Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 44
klónum o.fl. Þróun í þessum rann-
sóknum er rakin og horft til verk-
efna á komandi árum þar sem
áhersla er lögð á að slíkar rann-
sóknir muni beinast talsvert að því
að öðlast enn dýpri skilning á
þeim lífeðlisfræðilegu þáttum
sem stjóma framleiðslu eggja í
eggjastokkum og frjóvgun þeirra
og síðan fósturþroska á mismundi
stigum. Aukin þekking í þessum
efnum á að geta skilað hagnýtum
niðurstöðum til að stuðla að betri
fijósemi hjá mjólkurkúm. Eins og
þekkt er þá em frjósemisvanda-
mál víða vaxandi vandamál hjá
hámjólka kúm. Marvísleg önnur
forvitnileg svið munu einnig
verða meira í sviðsljósinu á kom-
andi ámm, eins og t.d. notkun á
klónuðum gripum og erfðabreyttir
gripir, sem notaðir em í til fram-
leiðslu á lyíjum eða öðmm verð-
mætum efnum í mjólk.
Danir framarlega í skipulagi
Á KYNBÓTUM í BÚFJÁRRÆKT
Eins og áður hefur komið fram
vann B. B. Andersen að kynbóta-
skipulagi fyrir danska nautgripa-
rækt fyrir rúmum þrem áratugum.
Danir hafa verið mjög ffamarlega í
rannsóknum á kynbótaskipulagi í
búQárrækt frá þeim tíma. I ritinu
er mjög ítarleg yfirlitsgrein um
þróun í rannsóknum á því sviði á
síðari ámm. Rannsóknir hafa sí-
fellt leitt betur og betur í ljós mik-
ilvægi þess að vanda vel til skil-
greininga á ræktunarmarkmiðum
og nauðsyn þess að þau séu í sí-
felldri endurskoðun og taki mark
af miklum breytingum á ffam-
leiðslustöðu og framleiðsluum-
hverfi mismunandi greina búfjár-
framleiðslunnar. Almennar þjóðfé-
lagslegar kröfur um sjálfbæra
framleiðslu og að taka tillit til sið-
rænna viðhorfa í framleiðslu em
dæmi um nýjar áherslur á síðustu
ámm. Umfangsmiklar rannsóknir
á þessu sviði hafa snúið að aukinni
alþjóðavæðingu ræktunarstarfsins.
Hvernig verður ræktunarstarfið
best skipulagt þegar farið er að
velja nautin um allan heim? í þeim
efnum hefur verið bent á það að
þeir, sem stýra ræktunarstarfinu í
Danmörku, hafi tæpast haft næga
trú á eigin starfi. Þeir hafa á síð-
ustu ámm sótt miklu meira í að
nota útlend naut sem nautsfeður en
ástæða hefur verið til og í raun
uppskorið minni affakstur ræktun-
arstarfsins en mögulegur hefði
verið með betri nýtingu á heima-
stofninum. Rannsóknir á þessu
sviði á síðustu ámm hafi nokkuð
beinst að því að sýna fram á um-
talsverðan ræktunarlegan ávinning
af sameiginlegu ræktunarstarfi á
Norðurlöndunum. Einkum virðist
ávinningur í þeim effium umtals-
verður í tengslum við ræktun
rauðu kúnna og eins og margir les-
endur vafalítið þekkja er nú komið
á sameiginlegt ræktunarstarf í
þessum kynjum í þessum löndum.
Miklar rannsóknir hafa einnig
farið fram á nýtingarmöguleikum
ræktunarkjama í nautgriparækt.
Slíkir ræktunarkjamar em til í
Danmörku en hafa ekki orðið jafn
mikill burðarás í ræktunarstarfínu
og í sumum öðmm löndum í Evr-
ópu. Rannsóknir Dana hafa sýnt
að opnir ræktunarkjarnar, sem
byggja á því að nota þar á hverj-
um tima bestu afkvæmadæmdu
nautin, em líklegir til að skila
miklu meiri árangri en lokaðir
kjamar. Þeir benda á að margar
rannsóknir á gildi ræktunarkjama
hafí mjög oft falist í skoðun út frá
vali fyrir aðeins einn eiginleika,
en slíkt eigi lítt skylt við nútíma
ræktunarstarf í nautgriparækt. I
tengslum við þessa umræðu er
ástæða til að minna á FY-BI verk-
efnið, sem hefur verið áður fjallað
um og ýmsar niðurstöður þess í
greinum í Nautgriparæktinni og
Bændablaðinu. Þetta var í raun
mjög umfangsmikið ræktunar-
kjamaverkefni. Þó að það skilaði
ekki þeim landvinningum sem
bjartsýnustu menn væntu í upp-
hafí er unnið út ffá þeim hug-
myndum sem þar var lagt af stað
með að hluta í FUTURE verkefn-
inu, sem er sá megin ræktunar-
kjami, sem dönsku nautastöðv-
amar eiga og reka í dag.
Áhrif skyldleikaræktar á
SKIPULAG BÚFJÁRKYNBÓTA
Eitt svið í tengslum við ræktun-
arskipulag í búfjárrækt, sem feng-
ið hefur vemlega aukna athygli á
síðustu ámm, em áhrif af aukinni
skyldleikarækt innan búfjárstofna
á framtíðarskipulag búfjárkyn-
bóta. Þessi vandamál em ekki síð-
ur verulega vaxandi í stærstu bú-
fjárstofnunum en mörgum litlum
búfjárstofnum. I þessu sambandi
hafa á allra síðustu ámm verið
þróaðar reikniaðferðir sem gera
mögulegt að meta í samhengi
langtímaáhrif af mismunandi vali
kynbótagripa á væntanlegar erfða-
framfarir í stofninum og aukningu
skyldleikaræktar. Ljóst er að á
milli þessara tveggja þátta, sem
hafa andstæð áhrif, er eitthvert
heppilegasta hlutfall, sem menn
þurfa að stýra valinu að til að ná.
Hér er um að ræða liluti sem er
mjög áhugavert að skoða með
hliðsjón af ræktun á íslensku búfé.
Vegna lítillar stofnstærðar allra
búQárstofna hér á landi og því að
þeir em ræktaðir í algerri einangr-
un frá öðmm búfjárstofhum sömu
tegundar þá verður þetta vanda-
mál augljósara og ef til vill brýn-
na hér á landi en í öðmm löndum.
Það svið erfðarannsókna hjá bú-
fé, sem viða erlendis hefur verið
staðið með miklum blóma á síð-
ustu ámm og t.d. Danir hafa verið
mjög ötulir í rannsóknum á er leit
að merkisvæðum (QTL) til að nota
við úrval kynbótagripa. Rann-
sóknir þessar byggja á því að
erfðagreindur er mikill fjöldi
144 - Freyr 4/2003