Freyr - 01.04.2004, Qupperneq 12
Gamla fjósið á Egilsstöðum.
þarf að vera alveg klárt að sá sem
ætlar að fá gott kjöt hann geri það.
Ég vil meina að þama hafi ekki
bara kjötvinnslumar bragðist okkur
bændum, heldur líka verslanimar.
Ég eygi þó von um að það fari að
rætast úr þessu. Það er farið að
vanta kjöt en verðið er ekki farið að
koma upp svo að orð sé á gerandi.
Sérð þú ekki þá hœttu, ef sam-
dráttuv í framboði á nautakjöti
heldur áfram, aó innflutningur
fari að taka meira og meira yfir
þennan markað?
Jú, ég held að það sé aðalhætt-
an. Það er ástæðan fyrir því að það
er nauðsynlegt að þessi búgrein
haldi velli. Ef hún verður undir þá
eru bændur að henda frá sér þeim
verðmætum sem felast í fram-
leiðslu nautakjöts.
Ég er alveg viss um það að um
leið og það fer að vanta nautakjöt
þá verður heimtaður innflutning-
ur, með kröfu um niðurfellingu á
tollum og allt slíkt.
Mjólkurframleiðsla á Aust-
URLANDI
Mjólkurframleiðsla á Austur-
landi hefur verið að dragast sam-
an. Veldur það ykkur ekki áhyggj-
um, t.d. varðandi rekstur samlags-
ins á Egilsstöðum?
Það er ekkert flókið, við, sem
ætlum okkur að vera í mjólkur-
framleiðslu, höfum stórar áhyggj-
ur af þessu. En lausnin er ekki
auðfúndin. Við, sem eftir eram,
höfum verið að stækka við okkur
og nettóminnkun á mjólk hefur
ekki verið svo mikil, en hér eftir
höfúm við ekki mikla stækkunar-
möguleika, en þó einhverja sumir.
Ahyggjuefnið er hins vegar að
það á sér stað sáralítil endumýjun
í hópnum og næstum því engin.
Hvað er mjólk sótt langt í Egils-
staði?
Suður að Almannaskarði í
Homafirði og norður að Smjör-
vatnsheiði. Búið á Egilsstöðum er
núna rekið af Mjólkurbúi Flóa-
manna og það var gæfuspor að
sameinast því. Búið gengur mjög
vel og allir mjög ánægðir með
þetta, ekki síst stjóm Mjólkurbús
Flóamanna. I búinu eru fram-
leiddar dagvörur af mjólk og síð-
an Mozzarellaostur og sú fram-
leiðsla hefur verið stóraukin eftir
að Flóabúið tók við. Nýi eigand-
inn jók sérhæfinguna á búinu og
keypti ný tæki og flutti mjólk að
beinlínis í þessa framleiðslu.
Mozzarellaosturinn er mest notað-
ur í pitsugerð.
Á síðasta deildarfundi hjá okk-
ur var Birgir Guðmundsson,
mjólkurbússtjóri MBF, spurður
um þessa stöðu, þ.e. hve mikið
mjólkin mætti minnka hjá okkur
áður en búinu yrðu lokað og hann
sagði að þau mörk væru ekki til í
þeirra huga ennþá og það stæði
ekkert til. Auk þess hefðu þeir
möguleika á að ná í mjólk lengra
vestur í Hornafirði og flytja aust-
ur.
Þetta breytir því þó ekki að
framleiðendum mun fækka á okk-
ar svæði. Það eru þar bú þar sem
framleiðsluaðstaðan er orðin úr-
elt. Svo era dæmi um jarðir þar
sem kvótinn hefur verið seldur en
fólkið býr áfram og þar tapast
framleiðslumöguleikar.
Nýtt mjólkurkúakyn
Þú hefur lengi verið fylgjandi
innjlutningi á nýju mjólkurkúa-
kyni?
Það vita allir, sem vilja vita,
að ég hef lengi verið yfirlýstur
stuðningsmaður þess og ég er
ekki laus við það ennþá. Reynd-
ar ber ég fulla virðingu fyrir því
ef íslensku kýmar eru að fram-
leiða mjólk sem er meira virði
en mjólk úr innfluttum kúm, þ.e.
hvað varðar vörn gegn sykur-
sýki. Þetta er hins vegar fyrir
hendi í öðrum kynjum og það er
hægt að velja til innflutnings
með tilliti til þess enda var það
gert þegar fósturvísarnir voru
valdir í Noregi hér um árið. Ég
hefði viljað fá þetta skýrar fram
og finnst fádæma vitlaust að
ekki var farið í þann innflutning
og tilraunastarf sem til stóð fyrir
nokkrum árum og búið var að
undirbúa. Þá hefði verið hægt að
svara ýmsum spurningum í dag
112 - Freyr 3/2004