Andvari - 01.01.2010, Page 7
Frá ritstjóra
Þegar íslenskt sjónvarp varð til
Á þessu ári eru liðin áttatíu ár síðan Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína, 20. des-
ember 1930. Þannig á þessi starfsemi, miðlun „á öldum ljósvakans“ eins og
gjarnan var tekið til orða fyrr á tíð, að baki sér í landinu sögu sem spannar
langa mannsævi. Um Ríkisútvarpið, starf þess og áhrif í þjóðlífinu, má margt
segja. Sá sem þetta ritar tók saman bók um sögu þess fyrstu þrjá áratugina
sem út kom 1997 og nefnist Útvarp Reykjavík. Um það sem hefur borið við í
útvarpsmálum síðustu hálfa öld hefur hins vegar fátt verið samið heildstætt.
Framvinda þeirra var auðvitað samstiga öðrum breytingum og framförum í
þjóðlífinu sem fjölmiðill speglar á hverjum tíma. Utvarpsdagskráin lengdist
jafnt og þétt og fréttaþjónustan efldist með þróun tækninnar, efnisframboð
jókst. Rás tvö hóf starfsemi árið 1983, skömmu áður en útvarpsrekstur varð
heimill einkaaðilum og útvarpsstöðvar urðu í framhaldinu fleiri en svo að
menn hendi almennt reiður á því. Þá voru settar á fót stöðvar Ríkisútvarpsins
í þremur landshlutum, á Akureyri, Egilsstöðum og ísafirði, enda skilgreinir
stofnunin sig réttilega svo að hún sé „útvarp allra landsmanna“. Það er illa
farið ef sá grimmi niðurskurður sem Ríkisútvarpið eins og aðrar ríkisstofn-
anir hefur orðið að sæta síðustu misseri veikir að miklum mun starfsemi þess
á landsbyggðinni og rýrir þar með gildi þessa ágæta kjörorðs hins áttræða
þjóðarútvarps.
Mestu tíðindin í sögu Ríkisútvarpsins síðustu hálfa öld eru vitaskuld þau
að hafinn var rekstur sjónvarps á vegum þess árið 1966. Það mál átti langan
og nokkuð sérstæðan aðdraganda. - Á árinu 2010 féll frá sá forustumaður í
útvarpsmálum sem einna mestan þátt átti í að koma íslensku sjónvarpi á lagg-
irnar. Það er Benedikt Gröndal, ritstjóri, alþingismaður og ráðherra. Hann var
lengst allra við stefnumótun útvarpsmála, var formaður útvarpsráðs nærfellt
óslitið frá 1957 til 1972. Sá tími spannar aðdraganda sjónvarps, stofnun þess
og fyrstu starfsár. Sjónvarp var sérstakt áhugamál Benedikts frá öndverðu,
hann hvatti fyrstur manna til þess opinberlega að hugað yrði að sjónvarps-
rekstri á íslandi af fullri alvöru. Og hann fékk brátt aðstöðu til að hrinda
þessu áhugamáli sínu fram. I minningu Benedikts verða nú rifjaðir upp