Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2003, Side 12

Freyr - 01.05.2003, Side 12
leiðslu á næstu misserum. Stærri hlutinn eru samt bú sem verða af fiillum krafti áfram í ffamleiðslu. Mynd 2 sýnir hvemig sá hluti mjólkurframleiðslunnar, sem nú stendur utan skýrsluhaldsins, skiptist eftir héruðum. Þama sést að Rangárvallasýsla er langbita- stæðasta svæði landsins til sóknar í þeim samanburði. Samt hafa nokkur allstór bú þar í héraði á síðustu ámm verið að hefja skýrsluhald. Þá er einnig allmikil framleiðsla í Amessýslu enn utan skýrsluhalds. A Austurlandi er enn hlutfallslega mest óunnið í þessum málum og er hlutur þeirra metinn á þennan hátt talsverður á landsvísu. Borgarfjarðarhérað á einnig drjúga köku og stærstu bit- amir í henni em mjólkurffamleið- endur í Suður-Borgarfirði. Þá er enn nokkuð að fiska í þessum efn- um bæði í Skagafirði og Eyjafirði. Astæða er í þessu sambandi að benda á það að á þessu ári verður komið á skyldumerkingu naut- gripa hér á landi, líkt og verið hef- ur um árabil í öllum nálægum löndum. Þessi framkvæmd ætti að verða skýrsluhöldumm einföld vegna þess að skýrsluhaldið hefur í dag þá skráningu sem þar er krafist og flestir þessir bændur em í dag að merkja sína gripi, það eina sem gerist er að það verður samkvæmt fyrirfram skipulögðu kerfi. Fyrir þá, sem utan skýrslu- haldsins standa, er það því aug- ljóslega mikil hjálp í aðlögun að þessu kerfi að gerast fyrst eða jafnhliða virkir þátttakendur i skýrsluhaldinu. Flestar skráðar kýr í einu naut- griparæktarfélagi vom í Nf. Aust- ur-Húnvetninga, þar sem 1206 kýr komu á skýrslu á árinu, en síðan komu Nf. Hmnamanna með 1072 kýr, Nf. Skeiðahrepps með 902 kýr og Nf. Öngulsstaðahrepps með 901 kú. Ut ffá þeim tölum sem þegar hafa verið raktar hér er ljóst að meðalbúið í skýrsluhaldinu heldur áfram að stækka og það talsvert á milli ára. A hverju búi vom árið 2002 skráðar 38,8 kýr (37,6) að jafnaði eða réttri einni kú fleira en árið áður og reiknaðar árskýr voru 28,2 (26,5) að meðaltali og er því meðalbúið á einu ári búið að stækka um meira en 6% sem sýn- ir vel þær miklu og hröðu breyt- ingar sem nú eiga sér stað í ís- lenskum kúabúskap. Eins og áður er meðalbústærð í einu félagi langmest í Nf. Skarðs- hrepps, en þar er aðeins eitt bú með skýrsluhald (og í mjólkur- framleiðslu) og voru þar að meðaltali 83,4 árakýr á árinu. I Nf. Svalbarðsstrandar em einnig allir mjólkurffamleiðendur í þeirri sveit með skýrsluhald og þeir em níu en þar vom að meðaltal- i 52 árskýr á hverju búi árið 2002. Meðalafurðir yfir 5000 kg Þegar hefur komið ffam að af- urðir vom meiri árið 2002 en nokkm sinni áður í sögu félaganna. Meðalafúrðir effir hveija reiknaða árskú vom 5006 kg (4894) af mjólk. Þó að afúrðaaukning milli ára sé ekki alveg jafn mikil og milli áranna 2000 og 2001 er hún engu að síður umtalsverð. Hjá heilsárs- kúnum, sem em þær kýr sem em á skýrslu allt árið, er afúrðaaukning- in talsvert meiri því að meðalaf- urðir þeirra vom 5032 kg (4891). Ekki verður í fljótu bragði séð nein ein skýring á þeim mismun sem er á afurðum árskúa og fúllmjólka kúa þessi tvö ár, þó að líklegt sé að það séu sömu þættir sem þar hafa áhrif að einhveiju og ráða mismun í hlutföllum á milli þessara hópa þessi tvö ár. Vemlega jákvætt er að jafnhliða þessu er einnig jákvæð þróun í efhahlutföllum mjólkurinnar. Pró- teinhlutfall mjólkur mælist að meðaltali 3,38% (3,36) og fítu- hlutfall 4,01% (4,02). Það er mjög mikilvægt að samhliða hinni feiki- lega miklu aukningu í nythæð á síðustu ámm hefúr einnig tekist heldur að hækka efnahlutföll mjólkurinnar. Þessar niðurstöður verður að skoða í ljósi hins tiltölu- lega sterka neikvæða eðlislæga sambands á milli magns og hlut- falla efna í mjólk hjá mjólkurkúm. Þama birtast því á mjög afdrátta- lausan og skýran hátt þær breyt- ingar sem em að gerast í kúastofn- inum, samhliða því að ræktunar- marki var breytt og farið var að leggja áherslu á próteinmagn mjólkurinnar í stað mjólkur- magnsins áður, þegar byijað var að greiða bændum hluta mjólkur- verðs fyrir prótein fyrir um áratug. Margoft hefur verið á það bent að sú skráning, sem fram fer á kjarnfóðumotkun hjá kúnum í skýrsluhaldinu, er ákaflega breyti- leg og tæpast fallin til þess að vera nákvæmnismæling á henni. Fjöl- breytni í fóðri kúnna er auk þess á síðustu ámm góðu heilli að aukast vemlega og þá koma upp ýmis álitamál um skráningu á vissum fóðurtegundum í þessu samhengi. Þessi skráning er fyrir hendi á rúmlega 80% búa í skýrsluhald- inu. Niðurstöður um kjamfóður- notkun má hins vegar áreiðanlega nota til að greina vel þær breyt- ingar sem verða í notkun þess. Það segir sig sjálft að jafn mikil afúrðaaukning og hér á sér stað verður ekki sótt nema með auk- inni og bættri fóðmn. Það kemur að sjálfsögðu fram í meðaltalstöl- um þar um. Reiknað meðaltal fyr- ir hveija árskú var þar 911 kg (851) og hefur því aukist um 60 kg. Þannig fást að meðaltal- i tæp 1,9 kg af mjólk fyrir hvert kg í aukinni kjamfóðurgjöf. I saman- burði við það sem erlendis þekkist í þessum efnum telst þetta mjög góð svömn við þessari auknu 112 - Freyr 4/2003

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.