Andvari - 01.01.2010, Síða 8
6
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
nokkrir drættir í sögunni um aðdraganda og upphaf sjónvarpsins. Svo fer um
marga hluti að þeir virðast fljótlega svo sjálfsagðir að menn leiða lítt hugann
að því mikla starfi og baráttu sem það kostaði að koma þeim á fót, hvað þá
að minnst sé þeirra manna sem þar gengu fram fyrir skjöldu.
*
Árið 1939 mun sjónvarp hafa fyrst verið kynnt á íslandi með grein Gunnlaugs
Briem verkfræðings í Utvarpstíðindum. Það var þremur árum eftir að breska
sjónvarpið hóf starfsemi. Eftir stríð hófst á ný umræða um þessi mál; Útvarps-
tíðindi birtu næst grein um málið árið 1945 og segir þar að Bretar og Banda-
ríkjamenn áformi geysimikla aukningu sjónvarpsstarfsemi. Islendingar
horfðu þegar á þessum árum fram til sjónvarps. Sést það á uppdráttum af
byggingum yfir Ríkisútvarpið sem reisa átti á Melunum 1945-50 og banda-
rískur arkitekt teiknaði. Þar var gert ráð fyrir sérstöku húsi yfir sjónvarp, en
aldrei varð neitt úr þessum áformum.
Árið 1954 settu forráðamenn Ríkisútvarpsins fyrst fram hugmyndir um
sjónvarpsrekstur á íslandi og Gylfi Þ. Gíslason, síðar menntamálaráðherra,
flutti tillögu um að heimila ríkisstjórn að rannsaka skilyrði til sjónvarps hér á
landi. Eitthvað var þetta athugað og rætt um tilraunasendingar í tilefni 25 ára
afmælis Ríkisútvarpsins í desember 1955. Á þessum tíma var sjónvarp komið
á mikið útbreiðsluskeið á Vesturlöndum. Það ýtti undir áformin hérlendis að
bandaríski herinn eða varnarliðið hafði sótt um og fengið leyfi til útvarps-
rekstrar 1953 og ári síðar hóf varnarliðið að reka einnig sjónvarp. Þótt stöðin
væri veik í fyrstu varð hún til þess að landsmenn kynntust þessari fjölmiðl-
unartækni og áhugamenn taka brátt að reka áróður fyrir því að Islendingar
sjálfir fari á stúfana með sjónvarp fyrir sig. Benedikt Gröndal, sem þá var rit-
stjóri Samvinnunnar, var þar fremstur í flokki. í byrjun árs 1956 skrifar hann
ritstjórnargrein undir fyrirsögninni „Hví ekki sjónvarp strax?“ Þar segir:
Um það verður ekki deilt, að sjónvarpið á eftir að koma til íslands. Þjóð þar sem tíundi
hver maður á bifreið og þriðja hvert heimili ísskáp, hlýtur einnig að taka sjónvarpið í
þjónustu sína. Hér á landi er spurningin aðeins sú, hvort það muni verða eftir 2-4 ár
eða 10-15 ár. Það getur farið eftir viðhorfi forráðamanna þessara mála og forustumanna
þjóðarinnar allrar. (Samvinnan, 1, 1956)
Benedikt ræðir nokkuð um dagskrárefni sjónvarpsins og þá eingöngu um
framleiðslu innlends efnis. Hann gerir ráð fyrir l-2ja klukkustunda útsend-
ingu dag hvern. - Sama ár og Benedikt ritaði um málið í Samvinnuna var
hann kjörinn á þing og 8. janúar 1957 varð hann formaður útvarpsráðs. Frá
upphafi var ætlunin að sjónvarpsrekstur yrði á vegum Ríkisútvarpsins eins
og gerst hafði í nálægum löndum. Ríkisútvarpið tók að knýja á um málið af
meiri þunga jafnskjótt og Benedikt settist í útvarpsráð. Var samþykkt í ráðinu