Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 41

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 41
þar heita SRB og þær svartskjöld- óttu en þær heita þar í landi SLB. Rakin er samanburður þessara kynja í nær hálfa öld. Arið 1955 voru meðalafurðir SLB kúnna 4437 kg af orkuleiðréttri mjólk og þá skiluðu þær 14% meiri afúrð- um en þær rauðu. A sjöunda ára- tugnum hefst samræktun rauðu kynjanna í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og framfarir voru mikl- ar, þannig að 1985 stóðu þær rauðu orði jafnfætis þeim svörtu með um 6600 kg meðalafúrðir. Á níunda ártuginum hefst mikil blöndun með bandarískum Hol- stein nautum í SLB kyninu. Þann- ig voru fluttir inn miklir erfðayfír- burðir og SLB kýmar hafa aftur keyrt fram úr og em meðalafúrðir þeirra á síðasta ári 9082 kg af orkuleiðréttri mjólk á móti 8717 kg hjá SRB kúnum eða 4% yfir- burðir. Bengt Lindhé sem um ára- tuga skeið var hugmyndafræðing- ur nautgripakynbóta þar í landi spáir því að þær svört komi til að halda yfírburðum í nokkur ár. Hins vegar séu frjósemisvanda- mál sem tengjast bandansku inn- blönduninni orðin það augljós og vaxandi að á þeim verði að taka á næstunni. Þá munu rauðu kynin aftir sigla ffam úr vegna allt ann- arrar stöðu þar sem um áratuga skeið hefúr verið lögð áhersla á þennan eiginleika í ræktunarstarf- inu. Bengt skrifar þama einnig skemmtilegan pistil um ræktunar- framfarir síðustu ára hjá svart- skjöldóttu kúnum. Hann líkir þessu við akstur í stórri lest. Sví- ar voru fyrir tveim áratugum mjög aftarlega í lestinni. Með miklum innflutningi á erfðaefni hafi þeir hins vegar fært sig fram eftir lestinni og þess vegna farið hraðar en lestin. Hann sýnir tölur um þetta þar sem erfðaframfarir þar í landi hafa verið meiri en í öðmm löndum síðasta áratuginn, t.d. um 30% meiri en í Bandaríkj- unum. Staðan sé því sú að nú em þeir komnir í fremstu vagna. Þá verða möguleikamir á að keyra hraðar en lestin litlir. Þetta er í raun önnur staðfesting þess, sem skýrar og skýrar hefúr verið að koma í ljós í Svíþjóð og Dan- mörku á allra síðustu ámm, að vegna öflugra ræktunarstarfs þar en í öðmm löndum hafa þeir nú unnið upp þann mikla erfðamun sem var fyrir hendi fyrir tveimur áratugum í samanburði við Bandaríkin. Þess vegna em bestu nautin síðustu árin heimafædd naut en ekki þau innfluttu. Hollenskir bændur í ÖÐRUM LÖNDUM í danska SDM blaðinu frá því í febrúar er smá klausa um hol- lenska bændur í öðmm löndum. Fram kemur að á síðustu ámm hafa yfirleitt 400-500 bændur flutt þaðan og byijað búrekstur í öðmm löndum. Á síðasta ári vom þeir þó “aðeins” 250. Fram kemur að fyr- heitna landið hefúr verið Kanada, þangað sem 40-50% þeirra hafa farið, 10-15% hafa farið til Dan- merkur, 8-10% til Frakklands en lægra hlutfall til annarra landa. Talið er að á næstu ámm muni augum verða beint að nýju ESB- löndunum. Þar telja Hollending- amir sig hafa mikla möguleika til að taka til hendinni, en í flestum þessum löndum em meðalafúrðir á bilinu 3000-5000 kg af mjólk. Hlutafélagsvæðing Arla í sænska blaðinu Husdjur frá í mars má sjá umræðu um að huga að því að gera Arla, hina miklu samsteypu í mjólkurvinnslu í Svíþjóð og Danmörku, að hluta- félagi í stað samvinnufélags. Rökin í þeirri umræðu em greini- lega nákvæmalega þau sömu og fram hafa komið í hliðstæðri um- ræðu hér á landi. Talsmaður sam- steypunnar telur að meginþorri félagsmanna vilji ekki breyting- ar. Hann telur að með hluta- félagsvæðingu fáist ekki aukið fjármagn nema hluthafar fái það greitt til baka í góðum arði og hann verði aðeins sóttur í skerta möguleika til hærra útborgunar- verðs til framleiðendanna. Hann telur farsælla að fylgja líkri stefnu og áður með ljárfestingar á gmndvelli eigin ljár og láns- fjármagns og þannig muni áfram verða möguleiki til að tryggja mjólkurframleiðendum stöðug- leika í útborgunarverði mjólkur, sem fyrir þá sé lykilatriði. Breyttur stuðningur VIÐ MJÓLKURFRAMLEIÐSLU Mikil umræða er um breyttan stuðning við mjólkurframleiðsl- una innan ESB. Tillögur þar lúta flestar að því að aftengja stuðning tiltölulega hratt framleiðslunni. Stuðningnum á þannig í auknum mæli að reyna að beina að meiri umhverfisstuðningi. Þessu virðast sænskir mjólkurframleiðendur ekki hrifnir af og telja núvemadi tillögur gera ráð fyrir alltof hröð- um breytingum. I leiðara sama blaðs í febrúar segir m.a. um þess- ar breytingar: “Hverjar eru hug- myndir ESB? Eru einhver stefna í umhverfismálum fyrir hendi? Raunar, en verða afleiðingar breyttrar stefúu til að koma á um- hverfisvænni landbúnaði í ESB- löndunum? Hvaða lanbúnaður lif- ir af, em það stórbú í Mið-Evrópu sem liggja hvað næst neytendum? Tæpast færir það okkur umhverf- isvænni framleiðslu. Sjálfbær framleiðsla hlýtur að vera það sem stefnt er að. Svíþjóð þarf að halda sinni mjólkurframleiðslu. Sænskir bændur framleiða mjólk og kjöt á umhverfisvænan hátt með góðri meðferð búljár.” Þá er í blaðinu ágæt grein um samband milli útlitsþátta og end- Freyr 4/2003 - 41 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.