Freyr - 01.06.2005, Qupperneq 48
VEÐURFAR
Áhrif væntanlegra
loftslagsbreytinga
á landbúnað
SEINNI HLUTI
IEftir Bjarna E. Guðleifsson,
Landbúnaðarháskóla íslands,
Möðruvöllum
Mynd 1. Áætlaður meðalhiti á íslandi frá landnámi til ársins 2050.
Tölur eru frá Veðurstofu íslands, byggðar á sögulegum gögnum og
hitamælingum síðustu ár. Örin sýnir væntanlega hitabreytingu frá
árinu 2000 til 2050.
Hér er birtur seinni hluti
greinar Bjarna E.
Guðleifssonar um áhrif
loftslagsbreytinga
á landbúnað.
Fyrri hlutinn var birtur í
1. tbl. 2005.
Spáð er að árið 2050 hafi
meðalhiti á íslandi hækkað
um 1,5°C yfir sumarið og
3,0°C yfir vetrartímann en
úrkoman aukist um 7,5% að
sumrinu og 15% að vetrin-
um. Breytingarnar verða sem
sagt meiri að vetrinum. Bú-
ast má við að sjávarborð
hækki um 16 cm. Ekki er
hægt að greina neinn örugg-
an mun á landshlutum í
þessum spádómum. Þetta
eru miklar breytingar, meiri
en oft hefur verið spáð fyrir
ísland. Um tíma héldu menn
að draga mundi verulega úr
Golfstraumnum og þá mundi
jafnvel kólna hér á landi, en
nú reikna menn með að haf-
straumarnir breytist minna
og hægar og því verður hita-
aukningin mikil. Á myndinni
sést að hitastig er nú á seinni
árum að nálgast hitastig við
landnám, þegar menn stund-
uðu hér kornrækt, og fram
til ársins 2050 er spáð að
hitastig verði orðið talsvert
hærra en þá var.
BEIN ÁHRIF LOFTSLAGS-
BREYTINGA Á (SLENSKAN
LANDBÚNAÐ
Áhrif fyrrgreindra loftslagsbreyt-
inga á landbúnað eru auðvitað
beinust og sýnilegust á plöntu-
ræktun hvers konar. Hækkað
hitastig og einnig hækkað kol-
tvísýringsmagn í andrúmsloftinu
eykur víðast vöxt plantna, enda
eru bæði hiti og koltvísýringur
áhrifamiklir vaxtarþættir. Fóður-
ræktun mun verða auðveldari á
fslandi með hækkandi hita og
auknu koltvísýringsmagni i and-
rúmslofti og næringarefni
munu fyrst um sinn verða að-
gengileg úr jarðvegi með auk-
inni rotnun. Heyfengur mun
aukast og nýjar fóðurjurtir, svo
sem rófur, næpur og vallarrý-
gresi, munu verða teknar í notk-
un. Stórfelldar kalskemmdir í
túnum munu að mestu hverfa
og ræktun belgjurta mun verða
tryggari og auka möguleika á
lífrænni ræktun. Bygguppskera
mun verða öruggari og hugsan-
lega verða aðrar korntegundir
teknar til ræktunar, svo sem
hafrar, hveiti og vetrarkorn.
Sömuleiðis mun útimatjurta-
Á ÍSLANDI
Samkeppnisstaða íslensks
landbúnaðar mun fremur
batna en versna fram til
2050 og íslenskur land-
búnaður mun þurfa að
aðlagast markaðsvæð-
ingu og viðskiptafrelsi
umheimsins
Bændur og ráðunautar
þurfa þegar að bregðast
við með breyttum búskap-
arháttum
Stjórnvöld og rannsókna-
menn þurfa að búa land-
búnaðinn undir að aðlag-
ast væntanlegum breyt-
ingum
Leita þarf leiða til að
draga úr losun gróður-
húsalofttegunda í (slensk-
um landbúnaði
Leggja þarf áherslu á sam-
félagslegt gildi landbún-
aðar í dreifbýli og hlutverk
hans (umhverfisvernd
48
FREYR 06 2005