Freyr - 01.04.2004, Síða 15
Tafla 1 sýnir á venjubundinn
hátt yfirlit um helstu ijölda- og
meðaltalstölur um skýrsluhaldið á
einstökum búnaðarsambands-
svæðum, ásamt tilsvarandi tölum
fýrir landið allt. Fyrir Suðurland
er tölum eins og áður skipt eftir
gömlu nautgriparæktarsambands-
svæðunum. Bú í skýrsluhaldinu
árið 2003 voru samtals 722 og
hefiir því fækkað um 13 frá árinu
áður. Fækkun er þannig heldur
minni en verið hefur nokkur allra
síðustu árin. A því eru tvær skýr-
ingar. Önnur er sú að nokkuð hef-
ur nú dregið úr þeirri hröðu fækk-
un mjólkurffamleiðenda sem ver-
ið hefur síðustu árin. Hin er sú að
nokkur fjöldi búa, sem hafa ekki
verið með í skýrsluhaldinu, byrj-
aði skýrsluhald á árinu. Nokkur
hluti þeirra hóf skýrsluhald sam-
hliða því að einstaklingsmerking-
ar voru teknar upp. Rétt er að
benda þeim mjólkurframleiðend-
um, sem enn standa utan skýrslu-
haldsins, að hugleiða hvort ekki
sé ástæða til að byrja nú skýrslu-
hald og nota það þannig um leið
sem hjarðbók vegna einstaklings-
merkinganna.
Kýr, sem koma á skýrslu á ár-
inu, teljast samtals 28.721
(28.375) og hefur því fjölgað um
1,2% á sama tíma og kúm í land-
inu fer fækkandi. Bent skal á að
þar sem tölur eru í sviga eru það
sambærilegar tölur úr skýrslu-
haldinu fyrir árið 2002. Reiknaðar
árskýr eru 20.503,4 (20.734,4) og
fækkar þeim því lítillega. Breyt-
ingar í fjölda skýrslufærðra kúa
og árskúa eru því öndverðar við
það sem var árið áður og megin-
skýring á því er vafalítið að lang-
stærstur hluti nýrra skýrsluhaldara
árið 2003 hóf sitt skýrsluhald á
síðustu mánuðum ársins á þeim
tíma þegar reglugerðin um ein-
staklingsmerkingar nautgripa tók
gildi.
Skýrsluhaldið er undirstaða
Mynd 1. Hlutfallsleg þátttaka mjólkurframleiðenda eftir héruðum árið 2003.
upplýsingaöflunar vegna ræktun-
arstarfsins í nautgriparækt hér á
landinu. Ekkert er ofsagt þó að
fullyrt sé að það er því aðeins
framkvæmanlegt að fyrir hendi sé
mikil og almenn þátttaka mjólkur-
framleiðenda í því. Eftir því sem
kúm fækkar í landinu reynir æ
meira á þennan þátt að þessu leyti.
Hlutfallsleg þátttaka í þessu starfi
er því beinn mælikvarði á hve vel
bændur standa að því að nýta
ræktunarmöguleikana sem kúa-
stofninn gefur um leið og þátttak-
an er líklega um leið besti mæli-
kvarði, sem hægt er að hafa, um
faglegan styrk greinarinnar að
öðm leyti.
Mynd 1 sýnir hlutfallslega þátt-
töku mjólkurffamleiðenda í þessu
starfí árið 2003 á hliðstæðan hátt
og gert hefur verið um árabil.
Þessi þátttaka er metin á þeim
gmnni að skoðað er hve mikið af
greiðslumarki til mjólkurfram-
leiðslu á hverju svæði er á búum
með skýrsluhald. Metið á þennan
hátt reiknast þátttakan fyrir landið
allt 88,7% sem er aukning um tæp
2% frá fýrra ári og því um leið að
sjálfsögðu það mesta sem nokkm
J sinni heftir verið. A síðustu þrem-
ur ártugum hefur hin hlutfallslega
þátttaka mjólkurframleiðenda í
þessu starfi aukist um yfír helm-
ing, úr rúmum 40%. Ljóst er að
þakið nálgast stöðugt. Landvinn-
ingar em samt enn mögulegir í
þessum efnum og meðan svo er þá
er engin ástæða til að láta staðar
numið. I mörgum hémðum er þátt-
taka þegar vel yfir 90%. Þegar
mögulegir landvinningar em
skoðaðir er samt best að skoða
hvar mjólkurmagnið utan skýrslu-
halds er að fínna og til þess er
myndin ekki góð vegna þess hve
svæðin em misstór. Slík skoðun
sýnir hins vegar að yfir fjórðung
mjólkurframleiðslunnar utan
skýrsluhalds í öllu landinu er að
finna í Rangárvalla- og Vestur-
Skaftafellssýslum og er það eina
svæðið á landinu þar sem enn er
að finna talsverðan fjölda af vem-
lega stómm búum í mjólkurfram-
leiðslu sem ekki em með skýrslu-
hald. Síðan kemur Amessýsla með
14% til viðbótar, Borgarfjörður er
með 11% og á Austurlandi og í
Eyjafirði em 9% á hvom svæði og
í Skagafirði 8%. Á þessum svæð-
um þurfa því breytingar öðru
fremur að gerast til að nokkuð
verða sem um munar
Eins og á síðasta ári vom yfir
þúsund kýr skýrslufærðar i tveim-
ur félögum og flestar i Nf. Austur-
Húnvetninga þar sem þær vom
1189 og fast á hæla þess kemur
Nf. Hrunamanna með 1160. Rétt
er um leið að minnast þess að það
Freyr 3/2004- 15 |