Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 48

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 48
Erfðabreytileiki próteina í mjólk íslenskra kúa INNGANGUR Fyrri hluta árs 2000 hófst verk- efni, skipulagt til þriggja ára, er að standa Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Samtök afúrðastöðva í mjólkuriðnaði, Tæknisjóður Rannsóknaráðs Islands, Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins og Búnaðarsamband Suðurlands. Að verkefoinu koma einnig ráðunautar hjá Bændasamtökum Islands og nokkrum búnaðarsamböndum svo og bændur víða um land. Markmið verkefnisins er að kanna helstu erfða- og fóðrunar- /umhverfisþætti sem hafa áhrif á efnasamsetningu og vinnslueigin- leika kúamjólkur og þar með verð- mæti hennar, bæði fyrir framleið- anda og vinnslustöð. Sömuleiðis að mynda grundvöll að þekkingu á eiginleikum íslenskrar kúamjólkur svo að hægt sé að bera hana sam- an við erlenda mjólk ef til sam- keppni kemur á innlendum eða er- lendum mörkuðum. I þessari grein verður skýrt ffá niðurstöðum þess hluta verk- efnisins sem lýtur að erfðaffæði- legum rannsóknum á mjólkur- próteinum. Efni greinarinnar bygg- ir að miklu leyti á erindi sem var flutt á Ráðunautafúndi í febrúar síðastliðnum (Bragi Líndal Ólafs- son og fl. 2003). Ymsar grunnupp- lýsingar er líka að finna í erindi sem var flutt á Ráðunautafúndi ár- ið 2000 (Bragi Líndal Ólafsson o.fl. 2000). Auk þess hefúr þetta efni verið kynnt nokkuð á fúndum og ráðstefnum á liðnu ári. Staða þekkingar Prótein í mjólk er yfirleitt gefíð upp sem hráprótein (Nx6,38), en það samanstendur af mörgum gerð- um próteina (um 95%) og öðrum köfnunarefnissamböndum (um 5%), t.d. þvagefni. í 1. töflu er gef- in upp samsetning á mjólkurpró- teini skv. Davies og fl. 1983. Helstu flokkar próteina í mjólk em ostefni eða kasein (um 82% af heildarpró- teini) og mysuprótein (um 18 % af heildarpróteini). Mjólkurpróteinin em misstór og innihalda mismun- andi Qölda amínósýra (as). Ostefn- eftir Braga Líndal Ólafsson, Emmu Eyþórsdóttur og Helgu Björgu Hafberg, Rannsóknastofnun landbúnaðarins in skiptast svo upp í nokkrar svip- gerðir og em þar helstar asl (199 as), as2 (207 as), þ (209 as) og k ka- sein (169 as). Af mysupróteinunum em stærstu flokkamir 3-laktógló- búlín (162 as), a-laktalbúmín (123 as), immúnóglóbúlín og önnur ser- umprótein. Myndun hvers mjólkurpróteins er stjómað af erfðavísum. Fjöldi þekktra erfðavisa fyrir hvert pró- tein er breytilegur, en hver erfða- vísir hefúr í för með sér mismun- andi amínósýrusamsetningu á pró- teininu. Munur milli próteingerða er yfirleitt fólginn í breytingum á amínósýmm í einu til þremur sæt- um og í stöku tilfelli er um úrfell- ingu eða viðbætur að ræða (For- maggioni og fl. 1999). Helstu arf- gerðir af mjólkurpróteinum, sem búast má við í vestrænum kúa- kynjum, em sýndar í 2. töflu. Erfðavísar sem skrá fyrir ka- seinum hjá nautgripum em allir í röð á um 200 kb svæði á litningi nr. 6, asl - p - as2 - k. Vegna þess- arar nálægðar þá erfast kasein- gerðir ekki óháð hver annarri heldur sem samhangandi eining (,,haplótýpa“) sem flyst í einu lagi milli kynslóða. Samsetning þess- ara eininga getur verið mjög mis- 1. tafla. Samsetninq á mjólkurpróteini. g/i % prótein % kasein Prótein alls 32,7 Kasein alls 26,9 82,2 Mysuprótein alls 5,79 17,8 as1-kasein 10,25 31,3 38,1 as2-kasein 2,74 8,4 10,2 3-kasein 9,60 29,3 35,7 K-kasein 3,45 10,5 12,8 y-kasein 0,88 2,7 3,2 3-laktóglóbúlín 3,14 9,6 a-laktalbúmín 1,23 3,8 Immúnóglóbúlín 0,97 3,0 Serum albúmín 0,45 1,4 148 - Freyr 4/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.