Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 7

Andvari - 01.01.2010, Side 7
Frá ritstjóra Þegar íslenskt sjónvarp varð til Á þessu ári eru liðin áttatíu ár síðan Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína, 20. des- ember 1930. Þannig á þessi starfsemi, miðlun „á öldum ljósvakans“ eins og gjarnan var tekið til orða fyrr á tíð, að baki sér í landinu sögu sem spannar langa mannsævi. Um Ríkisútvarpið, starf þess og áhrif í þjóðlífinu, má margt segja. Sá sem þetta ritar tók saman bók um sögu þess fyrstu þrjá áratugina sem út kom 1997 og nefnist Útvarp Reykjavík. Um það sem hefur borið við í útvarpsmálum síðustu hálfa öld hefur hins vegar fátt verið samið heildstætt. Framvinda þeirra var auðvitað samstiga öðrum breytingum og framförum í þjóðlífinu sem fjölmiðill speglar á hverjum tíma. Utvarpsdagskráin lengdist jafnt og þétt og fréttaþjónustan efldist með þróun tækninnar, efnisframboð jókst. Rás tvö hóf starfsemi árið 1983, skömmu áður en útvarpsrekstur varð heimill einkaaðilum og útvarpsstöðvar urðu í framhaldinu fleiri en svo að menn hendi almennt reiður á því. Þá voru settar á fót stöðvar Ríkisútvarpsins í þremur landshlutum, á Akureyri, Egilsstöðum og ísafirði, enda skilgreinir stofnunin sig réttilega svo að hún sé „útvarp allra landsmanna“. Það er illa farið ef sá grimmi niðurskurður sem Ríkisútvarpið eins og aðrar ríkisstofn- anir hefur orðið að sæta síðustu misseri veikir að miklum mun starfsemi þess á landsbyggðinni og rýrir þar með gildi þessa ágæta kjörorðs hins áttræða þjóðarútvarps. Mestu tíðindin í sögu Ríkisútvarpsins síðustu hálfa öld eru vitaskuld þau að hafinn var rekstur sjónvarps á vegum þess árið 1966. Það mál átti langan og nokkuð sérstæðan aðdraganda. - Á árinu 2010 féll frá sá forustumaður í útvarpsmálum sem einna mestan þátt átti í að koma íslensku sjónvarpi á lagg- irnar. Það er Benedikt Gröndal, ritstjóri, alþingismaður og ráðherra. Hann var lengst allra við stefnumótun útvarpsmála, var formaður útvarpsráðs nærfellt óslitið frá 1957 til 1972. Sá tími spannar aðdraganda sjónvarps, stofnun þess og fyrstu starfsár. Sjónvarp var sérstakt áhugamál Benedikts frá öndverðu, hann hvatti fyrstur manna til þess opinberlega að hugað yrði að sjónvarps- rekstri á íslandi af fullri alvöru. Og hann fékk brátt aðstöðu til að hrinda þessu áhugamáli sínu fram. I minningu Benedikts verða nú rifjaðir upp
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.