Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 49

Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 49
2. tafla. Helstu arfgerðir mjólkurpróteina. Prótein Arfqerðir as1-kasein B, C, D (A) as2-kasein A, D 3-kasein A1, A2, (A3, B) K-kasein A, B, (E) a-laktalbúmín A P-laktóglóbúlín A, B, (C) munandi milli kúakynja. Erfða- vísar sem skrá fyrir 3-laktoglóbu- líni hjá nautgripum eru á litningi nr. 11, en erfðavísar sem skrá fyr- ir a-laktalbúmíni hjá nautgrripum eru á litningi nr. 5. þannig að þess- ar próteingerðir erfast óháðar hvor annarri og óháð kaseinum. Mis- munandi erfðavísar í hverju sæti fyrir kasein og mysuprótein eru jafnríkjandi (“codominant”), sem þýðir að arfgerð kemur alltaf fram í svipgerð, þ.e. próteini sem sést í mjólkinni. Rannsóknir á erfðum og gerð- um mjólkurpróteina hafa einkum beinst að eftirfarandi þáttum: * Samhengi við nyt og efnasam- setningu mjólkur. * Samhengi við vinnslueigin- leika mjólkur. * Samhengi við hollustu mjólkur. A síðustu 15-20 árum hefur ver- ið töluverður áhugi á rannsóknum á ofangreindum þáttum vegna mögulegs efnahagslegs mikil- vægis þeirra. Hér verður drepið á helstu niðurstöður og stuðst við yfírlitsgreinar Jakob 1994, Lin og fl. 1992 og Ng-Kwai-Hang 1998. BC arfgerð af as j -kaseini tengist meiri prótein- og fitustyrk í mjólk en minni nyt en asj-kasein BB. Þess ber að geta að C erfðavísirinn af asj-kaseini er sjaldgæfúr í þeim kúakynjum sem rannsökuð hafa verið mest og engar heimildir eru um áhrif CC arfgerðar af asl-ka- seini. p -kasein A2 tengist meiri nyt en lægri próteinstyrk í mjólk en 3 - kasein A1. B gerðin af K-kaseini tengist meiri kasein, prótein og fitustyrk í mjólk en K-kasein A. 3- laktoglóbulín A tengist minni fitu en meiri styrk af mysupróteini og heildarpróteini í mjólk en ?-lak- toglóbulín B. 3-laktoglóbulín B tengist aftur á móti meiri kasein- styrk og hærra kaseinhlutfalli en 3-laktoglóbulín A. Nánast allar tilraunir hafa stað- fest að K-kasein B tengist hraðari ystingu og þéttari ysting en K-ka- sein A. Þessu fylgir að nýting k- kasein B mjólkur til ostagerðar er mun betri en K-kasein A mjólkur. Aukin nýting mjólkur til ostagerð- ar getur numið um 3,5-8%, mis- munandi eftir ostategundum. K-ka- sein E, sem er algengur erfðavísir í finnskum Ayrshire kúm tengist yst- ingargöllum í mjólk (Ikonen og fl. 1999a) og rýrir gæði mjólkurinnar og nýtingu hennar til ostagerðar. Mjólk sem inniheldur 3-laktogló- bulín B hentar betur til vinnslu mjólkurdufts en 3-laktoglóbulín A mjólk (Hill og fl. 1997). Nýting til ostagerðar er einnig betri. Til viðbótar við áhrif mismun- andi gerða mjólkurpróteina á af- urðir og vinnslueiginleika mjólkur hafa komið ffam vísbendingar um margvísleg áhrif sem tengjast nær- ingarfræði og hollustu afurða. Far- aldsffæðilegar rannsóknir og rann- sóknir á músum hafa gefið til kynna samband milli 3-kaseins A' og B við nýgengi sykursýki af gerð I hjá mönnum (Bryndís Eva Birg- isdóttir 2002, Elliot og fl. 1999). Orsakir eru taldar myndun ákveð- inna peptíða þegar ensím í melt- ingarveginum bijóta niður prótein- in og ffásogun þessara peptíða inn í blóðrásina. I tilfelli 3-kaseins A' og B er talið að betacasinomor- phin-7 myndist en það er peptíð sem hefur virkni opíum efha í lík- amanum og er talið geta stuðlað að myndun sykursýki hjá bömum. Eins og að ofan greinir hafa rannsóknir mjög beinst að því að greina áhrif einstakra erfðavísa fyrir mjólkurprótein á afurðir og eiginleika mjólkur. Niðurstöður hafa verið nokkuð breytilegar eft- ir kúakynjum og aðferðum sem notaðar hafa verið. Undantekning em þó hin afgerandi áhrif K-ka- sein B erfðavísisins á vinnslueig- inleika mjólkur. Með tilvísan til hinna nánu tengsla kasein erfða- vísanna á sama litningi vaknar sú spuming hvort ekki sé vænlegra til árangurs að nota kaseinha- plótýpur sem erfðafræðilegar ein- ingar í stað einstakra erfðavísa. Slíkar rannsóknir hafa sýnt að ka- seinhaplótýpur eða gen þeim ná- tengd á sama svæði er t.d. hægt að nota til að velja fyrir prótein- magni- og hlutfalli í mjólk (Lien og fl. 1995, Ikonen og fl. 2001). Efni og aðferðir Fyrri hluta árs 2001 var hafin söfnun á mjólkursýnum úr kúm undan 32 völdum nautum. Valin vom 13 naut með lága einkunn fyrir próteinhlutfall í mjólk, 13 með háa og 6 með meðaleinkunn. Sýni skiluðu sér úr 443 kúm, 11 - 17 sýni fyrir hvert naut. A rannsóknastofu Fóðursviðs á RALA var komið upp tækjabún- aði til rafgreininga á próteinum. Mjólkursýnin vom skilin og ein- stök kasein- og mysuprótein raf- greind með „isoelectric focusing“ þar sem notuð var aðferð aðlöguð eftir aðferð Erhardt (1993). Þessi aðferð greinir í sundur prótein- sameindir eftir rafhleðslu. Hægt Freyr 4/2003 - 491
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.