Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 29

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 29
Kynbótamat fyrir endingu mjólkurkúa Inngangur I mjólkurframleiðslunni er góð ending mjólkurkúa mikilvægur eiginleiki. Illu heilli hefur ending (tími frá fyrsta burði að förgun) íslenskra mjólkurkúa styst mjög á undanfömum áratugum, sem hef- ur haft verulega aukinn kostnað við uppeldi nýrra gripa í för með sér. Margar ástæður eru fyrir þess- ari styttingu endingartímans. Sem dæmi má nefna að vemlega aukn- ar köfur um lægri frumutölu mjólkurinnar hafa leitt til þess að förgun vegna júgurbólgu/hárrar frumutölu hefur aukist stórkost- lega á undanfömum 20 ámm. Þá hafði tilkoma kvótakerfisins um miðjan 9. áratuginn í för með sér verulega förgun gripa og þar með lækkun á meðalaldri kúa. Einnig má nefha að samfara stækkun bú- anna aukast þær kröfur sem bænd- ur gera til kúnna varðandi ýmsa umgengniseiginleika, eins og mjaltir, þannig að þeim kúm, sem standa ekki undir væntingum, verður ekki langrar ævi auðið. Þá hefur kvótastaða og greiðslur fyr- ir umframmjólk talsverð áhrif á umfang förgunar, á yfirstandandi kvótaári verður tæpast greitt fyrir neitt umfram kvóta en á síðasta ári var greitt fyrir allt prótein umfrarn kvóta. Það em því verulegar líkur á að aðlögun að framleiðsluheim- ildum verði mun fleiri kúm að aldurtila í ár en í fyrra. Fyrir utan meiri í uppeldiskostn- að fylgir styttri endingu að það hlutfall kúastofnsins, sem náð hef- ur föllum þroska og afköstum, fer lækkandi. Einnig heför sú mikla aukning, sem orðið heför á bund- inni förgun (vegna sjúkdóma), í för með sér að það svigrúm sem bændur hafa til að farga kúm vegna lítillar afkastagetu minnkar. Það er rúm hálf öld síðan sjónir manna fóm að beinast að endingu kúnna, þau sjónarmið komu einna fyrst fram í sígildri grein eftir Eng- lendingana Robertson og Rendel árið 1950. Fyrir um aldarþriðjungi var síðan farið að huga að kynbót- um fyrir þessum eiginleika en efhahagslegt vægi endingar heför verið metið sem ríflega helmingur af vægi afkastagetu í mjólkurfram- leiðslunni. Þar sem það er hin sk. bundna förgun, sem sjónir manna beinast helst að, er ending leiðrétt fyrir afkastagetu sá eiginleiki sem unnið er með, í þeim löndum þar sem þessi eiginleiki er með í rækt- unarmarkmiðunum. Kynbótum fyrir endingu fylgja ýmsir vankantar. Sá augljósasti er sá að upplýsingamar um endingu kúnna liggja ekki fyrir, fyrr en þær eru dauðar og koma ekki að neinum notum í ræktunarstarfinu. Það er því ekki skynsamlegt að bíða eftir því að t.d. allar dætur nautanna séu gengnar fyrir ættem- isstapann og fara þá að vinna kyn- bótamat fyrir endingu dætra þeir- ra, þar sem það myndi lengja ætt- liðabil úr öllu hófí. Því hafa verið þróaðar aðferðir til að meta hlut- fall dætra á lífi við ákveðinn ald- ur, t.d. 48 mánaða eða dagafjölda frá burði. Þessum aðferðum fylgir þó talsvert tap upplýsinga, auk þess að vera sk. 1/0 eiginleiki (lif- andi/dauður) sem gerir hann ekki eins eftirsóknarverðan í kynbóta- starfi. eftir Baldur Helga Benjamínson, nautgripa- ræktar- ráðunaut, Bænda- samtökum Islands Undanfarin ár hefur förgun dætra nautanna verið birt með af- kvæmadómum, með því hefur verið reynt að meta hvemig dætur þeirra endast. Það mat er þó held- ur ónákvæmt þar sem ekki er hægt að leiðrétta fyrir áhriföm bús, ending kúnna er afar misjöfh milli búa og allt að eins árs aldursmun- ur er á milli nauta í sama árgangi, þannig að þau eiga talsvert mis- jafoan fjölda dætra sem kominn er í framleiðslu. Á allra síðustu ámm hafa verið þróaðar aðferðir sem geta nýtt endingargögn betur en áður hefor þekkst. Þær kallast á ensku “Survival analysis”, en mér er ekki kunnugt um þjált • íslenskt heiti á aðferðinni. Þessar aðferðir em þeim kostum gæddar að geta nýtt öll tiltæk gögn við mat á end- ingu kúnna, t.d. er talsverður fjöl- di gripa á lífi þegar gagnasöfnun hættir og þessi gögn veita þær upplýsingar að þessir gripir entust a.m.k. svo lengi. Likanið, sem unnið er með, reiknar síðan áhæt- tu gripsins á förgun en eftir því sem ending t.d. dætra undan ákveðnu nauti er minni, er áhætta þeirra að vera fargað á hverjum tíma meiri, eins og gefor að skilja. Freyr 4/2003 - 291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.