Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2003, Qupperneq 48

Freyr - 01.05.2003, Qupperneq 48
Erfðabreytileiki próteina í mjólk íslenskra kúa INNGANGUR Fyrri hluta árs 2000 hófst verk- efni, skipulagt til þriggja ára, er að standa Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Samtök afúrðastöðva í mjólkuriðnaði, Tæknisjóður Rannsóknaráðs Islands, Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins og Búnaðarsamband Suðurlands. Að verkefoinu koma einnig ráðunautar hjá Bændasamtökum Islands og nokkrum búnaðarsamböndum svo og bændur víða um land. Markmið verkefnisins er að kanna helstu erfða- og fóðrunar- /umhverfisþætti sem hafa áhrif á efnasamsetningu og vinnslueigin- leika kúamjólkur og þar með verð- mæti hennar, bæði fyrir framleið- anda og vinnslustöð. Sömuleiðis að mynda grundvöll að þekkingu á eiginleikum íslenskrar kúamjólkur svo að hægt sé að bera hana sam- an við erlenda mjólk ef til sam- keppni kemur á innlendum eða er- lendum mörkuðum. I þessari grein verður skýrt ffá niðurstöðum þess hluta verk- efnisins sem lýtur að erfðaffæði- legum rannsóknum á mjólkur- próteinum. Efni greinarinnar bygg- ir að miklu leyti á erindi sem var flutt á Ráðunautafúndi í febrúar síðastliðnum (Bragi Líndal Ólafs- son og fl. 2003). Ymsar grunnupp- lýsingar er líka að finna í erindi sem var flutt á Ráðunautafúndi ár- ið 2000 (Bragi Líndal Ólafsson o.fl. 2000). Auk þess hefúr þetta efni verið kynnt nokkuð á fúndum og ráðstefnum á liðnu ári. Staða þekkingar Prótein í mjólk er yfirleitt gefíð upp sem hráprótein (Nx6,38), en það samanstendur af mörgum gerð- um próteina (um 95%) og öðrum köfnunarefnissamböndum (um 5%), t.d. þvagefni. í 1. töflu er gef- in upp samsetning á mjólkurpró- teini skv. Davies og fl. 1983. Helstu flokkar próteina í mjólk em ostefni eða kasein (um 82% af heildarpró- teini) og mysuprótein (um 18 % af heildarpróteini). Mjólkurpróteinin em misstór og innihalda mismun- andi Qölda amínósýra (as). Ostefn- eftir Braga Líndal Ólafsson, Emmu Eyþórsdóttur og Helgu Björgu Hafberg, Rannsóknastofnun landbúnaðarins in skiptast svo upp í nokkrar svip- gerðir og em þar helstar asl (199 as), as2 (207 as), þ (209 as) og k ka- sein (169 as). Af mysupróteinunum em stærstu flokkamir 3-laktógló- búlín (162 as), a-laktalbúmín (123 as), immúnóglóbúlín og önnur ser- umprótein. Myndun hvers mjólkurpróteins er stjómað af erfðavísum. Fjöldi þekktra erfðavisa fyrir hvert pró- tein er breytilegur, en hver erfða- vísir hefúr í för með sér mismun- andi amínósýrusamsetningu á pró- teininu. Munur milli próteingerða er yfirleitt fólginn í breytingum á amínósýmm í einu til þremur sæt- um og í stöku tilfelli er um úrfell- ingu eða viðbætur að ræða (For- maggioni og fl. 1999). Helstu arf- gerðir af mjólkurpróteinum, sem búast má við í vestrænum kúa- kynjum, em sýndar í 2. töflu. Erfðavísar sem skrá fyrir ka- seinum hjá nautgripum em allir í röð á um 200 kb svæði á litningi nr. 6, asl - p - as2 - k. Vegna þess- arar nálægðar þá erfast kasein- gerðir ekki óháð hver annarri heldur sem samhangandi eining (,,haplótýpa“) sem flyst í einu lagi milli kynslóða. Samsetning þess- ara eininga getur verið mjög mis- 1. tafla. Samsetninq á mjólkurpróteini. g/i % prótein % kasein Prótein alls 32,7 Kasein alls 26,9 82,2 Mysuprótein alls 5,79 17,8 as1-kasein 10,25 31,3 38,1 as2-kasein 2,74 8,4 10,2 3-kasein 9,60 29,3 35,7 K-kasein 3,45 10,5 12,8 y-kasein 0,88 2,7 3,2 3-laktóglóbúlín 3,14 9,6 a-laktalbúmín 1,23 3,8 Immúnóglóbúlín 0,97 3,0 Serum albúmín 0,45 1,4 148 - Freyr 4/2003

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.