Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 32
Tafla 3. Fylgni kynbótaeinkunna fyrir endingu og annarra eiginleika
Fylgni við
Eiginleiki FPL P Samhengi við endingu
Boldýpt -0,31 < 0,001 Dýpri bolur, styttri ending
Útlögur -0,17 0,31 Ekki marktækt
Yfirlína 0,09 0,18 Ekki marktækt
Malabreidd -0,28 < 0,001 Breiðari malir, styttri ending
Bratti mala -0,01 0,81 Ekki marktækt
Halli mala -0,06 0,36 Ekki marktækt
Staða hækla frá hlið -0,11 0,10 Ekki marktækt
Staða hækla aö aftan 0,06 0,38 Ekki marktækt
Halli klaufa 0,06 0,38 Ekki marktækt
Júgurfesta 0,31 < 0,001 Betri júgurfesta, aukin ending
Júgurband 0,32 < 0,001 Sterkara júgurband, aukin ending
Júgurdýpt 0,38 < 0,001 Dýpra júgur, styttri ending
Spenalengd 0,45 < 0,001 Lengri spenar, styttri ending
Spenaþykkt -0,32 < 0,001 Þykkri spenar, styttri ending
Spenastaða 0,09 020 Ekki marktækt
Mjaltir 0,38 < 0,001 Betri mjaltir, aukin ending
Skap -0,01 0,83 Ekki marktækt
Frumutala 0,40 < 0,001 Meiri júgurhreysti, aukin ending
Gæöaröð 0,54 < 0,001 Hærri gæðaröðun, aukin ending
lega grein fyrir því hversu margir
dagar í endingu hvert stig á skal-
anum þýðir. Mér sýnist þó að gera
megi ráð fyrir að hækkun um 10
stig á kvarðanum þýði aukna end-
ingu sem nemur 150 dögum, eða
sem næst 5 mánuðum. Því má
áætla að dætur Hófs 96027 endist
að öðru jöfnu rúmu ári lengur en
dætur Grana 96002. Það er í sjál-
fu sér ekki lítið þegar litið er til
þess að meðal endingartíminn er
rétt um 3 ár.
Tengsl endingar og annarra eig-
inleika, sem unnið er með í naut-
griparæktinni, s.s. byggingar, hafa
verið rannsökuð ítarlega um víða
veröld á undanfomum ámm. Alla
jafna hafa nánustu tengslin verið
við þætti er varða júgurgerð
kúnna. Svo er eins hér á landi,
sama gildir um mjaltir, júgur-
hreysti (fmmutölu) og gæðaröð,
þessir eiginleikar hafa nokkuð
nána fylgni við endingu, eins og
sjá má í töflu 3.
Umhverfisþættir
Einn af ráðandi þáttum í end-
ingu kúnna er hversu mikið þær
mjólka. Eins og sjá má á mynd 2
er endingin því styttri (förgunar-
áhættan meiri) sem afurðimar em
minni. Sérstaklega eru áhrifín
sterk á þriðja mjaltaskeiði, þar
sem kýr sem einungis fer í 12 kg
hæstu dagsnyt, á búi þar sem með-
altalið er 17 kg, er í ríflega sexfalt
meiri hættu á förgun en meðalkýr-
in. Tilsvarandi lækkun er ekki að
sjá hjá allra nythæstu kúnum,
enda er það einnig þekkt að þeim
er hættara við bæði júgurbólgu og
efnaskiptasjúkdómum, auk þess
sem erfiðara getur verið að fá í
þær tíma en þær kýr sem em nær
meðaltalinu hvað afurðir varðar.
Þetta mynstur er hið sama og má
sjá í flestum ef ekki öllum erlend-
um rannsóknum.
Annar þáttur sem talsverð áhrif
hefur á endingu er hversu gamlar
kýmar em þegar þær bera fyrsta
sinni. Eins og sjá má á mynd 3
hefur aukinn aldur við fyrsta burð
neikvæð áhrif á það hversu kýmar
endast lengi í framleiðslu. Að
öðm jöfnu virðist eins mánaðar
aldursaukning við fyrsta burð
stytta endingu kúnna um 2%.
Þriðji þátturinn sem skýrir
breytileika í endingu kúnna er
staða þeirra á mjaltaskeiði. Eins
og flestir þekkja er júgurbólga sá
sjúkdómur sem leggur lang flestar
kýr að velli hér á landi. Hennar
verður helst vart í upphafi mjalta-
skeiðsins, þannig að áhætta á
förgun af hennar völdum er mest á
fyrri hluta mjaltaskeiðsins. Einnig
Áhrif afuröa á förgunaráhættu
- I.mjsk
-2.mjsk
3. mjsk
4, mjsk
-S.mjsk
Mynd 2. Áhrif afurða á endingu kúnna.
132 - Freyr 4/2003