyrsta kálfs kvígunum hefur hækkað feikilega mikið á síðustu ámm og er nú orðinn nærri 30 mánuðir að meðaltali fyrir landið. Það er ljóst að mjólkurframleiðsla hér á landi lýtur um margt nákvæmlega sömu lögmálum og í nálægum löndum. Víða hefur þar á síðustu ámm mátt sjá mikla umQöllun um óhagkvæmni þess að gera kvíg- umar of gamlar þegar þær bera fyrsta kálfi. Þar er þó verið að fjalla um meðalaldur þeirra við burð, sem er talsvert eða umtals- vert lægri en hér gerist. Þetta er at- riði sem ástæða er fyrir mjólkur- framleiðendur hér á landi að hug- leiða. Það er ljóst að hér em feiki- lega margir þættir sem hafa áhrif á útkomuna. Þessir þættir em m.a háðir aðstæðum á hverju búi og því ekkert algilt svar sem hér á við fyrir alla. Breyttar reglur um álagsgreiðslur á mjólk er t.d. þátt- ur sem ætti núna að hvetja ein- hveija bændur til endurskoðunar á framkvæmd þessa stjómþáttar í búrekstrinum. Mynd 6 sýnir meðalafurðir hjá fullmjólka kúm (kýr sem em á skýrslu allt árið) eftir burðartíma þeirra á árinu 2002. Þessi mynd er lík því sem var árið áður. Yfir- burðir janúarbæranna em samt enn skýrari nú en þá og um leið meðalafurðir þeirra meiri núna. Þá er minni munur á milli kúnna á haustmánuðunum en árið áður. A það skal hins vegar lögð áhersla eins og ætíð áður að þessa mynd má aðeins lesa sem upplýsingar um það sem hún sýnir og alls ekki sem að þetta sé mæling á áhrifum burðartima á afurðir. Þegar burður færist fram á árið þá fara ársafurð- imar að vera myndaðar af hluta tveggja mjólkurskeiða og efiir því sem á árið líður verður vægi fyrra mjólkurskeiðsins meira og þar er burðartími að sjálfsögðu breyti- legur árið áður. 400 Frumutala 2002 200 .(Si'VV VVVV" Mynd 7. Frumutala hjá skýrslufærðum kúm eftir héruðum árið 2002. Freyr 4/2003 - 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.