Freyr - 01.05.2003, Blaðsíða 49
2. tafla. Helstu arfgerðir mjólkurpróteina.
Prótein Arfqerðir
as1-kasein B, C, D (A)
as2-kasein A, D
3-kasein A1, A2, (A3, B)
K-kasein A, B, (E)
a-laktalbúmín A
P-laktóglóbúlín A, B, (C)
munandi milli kúakynja. Erfða-
vísar sem skrá fyrir 3-laktoglóbu-
líni hjá nautgripum eru á litningi
nr. 11, en erfðavísar sem skrá fyr-
ir a-laktalbúmíni hjá nautgrripum
eru á litningi nr. 5. þannig að þess-
ar próteingerðir erfast óháðar hvor
annarri og óháð kaseinum. Mis-
munandi erfðavísar í hverju sæti
fyrir kasein og mysuprótein eru
jafnríkjandi (“codominant”), sem
þýðir að arfgerð kemur alltaf fram
í svipgerð, þ.e. próteini sem sést í
mjólkinni.
Rannsóknir á erfðum og gerð-
um mjólkurpróteina hafa einkum
beinst að eftirfarandi þáttum:
* Samhengi við nyt og efnasam-
setningu mjólkur.
* Samhengi við vinnslueigin-
leika mjólkur.
* Samhengi við hollustu mjólkur.
A síðustu 15-20 árum hefur ver-
ið töluverður áhugi á rannsóknum
á ofangreindum þáttum vegna
mögulegs efnahagslegs mikil-
vægis þeirra. Hér verður drepið á
helstu niðurstöður og stuðst við
yfírlitsgreinar Jakob 1994, Lin og
fl. 1992 og Ng-Kwai-Hang 1998.
BC arfgerð af as j -kaseini tengist
meiri prótein- og fitustyrk í mjólk
en minni nyt en asj-kasein BB.
Þess ber að geta að C erfðavísirinn
af asj-kaseini er sjaldgæfúr í þeim
kúakynjum sem rannsökuð hafa
verið mest og engar heimildir eru
um áhrif CC arfgerðar af asl-ka-
seini.
p -kasein A2 tengist meiri nyt en
lægri próteinstyrk í mjólk en 3 -
kasein A1. B gerðin af K-kaseini
tengist meiri kasein, prótein og
fitustyrk í mjólk en K-kasein A. 3-
laktoglóbulín A tengist minni fitu
en meiri styrk af mysupróteini og
heildarpróteini í mjólk en ?-lak-
toglóbulín B. 3-laktoglóbulín B
tengist aftur á móti meiri kasein-
styrk og hærra kaseinhlutfalli en
3-laktoglóbulín A.
Nánast allar tilraunir hafa stað-
fest að K-kasein B tengist hraðari
ystingu og þéttari ysting en K-ka-
sein A. Þessu fylgir að nýting k-
kasein B mjólkur til ostagerðar er
mun betri en K-kasein A mjólkur.
Aukin nýting mjólkur til ostagerð-
ar getur numið um 3,5-8%, mis-
munandi eftir ostategundum. K-ka-
sein E, sem er algengur erfðavísir í
finnskum Ayrshire kúm tengist yst-
ingargöllum í mjólk (Ikonen og fl.
1999a) og rýrir gæði mjólkurinnar
og nýtingu hennar til ostagerðar.
Mjólk sem inniheldur 3-laktogló-
bulín B hentar betur til vinnslu
mjólkurdufts en 3-laktoglóbulín A
mjólk (Hill og fl. 1997). Nýting til
ostagerðar er einnig betri.
Til viðbótar við áhrif mismun-
andi gerða mjólkurpróteina á af-
urðir og vinnslueiginleika mjólkur
hafa komið ffam vísbendingar um
margvísleg áhrif sem tengjast nær-
ingarfræði og hollustu afurða. Far-
aldsffæðilegar rannsóknir og rann-
sóknir á músum hafa gefið til
kynna samband milli 3-kaseins A'
og B við nýgengi sykursýki af gerð
I hjá mönnum (Bryndís Eva Birg-
isdóttir 2002, Elliot og fl. 1999).
Orsakir eru taldar myndun ákveð-
inna peptíða þegar ensím í melt-
ingarveginum bijóta niður prótein-
in og ffásogun þessara peptíða inn
í blóðrásina. I tilfelli 3-kaseins A'
og B er talið að betacasinomor-
phin-7 myndist en það er peptíð
sem hefur virkni opíum efha í lík-
amanum og er talið geta stuðlað að
myndun sykursýki hjá bömum.
Eins og að ofan greinir hafa
rannsóknir mjög beinst að því að
greina áhrif einstakra erfðavísa
fyrir mjólkurprótein á afurðir og
eiginleika mjólkur. Niðurstöður
hafa verið nokkuð breytilegar eft-
ir kúakynjum og aðferðum sem
notaðar hafa verið. Undantekning
em þó hin afgerandi áhrif K-ka-
sein B erfðavísisins á vinnslueig-
inleika mjólkur. Með tilvísan til
hinna nánu tengsla kasein erfða-
vísanna á sama litningi vaknar sú
spuming hvort ekki sé vænlegra
til árangurs að nota kaseinha-
plótýpur sem erfðafræðilegar ein-
ingar í stað einstakra erfðavísa.
Slíkar rannsóknir hafa sýnt að ka-
seinhaplótýpur eða gen þeim ná-
tengd á sama svæði er t.d. hægt að
nota til að velja fyrir prótein-
magni- og hlutfalli í mjólk (Lien
og fl. 1995, Ikonen og fl. 2001).
Efni og aðferðir
Fyrri hluta árs 2001 var hafin
söfnun á mjólkursýnum úr kúm
undan 32 völdum nautum. Valin
vom 13 naut með lága einkunn
fyrir próteinhlutfall í mjólk, 13
með háa og 6 með meðaleinkunn.
Sýni skiluðu sér úr 443 kúm, 11 -
17 sýni fyrir hvert naut.
A rannsóknastofu Fóðursviðs á
RALA var komið upp tækjabún-
aði til rafgreininga á próteinum.
Mjólkursýnin vom skilin og ein-
stök kasein- og mysuprótein raf-
greind með „isoelectric focusing“
þar sem notuð var aðferð aðlöguð
eftir aðferð Erhardt (1993). Þessi
aðferð greinir í sundur prótein-
sameindir eftir rafhleðslu. Hægt
Freyr 4/2003 - 491