Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 12

Andvari - 01.01.2010, Side 12
10 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI ekki hjá því farið að íslendingar krefðust síns eigin sjónvarps, annað hefði verið furðuleg lítilþægni. Sjónvarpsnefndin skilaði ítarlegri skýrslu í mars 1964 þar sem farið var yfir alla þætti málsins, fjárhagslegar forsendur, tækniaðstoð þar sem leitað yrði samstarfs við erlend sjónvarpsfyrirtæki, dreifingu efnis og dagskrárstefnu. Sérstaklega var rætt um innlent efni, enda forsenda sjónvarps á íslandi að það sýni íslenskt þjóðlíf. Sjónvarpið var skilgreint sem útvarp og þess vegna þurfti ekki lagasetningu til að hefja rekstur þess. Hins vegar þurfti á að halda útsjónarsemi til að búa tryggilega um hnútana. Benedikt Gröndal lýsti því í útvarpserindi árið 1970: Nú komu að góðu haldi ráð sem gamlir þingmenn stundum kenna ungum. Þingið var langt komið í meðferð á frumvarpi að nýrri tollskrá, og heillaráðið var að hengja sjónvarpið aftan í tollskrána. Það var raunar ekki svo langsótt, því að ráðstöfun á tolltekjum af sjónvarpstækjum var kjarni málsins. Þessi hugmynd var borin undir ráðherra, fyrst Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráðherra og síðan Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra. Fékkst samþykki allrar ríkisstjórnar- innar, og varð að ráði að gera á síðasta snúning þá breytingu við tollskrána, að ríkisstjórninni skyldi heimilt að ákveða, að aðflutningsgjöldum af sjónvarpstækjum og hlutum í þau mætti verja til stofnkostnaðar sjónvarps. Þegar hin nýja tollskrá varð að lögum, hafði verið lagður fjárhagslegur grundvöllur að íslensku sjónvarpi. (Eimreiðin 1, 1971). Ríkisstjórnin ákvað að nota sér lagaheimildina um nýtingu aðflutningsgjalda af sjónvarpstækjum frá 1. júlí 1964. Þar með var loks hægt að hefja mark- vissan undirbúning að stofnun sjónvarpsins og var bráðlega ákveðið að hefja starfsemina á árinu 1966. I árslok 1964 var fyrsti starfsmaður sjónvarpsins ráðinn, Pétur Guðfinnsson. Hann stýrði undirbúningsstarfinu vegna sjón- varpsframkvæmda og var síðan framkvæmdastjóri Sjónvarps um áratuga- skeið. * Sjónvarp Ríkisútvarpsins hóf starfsemi sína 30. september 1966. Farið var hægt af stað og dagskrá stutt, en smám saman færðust menn í aukana, útsend- ingardögum fjölgaði og furðu fljótt tókst að dreifa sendingum um allt land. Ahrif sjónvarpsins á þjóðlífið urðu skjótt mikil. Sem að líkum lætur hafa ekki ræst allar vonir sem við það voru bundnar. Einkum hefur framleiðsla á innlendu efni, sem vitaskuld er meginhlutverk hverrar sjónvarpsstöðvar sem vill standa undir nafni, verið allmiklu minni en ætlunin var. Það kom æ betur í ljós eftir að öðrum var leyft að reka sjónvarpsstöðvar, hversu óheppilegt er fyrir ríkisfjölmiðil að þurfa að keppa um auglýsingatekjur við aðrar stöðvar. Það leiðir til þess að erlent afþreyingarefni, amerískar sápur og þess háttar léttmeti, verður miklu fyrirferðarmeira á dagskránni en æskilegt væri, ef litið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.