Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 30
Það var sumarið 2001 sem farið
var að huga að því hvort byggja
mætti upp kynbótamat fyrir end-
ingu hér á landi, þar sem þessar
aðferðir væru notaðar. Þeirri
vinnu lauk í október 2002 og var
niðurstaðan sú að æskilegt væri að
taka þennan eiginleika með í
ræktunarmarkmiðum í íslenska
kúastofninum. Því beindi vinnu-
hópur fagráðs um ræktunarmál
því til Fagráðs í nautgriparækt að
ending skyldi tekin inn í ræktun-
armarkmiðin frá og með 2003
með 8% vægi, á kostnað afúrða
(5%), mjalta (1%) og frumutölu
(2%). Astæða þess að vægið er
lækkað á einmitt þessum eigin-
leikum er sú að ending hefur
fremur nána fylgni við þá. Þess
ber einnig að geta að ending er
metin með feðralíkani, sem þýðir
að einungis eru reiknaðar kyn-
bótaeinkunnir fyrir nautin, sem
byggja á því hversu vel dætur
þeirra endast í framleiðslu. Þetta
er ólíkt því sem gerist með aðra
eiginleika sem metnir eru með
einstaklingslíkani, þar sem reikn-
aðar eru kynbótaeinkunnir fyrir
alla gripi.
Eins og flestum er eflaust kunn-
ugt er kynbótamatið reiknað
tvisvar á ári, í mars og október.
Nú í marsbyrjun var svo reiknað
kynbótamat fyrir endingu fyrir
nautin sem fædd eru 1996 og
koma til afkvæmadóms á þessu
ári. Verður gerð grein fyrir niður-
stöðunum hér á eftir.
Efnaviður og aðferðir
Gögnin sem lögð voru til grund-
vallar voru fengin úr skýrsluhaldi
Bl. Nýtt voru gögn um kýr sem
báru fýrsta kálfi frá 1.1.1990 til
30.1.2003, eða alls 47.048 kýr,
sem voru dætur 333 nauta og voru
15-40 mánaða gamlar við fyrsta
burð. Að öðru leyti voru í gagna-
safninu upplýsingar um bú, kýr-
númer, fæðingardag, dagsetningu
fyrsta til fimmta burðar, förgunar-
dag, förgunarástæðu, hæstu dags-
nyt á fyrsta til fimmta mjalta-
skeiði og föður kýrinnar. Að auki
var notuð ættemisskrá þar sem
ættemi nautanna var rakið eins
langt aftur og heimildir vom fyrir.
Kúm undan númeruðum heima-
nautum og holdanautum var
sleppt úr þessari úrvinnslu.
Endingareiginleikinn, sem var
skilgreindur, var ending leiðrétt
fyrir afúrðasemi. Að auki vom
skoðuð tengsl endingareinkunna
og einkunna nautanna fyrir aðra
eiginleika, s.s. útlitsmat, mjaltir,
fmmutölu, gæðaröð og skap.
Við útreikning kynbótaein-
kunna var notað sk. Weibull
feðralíkan og forritið “The Survi-
val Kit, v. 3,12”. Áhrifaþættir,
sem leiðrétt var fyrir í líkaninu,
vom: bú - ár, ár - mánuður, aldur
við fyrsta burð, frávik hæstu dags-
nytar frá meðaltali bús og árs og
mjaltaskeið*staða á mjaltaskeiði.
Það sem likanið metur er í raun
áhætta gripsins á förgun og er
áhættan því meiri, sem endingin
er styttri.
Niðurstöður og umræður
Eins og áður hefúr komið fram
hefur ending kúnna styst mjög á
undanfömum ámm, síðan 1990
hefúr hún styst um nærri einn
mánuð á ári að jafnaði, eða úr
tæpum íjómm ámm í tæp þrjú á
sl. ári. Þróuninni em gerð nánari
skil á mynd 1.
Ástæðumar fyrir þessari óhag-
stæðu þróun em einkum tvær: I
fyrsta lagi hafa síauknar kröfur
um mjólkurgæði og frumutölu
haft neikvæð áhrif á endingu
kúnna, í öðm lagi hefúr aukning í
afkastagetu verið talsverð á tíma-
bilinu, einkum síðari hluta þess.
Mjólkurmarkaður hefur hins veg-
ar verið nokkuð stöðugur, þannig
að sífellt færri kýr þarf til að upp-
fylla þarfír hans.
Erfdaþættir
Arfgengi endingar mælist 0,10
sem þýðir að 10% af breytileikan-
um, sem við sjáum á endingu
kúnna, er af völdum erfanlegra
þátta, jafnframt þýðir það að lang-
stærstur hluti breytileikans er af
völdum umhverfisþátta, þ.e. að-
búnaðar og hirðingar gripanna. Til
að setja þetta í samhengi má
benda á að arfgengi á fmmutölu er
| 30 - Freyr 4/2003