Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2003, Síða 41

Freyr - 01.05.2003, Síða 41
þar heita SRB og þær svartskjöld- óttu en þær heita þar í landi SLB. Rakin er samanburður þessara kynja í nær hálfa öld. Arið 1955 voru meðalafurðir SLB kúnna 4437 kg af orkuleiðréttri mjólk og þá skiluðu þær 14% meiri afúrð- um en þær rauðu. A sjöunda ára- tugnum hefst samræktun rauðu kynjanna í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og framfarir voru mikl- ar, þannig að 1985 stóðu þær rauðu orði jafnfætis þeim svörtu með um 6600 kg meðalafúrðir. Á níunda ártuginum hefst mikil blöndun með bandarískum Hol- stein nautum í SLB kyninu. Þann- ig voru fluttir inn miklir erfðayfír- burðir og SLB kýmar hafa aftur keyrt fram úr og em meðalafúrðir þeirra á síðasta ári 9082 kg af orkuleiðréttri mjólk á móti 8717 kg hjá SRB kúnum eða 4% yfir- burðir. Bengt Lindhé sem um ára- tuga skeið var hugmyndafræðing- ur nautgripakynbóta þar í landi spáir því að þær svört komi til að halda yfírburðum í nokkur ár. Hins vegar séu frjósemisvanda- mál sem tengjast bandansku inn- blönduninni orðin það augljós og vaxandi að á þeim verði að taka á næstunni. Þá munu rauðu kynin aftir sigla ffam úr vegna allt ann- arrar stöðu þar sem um áratuga skeið hefúr verið lögð áhersla á þennan eiginleika í ræktunarstarf- inu. Bengt skrifar þama einnig skemmtilegan pistil um ræktunar- framfarir síðustu ára hjá svart- skjöldóttu kúnum. Hann líkir þessu við akstur í stórri lest. Sví- ar voru fyrir tveim áratugum mjög aftarlega í lestinni. Með miklum innflutningi á erfðaefni hafi þeir hins vegar fært sig fram eftir lestinni og þess vegna farið hraðar en lestin. Hann sýnir tölur um þetta þar sem erfðaframfarir þar í landi hafa verið meiri en í öðmm löndum síðasta áratuginn, t.d. um 30% meiri en í Bandaríkj- unum. Staðan sé því sú að nú em þeir komnir í fremstu vagna. Þá verða möguleikamir á að keyra hraðar en lestin litlir. Þetta er í raun önnur staðfesting þess, sem skýrar og skýrar hefúr verið að koma í ljós í Svíþjóð og Dan- mörku á allra síðustu ámm, að vegna öflugra ræktunarstarfs þar en í öðmm löndum hafa þeir nú unnið upp þann mikla erfðamun sem var fyrir hendi fyrir tveimur áratugum í samanburði við Bandaríkin. Þess vegna em bestu nautin síðustu árin heimafædd naut en ekki þau innfluttu. Hollenskir bændur í ÖÐRUM LÖNDUM í danska SDM blaðinu frá því í febrúar er smá klausa um hol- lenska bændur í öðmm löndum. Fram kemur að á síðustu ámm hafa yfirleitt 400-500 bændur flutt þaðan og byijað búrekstur í öðmm löndum. Á síðasta ári vom þeir þó “aðeins” 250. Fram kemur að fyr- heitna landið hefúr verið Kanada, þangað sem 40-50% þeirra hafa farið, 10-15% hafa farið til Dan- merkur, 8-10% til Frakklands en lægra hlutfall til annarra landa. Talið er að á næstu ámm muni augum verða beint að nýju ESB- löndunum. Þar telja Hollending- amir sig hafa mikla möguleika til að taka til hendinni, en í flestum þessum löndum em meðalafúrðir á bilinu 3000-5000 kg af mjólk. Hlutafélagsvæðing Arla í sænska blaðinu Husdjur frá í mars má sjá umræðu um að huga að því að gera Arla, hina miklu samsteypu í mjólkurvinnslu í Svíþjóð og Danmörku, að hluta- félagi í stað samvinnufélags. Rökin í þeirri umræðu em greini- lega nákvæmalega þau sömu og fram hafa komið í hliðstæðri um- ræðu hér á landi. Talsmaður sam- steypunnar telur að meginþorri félagsmanna vilji ekki breyting- ar. Hann telur að með hluta- félagsvæðingu fáist ekki aukið fjármagn nema hluthafar fái það greitt til baka í góðum arði og hann verði aðeins sóttur í skerta möguleika til hærra útborgunar- verðs til framleiðendanna. Hann telur farsælla að fylgja líkri stefnu og áður með ljárfestingar á gmndvelli eigin ljár og láns- fjármagns og þannig muni áfram verða möguleiki til að tryggja mjólkurframleiðendum stöðug- leika í útborgunarverði mjólkur, sem fyrir þá sé lykilatriði. Breyttur stuðningur VIÐ MJÓLKURFRAMLEIÐSLU Mikil umræða er um breyttan stuðning við mjólkurframleiðsl- una innan ESB. Tillögur þar lúta flestar að því að aftengja stuðning tiltölulega hratt framleiðslunni. Stuðningnum á þannig í auknum mæli að reyna að beina að meiri umhverfisstuðningi. Þessu virðast sænskir mjólkurframleiðendur ekki hrifnir af og telja núvemadi tillögur gera ráð fyrir alltof hröð- um breytingum. I leiðara sama blaðs í febrúar segir m.a. um þess- ar breytingar: “Hverjar eru hug- myndir ESB? Eru einhver stefna í umhverfismálum fyrir hendi? Raunar, en verða afleiðingar breyttrar stefúu til að koma á um- hverfisvænni landbúnaði í ESB- löndunum? Hvaða lanbúnaður lif- ir af, em það stórbú í Mið-Evrópu sem liggja hvað næst neytendum? Tæpast færir það okkur umhverf- isvænni framleiðslu. Sjálfbær framleiðsla hlýtur að vera það sem stefnt er að. Svíþjóð þarf að halda sinni mjólkurframleiðslu. Sænskir bændur framleiða mjólk og kjöt á umhverfisvænan hátt með góðri meðferð búljár.” Þá er í blaðinu ágæt grein um samband milli útlitsþátta og end- Freyr 4/2003 - 41 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.