Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 33
Mynd 3. Áhrif aldurs við fyrsta burð á endingu kúnna
liggur fyrir u.þ.b. hálfum öðrum
mánuði eftir burðinn hversu hátt
kýrin fer í nyt. Bóndanum er hins
vegar nokkuð í sjálfsvald sett hve
stíft hann ákveður að beita hnífn-
um vegna lélegra afurða. Þannig
er ekki óvarlegt að ætla að hann
bíði með förgun af þeim völdum
þar til nokkuð er liðið á mjalta-
skeiðið, nema ef kýrin reynist al-
ger stritla, þá er þolinmæði eig-
andans augljóslega af skomum
skammti eins og greina má af
mynd 3. Ahættu á forgun vegna
frjósemi verður hins vegar ekki
vart fyrr en talsvert er liðið á
mjaltaskeiðið, þar sem það liggur
ekki fýrir hvort kýrin ætlar að
halda eða ekki fyrr en nokkru eft-
ir burð. Þá er líklegt að kýrin sé
látin mjólka talsvert fram á
mjaltaskeiðið og þá fargað, ef hún
er í lagi að öðm leyti. A mynd 4
má sjá hvemig mynstrið varðandi
stöðu á mjaltaskeiði þróast, það er
tiltölulega svipað fyrstu þrjú
mjaltaskeiðin, forgunaráhætta er
fremur lág í fyrstunni, eykst hratt
eftir ca. þrjá mánuði frá burði og
nær hámarki eftir mitt mjaltaskeið
en lækkar síðan í lok þess. A
Qórða og fímmta mjaltaskeiði em
toppamir í áhættunni hins vegar
miklu hærri og ívið siðar á mjalta-
skeiðinu, það bendir til þess að
frjósemin sé þá farin að hafa meiri
áhrif á forgunina en á fyrri mjalta-
skeiðum.
Ályktanir
Eins og lesendur þekkja eflaust
ráðast erfðaframfarir einkum af
þrennu, úrvalsstyrk, öryggi kyn-
bótaeinkunnarinnar og ættliðabili.
Eins og sjá mátti af töflu 2 er ör-
yggi allra nautanna undir 70%
sem yfirleitt er talið skilyrði fyrir
því að birta kynbótaeinkunnir.
Smæð dætrahópanna hér býður
ekki upp á það. Er það von mín að
einstaklingsmerkingar nautgripa
og sá bati sem vænta má á ætt-
færslum í kjölfar þess bæti tals-
vert þar úr. Engu að síður er þess
að vænta að ræktun fyrir aukinni
endingu skili bændum árangri á
komandi ámm. Þá má spyrja sig
hvers sé að vænta, mun t.d. ásetn-
ingur kvígna minnka? Eða mun
ásetningurinn verða óbreyttur?
Það virðist vera mat flestra vís-
indamanna erlendis að bændur
muni velja síðari kostinn en nýta
aukið svigrúm til förgunar til að
herða kröfumar gagnvart afkasta-
getu kúnna. Þannig má búast við
að framfarir birtist ekki endilega í
auknum endingartíma, heldur
ekki síður í auknum meðalafurð-
um kúnna á komandi ámm.
Freyr 4/2003 - 331