Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 36
Tafla 1. Einkunnir nauta 2003 - árgangur 1996, frh.
Nafn Nr Mjólk Fitu % Prótein % Afurða- mat Frjó- semi Frumu- tala Gæða- röð Skrokk- ur Júgur Spen-Mjaltir ar Skap End- ing Heild
Bleikur 89003 95 113 108 99 92 107 100 97 100 96 97 103 97 99
Þyrnir 89001 106 89 111 112 106 121 77 100 96 100 75 98 101 106
Þristur 88033 112 111 107 115 100 102 102 93 96 96 94 86 97 107
Mosi 88026 114 107 106 117 85 119 101 91 90 103 87 82 108 108
Sporður 88022 129 74 80 117 83 89 110 96 86 111 118 73 100 108
Haki 88021 92 104 113 99 91 106 95 102 97 95 104 61 111 99
Holti 88017 111 100 100 111 105 69 127 116 111 115 131 127 114 110
Flakkari 88015 105 95 109 109 77 75 108 92 110 120 121 88 106 106
Tónn 88006 98 109 101 98 87 87 102 93 99 118 106 79 102 98
uggi 88004 116 84 86 108 84 98 124 80 99 94 119 120 114 107
Óli 88002 115 90 114 122 92 103 112 88 103 98 110 86 115 114
Svelgur 88001 106 106 103 108 92 107 110 97 96 89 110 69 110 104
Andvari 87014 125 79 90 119 58 113 128 111 118 101 108 94 111 113
Daði 87003 116 115 98 115 74 102 99 121 118 90 98 117 102 109
Bassi 86021 93 114 129 109 83 121 91 119 103 114 91 118 95 106
Þráður 86013 104 102 115 112 124 122 120 78 106 127 113 111 129 115
Suðri 84023 120 92 92 115 55 107 119 79 96 104 109 91 110 108
Þistill 84013 119 86 85 111 105 87 109 118 104 101 102 131 103 107
Hólmur 81018 99 109 127 112 124 92 101 128 105 115 93 91 112 108
Búanda 95027 er lítt breytt, en ár-
angur sæðinga eftir notkun hans á
síðasta ári hefur verið það slakur
að ákveðið var að taka hann úr
frekari notkun. Krummi 95034
lækkar nokkuð í mati um afurðir
og þar sem margir hálfbræður
hans, sem standa honum mun
framar, koma nú í notkun úr 1996
árgangi nauta, eins og fram kemur
í afkvæmarannsóknagreininni, var
ákveðið að taka Krumma úr al-
mennri notkun.
Afram verða nokkur af hinum
öflugu nautum frá 1994 í notkun
sem reynd naut. Sæðisbirgðir eru
að vísu þrotnar úr þeim íjórum
toppum, sem þar voru valdir sem
nautsfeður, en eftir standa allmörg
feikilega öflug naut. Pinkill 94013
styrkir enn mat sitt og dætur hans
sumar eru með alöflugustu af-
urðakúm landsins með mjög hátt
prótein í mjólk. Galli hans er helst
misjafnar mjaltir. Breiði 94037,
sem tekin var úr almennri notkun
á síðasta ári, er aftur boðinn sem
slíkur. Dætur hans eru með mestu
mjólkurkúm sem finnast og hafa
góða júgurgerð. Drómi 94025 er
tvímælalaust að skila mjög farsæl-
um mjólkurkúm og Hamar 94009
styrkir einnig mat sitt talsvert. Þá
eru Klaki 94005, Búri 94019 og
Galsi 94034 áreiðanlega allir góð-
ir kostir til ffekari notkunar, aðals-
merki Klaka er samt öðru fremur
feikihátt próteinhlutfall í mjólk.
Dætur Krossa sæka sig
Þegar horft er til reyndu naut-
anna, sem nú koma með stóra
dætrahópa úr siðari notkun þeirra,
koma fram talsverðar breytingar
hjá nokkrum þeirra. Langsamlega
mestar eru þær hjá Krossa 91032.
Augljóst er að nú streyma í fram-
leiðslu feikilega öflugar afurðakýr
undan honum sem fleyta honum
nú i eitt efsta sæti á þeim lista og
margt eru þetta glæsilegar kýr. I
einum eiginleika koma samt fram
ákaflega alvarlegir brestir hjá
þessum kúm en einkunn hans um
frumutölu er aðeins 48. Ekkert
vafamál er samt að þær dætra
hans, sem reynast júgurhraustar,
hljóta margar að verða í sviðsljósi
í ræktunarstarfmu á næstu árum.
Skutur 91026 og Hljómur 91012
eru greinilega báðir að skila
mörgum miklum mjólkurkúm í
ffamleiðsluna og það á einnig við
um Negra 91002, en dómur hans
stendur nánast óbreyttur og hann
er því að skila mörgum kostagrip-
um. Skjöldur 91022 lækkar hins
vegar enn í mati og of mikið af
dætrum hans reynast hálfgerðar
stritlur til afurða, en sterkleg júg-
urgerð kemur skýrt ffam hjá þess-
um kúm.
Af þaðan af eldri nautum, sem
miklar viðbótaupplýsingar hafa
verið að koma um, er ástæða til að
benda á að Almar 90019 og Stúf-
ur 90035 styrkja enn stöðu sína og
ætti að mega vænta góðs af sonum
þeirra á næstu árum.
Hér verður staðar numið með að
rekja breytingar sem ástæða er til
að vekja athygli á. Að lokum skal
aðeins vikið að toppunum gagn-
vart nokkrum einstökum eigin-
leikum sem verið er að meta við
útreikning á kynbótamati.
Hvað varðar mjólkurmagn þá
standa þeir Sporður 88022 og
Punktur 94032 efstir gagnvart af-
urðum hjá kúm á fyrsta og öðru
mjólkurskeiði, en Krossi 91032 er
nú kominn í efsta sætið fýrir af-
urðir hjá kúm á þriðja mjólkur-
skeiði. Þegar metið er magn
mjólkurfitu er Almar 90019 lan-
gefstur með kýr á fyrsta og öðru
mjólkurskeiði, en Kaðall 94017
Frh. á bls. 53
| 36 - Freyr 4/2003