Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.2004, Qupperneq 10

Freyr - 01.04.2004, Qupperneq 10
Súrkornsbás. Áður stilltum við sem mest inn á haustburð en nú horfi ég meira á aldur kvígnanna, hvenær þeim er haldið, þannig að þær koma jafnt og þétt inn. Þetta er líka afger- andi þáttur til að fullnýta mjaltar- ann. Eg tel hiklaust að unnt sé að framleiða yfir 400 þúsund lítra af mjólk með einum mjaltara en þá verður að passa vel upp á að dreifa burðartímanum. Þá eru allt- af kýr að fara og aðrar að koma inn og það skapar ákveðið rými varðandi heildarijöldann. Endurnýjunin ? Það er e.t.v. sérstakt fyrir Eg- ilsstaðabúið að við höfum lengi verið mikið i kjötframleiðslu og þá ekki síst af holdanautablend- ingum og við fengum ekki þessa blendingskálfa nema með því að sæða mjólkurkýrnar með holda- nautasæði sem lengi vel var ein- göngu af Gallowaykyni, en síðar af Aberdeen Angus og Limous- in. það þýddi það að við fengum ekki mjólkurkýr af eigin upp- eldi. Það hefur líka um langan aldur verið keypt mikið af kálfum til kjötframleiðslu inn á búið, eink- um nautkálfum en einnig kvígum en fáir blendingar því að þeir eru ekki á boðstólnum. Þá var maður kominn i þá stöðu að þurfa að fá í viðhaldið og við keyptum þá allar kvígur sem við gátum náð í. Auðvitað spurði maður þá um það hvort þær væru undan þokkalegum kúm en það var auðvitað ljóst að bændur voru ekki að selja okkur bestu kvígum- ar. En oft á tiðum voru þetta ágæt- ar kýr en líka misjafnar. Hvernig erþelta núna? Núna sæðum við miklu meira með íslenskum nautum og pælum meira í eiginleikum þeirra og sækjumst þá eftir nautum sem gefa m.a. góða júgurgerð, góðar mjaltir og hátt prótein í mjólk. Kjötframleiðsla AF NAUTGRIPUM Nánar um kjötframleiðslu af nautgripum. Hún á sér langa sögu á Egilsstöðum? Já, það er nokkuð löng hefð fyr- ir þessu á Egilsstöðum. Upphafið má kannski rekja til þess að amma mín, Sigríður Fanney Jónsdóttir, rak hótel á Egilsstöðum með til- heyrandi veitingasölu og þurfti til þess kjöt sem hún fékk þá ffá bú- inu, þ.m.t. nautgripakjöt. Eg býst við að þetta hafi hvatt þá feðga til að gefa þessari búgrein meiri gaum. Þeir urðu snemma áhuga- samir um innflutninginn á naut- gripakynjum til kjötframleiðslu og upp úr 1960 fengu þeir Gallo- way naut frá Gunnarsholti til að ala undan holdagripi. Þannig þróaðist þetta yfir í framleiðslugrein á búinu og til margra ára gaf nautakjötsfram- leiðslan eins mikið í brúttótekjur og stundum meira en mjólkin. Það voru byggð hús uppi í skógi, efra landinu, sem við köllum, þar sem er pláss fyrir um 180 gripi því að gamla fjósið var orðið takmark- andi fyrir búreksturinn, en á hinn bóginn mikið vinnuafl að alast upp, ég á fimm bræður og Ingimar á fimm böm. Allir bræður mínir unnu við búið á námsámm sínum, að vísu mismikið, og böm Ingi- mars líka og það varð að hafa eitt- hvað fyrir þennan mannskap að gera. Þetta var hluti af því að bú- sumsvifin jukust. Svo heldur þetta áfram og þrátt fyrir allt verðstríð er framleitt svipað magn afnauta- kjöti enda aðstaðan öll fyrir hendi. Hvernig fóðrar þú gripina? Allt ungviði er fóðrað á mjólk þó að maður reyni að koma því sem fyrst af henni. Auk þess hafa kálfarnir stöðugan aðgang að kjamfóðri frá því þeir vilja snerta við því. Svo fóðmm við mikið á heimaræktuðu byggi og fiskimjöli |10 - Freyr 3/2004

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.