Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 7

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 7
Breytt rekstrarform fóður- öflunar ér á eftir fylgir lýsing á heyskaparmáta og tækjakosti á búi mínu og þeirri leið sem ég og bænd- ur á tveimur búum í nágrenni við mig kusum að fara til hag- ræðingar og vinnusparnaðar. Inngangur Norðurgarður er um 185 hekt- ara jörð sem skiptist þannig að 70 hektarar eru ræktaðir og óræktað land skiptist i mýrlendi og grasi- vaxið hraun. I Norðurgarði rek ég kúabú með um 156 þúsund lítra greiðslumark en var með rúm 100 þúsund lítra árið 1999. Afurðir eftir árskú árið 2002 voru 5.516 kg. Auk þess hef ég sett öll naut á en hætti því síðastliðið haust vegna fyrirhugaðra breytinga í íjósi og lélegrar afkomu í nauta- kjötsframleiðslu. Síðastliðið ár endurbætti ég grísauppeldishús en þar el ég grísi frá fráfærualdri að slátrun. Grísimir koma frá ná- lægu svínabúi. Eg verka allt hey í rúllur og rækta kom á um 15 hekturum, súrsa það með própíonsýru og set í votheystum. Með snigli næ ég kominu úr tuminum, set í gegnum valsa og beint í kar sem er á hjól- um. Þannig keyri ég komið inn í fjós. Komið hefur tekið við af grænfóðri í rúllum og ef eitthvað er ést það betur og það er auk þess mun auðveldara að gefa það. Hálminum er rúllað og er hann að miklu leyti notaður á búinu sjálfu sem undirburður fyrir kálfa og kvígur, en þær em í óupphitaðri hlöðu tengdri gömlu fjósi sem ætlunin er að breyta fyrir smá- kálfa Samkvæmt niðurstöðum hey- sýna (hirðingarsýna) 2002 var meðalþurrefni tæplega 50% og orkugildi um 0,86 FEm/kg þurr- efnis, heildarprótein 198 g/kg þurrefnis, AAT-gildi upp á 70 g/kg þurrefnis og PBV- gildi upp á 78 g kg/þurrefnis. VÉLAKOSTUR OG AÐDRAGANDI SAMVINNU Búið á þrjár dráttarvélar Massey Ferguson 95 he. árg. 1999 - Inter- national Harvester 72 he. árg. 1982 og John Deere 47 he. árg. 1965, Fella sláttuvél 350 cm árg. 2001, Niemayer snúningsvél 540 cm árg. 1993, Fella múgavél 340 cm árg. 1991 og áburðardreifara árg. 1990. Árið 2001 hugðist ég endumýja 10 ára gamalt rúlluúthald sem var farið að bila. Á þeim tíma var einn nágranni minn að hefja búskap og átti ekki rúlluúthald og þriðja bú- eftir Ásmund Lárusson, Norðurgarði, Skeiðum ið átti gamla rúlluvél en nýlega pökkunarvél. Við þurftum því all- ir að huga að kaupum á vélum til rúllunar. Ef við keyptum okkur nýtt úthald hver í sínu lagi hefði það kostað á bilinu kr. 11-12 milljónir án/vsk. Okkur ofbauð kostnaðurinn svo að við fómm að leita leiða til að ná honum niður. Við hófum því viðræður um að kaupa rúlluvél í sameiningu og stofiia til samrekstrar. Okkur kom saman um að rúlluvél og pökkun- arvél, sem ein dráttarvél gæti unn- ið með, yrði hagkvæmasti kostur- inn, þannig sparaðist maður og dráttarvél. Það varð úr að við lét- íbúðarhús og útihús í Norðurgarði. (Ljósm. Ásmundur Lárusson). Freyr 4/2003 - 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.