Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2004, Side 35

Freyr - 01.04.2004, Side 35
Stígur 97010. Rauður litur ríkjandi meðal dætra hans. Bolrými I tæpu meðal- lagi. Áberandi vel borið júgur. rannsókn notað ívíð meira en al- mennt gerist hjá ungnautunum, auk þess sem litur dætranna mar- gra heíur ekki dregið úr að þær væru settar á. Flest nautin eiga 50- 80 dætur, þannig að um þessa þætti em komnar miklu umfangsmeiri upplýsingar en áður var. Þetta hef- ur gerst með því að fleiri aðilar koma að dómstörfúm. Enginn einn er því að skoða jafn margar kýr undan hveiju nauti eins og var meðan aðeins einn aðili skoðaði allar kýmar. Þess vegna fæst jafn- vel ekki jafn skýr heildannynd af einstökum hópum eins og áður var. Þriðji upplýsingagrunnurinn, sem ákaflega miklu máli skiptir, em þær upplýsingar sem fást með spumingalistanum “mjaltaathug- un”, sem notaður hefúr verið í á þriðja áratug. Þó að dómaramir þar séu stór hluti mjólkurframleiðenda í landinu og viðhorfm því vafalítið talsvert breytileg em þessar niður- stöður feikilega mikilvægar. Byrjum þá á að skoða niður- stöður sem fram koma við skoðun á dætmnum. Þó að um áratuga skeið hafí verið unnið að því að gera islensku kýmar kollóttar er samt vemlegur fjöldi gripa enn sem hefúr duldar erfðir fyrir hom- um, þó að hlutfall þannig nauta í þessum hópi sé talsvert lægra en var í siðasta árgangi. Hjá eftirtöld- um nautum komu fram duldar erfðir fyrir homum (nautin geta gefið hymdar dætur, ef kýrin erfir þann eiginleika einnig frá móður sinni); Fákur 97009, Kóri 97023, Stallur 97025, Randver 97029, Kubbur 97030, Þverteinn 97032, Tígull 97036, Tumi 97039 og Sópur 97040. Á það má benda, sem fram kemur síðar í greininni, að öll þessi naut fengu jákvæðan heildardóm fyrir dætur sínar. Greinilegt var að nautin vom að skila nokkuð misstórum kúm. Naut sem gáfú mikið af stómm og sterklegum kúm voru Sekkur 97004, Nagli 97005, Brimill 97016, Nári 97026, Homfírðingur 97031 og Rosi 97037. Naut sem hins vegar gefa talsvert af fremur smávöxnum kúm eru Teinn 97001, Stöpull 97021, Póstur 97028, Kubbur 97030, Hersir 97033, Tígull 97036 og Sópur 97040. Ekki koma fram í neinum af þessum hópum neinir áberandi gallar í skrokkbyggingu, dætur Teins 97001 em að vísu margar fremur grannbyggðar og aðeins veikbyggðar kýr og eins bar að- eins á veikri byggingu hjá dætmm Randvers 97029. Glæsilegasta skrokkbyggingu var að sjá hjá dætmm Þverteins 97032, eins og hann á kyn til, sérstaklega var áberandi sterkleg fótstaða hjá mörgum af dætmm hans. Margar af dætmm Homfirðings 97031 em feikilega öflugar og sterklega kýr að bolbyggingu og það sama má segja um kýr undan Byl 97002, Nára 97026 og Rosa 97037. Júgurgerð hjá dætrum þessara nauta er í heildina sterkleg og góð og engin naut koma fram með áberandi galla í þeim efnum. 1 heildina er slakasta júgurgerðin hjá dætmm Homfírðings 97031. Áberandi góð og vel borin júgur em hjá dætmm Stígs 97010 og mikið af kostagripum að þessu leyti einnig í hópum undan naut- um eins og Byl 97002, Sekk 97004, Fák 97009, Stalli 97025, Pósti 97028, Kubb 97030 og Þverteini 97032. Rétt er að nefna að margar af dætrum Brimils 97016 hafa mjög vel lagað júgur en talsvert þungt og því oft ekki nægjanlega vel borið. Spenagerð hjá dætmm þessara nauta er talsverð breytileg og nokkuð ber á fúll löngum og gróf- um spenum þó að kýmar séu að vísu enn fleiri sem hafa netta, vel lagaða og rétt setta spena. Nokkuð algengt er að sjá full grófa spena hjá mörgum sona Þymis 89001. Mesta spenagalla er að finna hjá dætmm Fanna 97018, Homfirð- ings 97031 og Tuma 97039, en nokkuð einnig hjá dætmm Kubbs 97030 og Brúsa 97035. Kosti í spenagerð er mesta að finna hjá dætrum Teins 97001, Stöpuls 97021, Pósts 97028, Þverteins 97032, Hersirs 97033 og Rosa 97039. Aukaspenar eru skráðir við skoðun og ætíð kemur fram talsverður munur á milli hópa í Freyr 3/2004 - 351

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.