Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 2

Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 2
Ofheyjun ér á landi hefur gras- spretta verið með mesta móti sl. ár og heyfengur landsmanna því ríkulegur mjög. Hafa fyrningar því víða hlaðist upp og má fullyrða að á mjög mörgum búum séu þær meiri en góðu hófi gegnir. Nú þykir þó sjálfsagt að viðhafa | ákveðin öryggismörk á heyforð- anum, þar sem innistöðutími grip- anna er nokkuð breytilegur. Mætti telja hæfilegt að tala um 10-15% í j því samhengi. Samkvæmt forða- gæsluskýrslum frá árinu 2003 var um helmingur kúabúa af þeim sem athuguð voru (706 bú með fleiri en 10 mjólkurkýr), með um- framheyforða á sl. hausti sem nam meira 50% af ársþörfínni. Þar af áttu 87 bú heyforða til tveggja ára. Einungis 25 aðilar töldust vera með minni heybirgðir en sem nam reiknaðri þörf. Þar sem yfírgnæf- andi hluti heyjanna er í rúllubögg- um sem hafa takmarkað geymslu- | þol, er líklegt að stór hluti af þess- um fymingum komi ekki til nein- na nota. Förgun þeirra fylgir auk- inheldur veruleg vinna og kostn- aður. Segja upp leigutúnum Því þykir æskilegt að menn hugsi sinn gang, nú þegar vor- verk em að fara í fullan gang og j hugi að skipulagningu heyöflun- arinnar. Þar sem svo háttar til að heybirgðir em verulega umfram þarfír, kemur tvennt fyrst upp í hugann varðandi ráð til að draga úr heymagni. Það fyrsta er túna- j stærðin sem til ráða er. A mörg- j um búum eru leigð slægjulönd, íhuga þarf vandlega hvort þörf er á þeim öllum og segja upp leigu á þeim hluta sem menn telja sig J ekki hafa þörf fýrir. Einnig kem- ur til greina að afleggja lakari hluta eigin túna, eða fínna þeim j önnur not en grasrækt, t.d. kom- rækt. Bera á eftir vetrarhita - EKKERT Á SLÖKUSTU TÚNIN Annar þáttur er áburðargjöf. Eins og bent var á í ágætri grein í Búvísindum árið 1996 (Páll Berg- þórsson, 1996) hefur meðalhiti næstliðins vetrar (desember-mars) ívið meiri áhrif á uppskera grasa en hitinn það sumarið. Sá vetur j sem nú er að líða hefur í Stykkis- hólmi verið 1,5°C hlýrri en í með- alári (vedur.is, 2004; Trausti Jóns- I son, munnleg heimild). Sá staður er í fyrmefndri grein sagður segja vel til um meðalhita á landinu í heild. Því má reikna með að spara j megi áburðargjöf þetta árið, án j þess að það bitni á uppskem. Þar sem fymingar em ríf- legar, má helst hugsa sér að bera lítið eða ekkert á lakasta hluta tún- anna, t.d. þann hluta sem vaxinn er snarrót að vem- legu leyti. Upp- skemmikil tún í góðri rækt ættu þó Tafla 1. Áhrif vetrarhita í Stykkishólmi á köfnunarefnisáburðargjöf í tilraun 437-77 á Hvanneyri Hitafrávik°C kg N kq P kq K 1,5 71 30 66 1,0 77 30 68 0,5 85 30 72 0,0 96 30 78 -0,5 111 30 86 -1.0 132 30 96 (Heimild: Páll Bergþórsson, 1996) eftir Baldur H. Benjamínsson, nautgripa- ræktarráðu- naut hjá Bænda- samtökum Islands að fá sem næst fullum áburðar- skammti. I fyrmefndri grein var einnig skýrt frá tilraunum á Hvanneyri sem höfðu það að markmiði að kanna áhrif þess að stilla áburðarmagn eftir hita næst- liðins vetrar. Þar náðist með tals- verður öryggi (83%) að stýra áburðarmagni eftir vetrarhita, án þess að það bitnaði á gæðum upp- skemnnar eða magni. Eins og sjá má í töflu 1. sem fengin er úr grein Páls, má minnka köfnunar- efnisgjöf (N) um réttan fjórðung, miðað við frávik á meðalhita ný- liðins vetrar, til þess að fá þá upp- skem sem búast má við í meðal árferði. Hér er um áburðargjöf að ræða sem er sniðin að jarðvegsgerð á Hvanneyri (mýrarjarðvegur), þess þarf að taka tillit til. Algengt er að bera 15-25 kg af P og 40-60 kg af K á t.d. valllendi. Það er ljóst að víða er þörf að koma böndum á heyskapinn ef svo má segja. Aætla má að kostn- aður við plastið utan um umfram- heyin nemi 50 milljónum króna árlega. Fyrir þá upphæð má gera ýmislegt, t.d. byggja eitt gott fjós. Heimildir: Páll Bergþórsson, 1996. Hitafar og gróður. Búvísindi, 10, 1996: 141-164. Vedur.is, 2004. Heimasiða Veður- stofu íslands, uppl. 19. apríl 2004. 12 - Freyr 3/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.