Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2010, Page 18

Andvari - 01.01.2010, Page 18
16 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI Þau Ingibjörg og Elís gengu í hjónaband 1905 og eignuðust tvö börn, Guðrúnu og Guðmund. Bjuggu þau síðast á Njálsgötu 5. Ingibjörg varð háöldruð. Hún lést 18. október 1964.7 Átti Björn Ólafsson því fimm hálfsystkini, er upp komust, Ólaf og Guðríði í Vesturheimi, Bjarna Guðmundsson, sem varð járnsmiður í Borgarnesi, og þau Guðrúnu og Guðmund. I Reykjavík stundaði Björn Ólafsson aðeins skólanám í þrjá vetur. Vann hann einnig við það að sendast með mjólk úti á Seltjarnarnesi. Hann gerðist póstþjónn þrettán ára að aldri 1908, en pósthúsið var þá í gamla barnaskólahúsinu á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis (þar sem talsvert síðar var lögreglustöð). Það fluttist árið 1915 í nýtt hús, sem reist var á næstu lóð, sunnan megin, á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis, þar sem það stendur enn. Sama árið, 1915, varð Björn forstöðumaður bögglapóststofunnar og stóð þá á tvítugu. Var hann þá stundum kallaður „Bjössi í gatinu“, því að hann rétti mönnum böggla sína í gegnum eins konar gat í afgreiðslusal pósthússins.8 Margir sam- starfsmenn Björns í Pósthúsinu urðu vinir hans alla ævi, þar á meðal Páll Steingrímsson, síðar ritstjóri Vísis, og Hallgrímur Benediktsson, síðar heildsali (faðir Geirs forsætisráðherra).9 Á þessum vinnustað kynntist Björn þó mest og best Þórði Sveinssyni, sem var tíu árum eldri. Þórður var frá Húsavík á Tjörnesi, bróðir Benedikts Sveinssonar skjalavarðar, föður Bjarna forsætisráðherra og þeirra systkina. Voru þeir Björn og Þórður báðir kappsamir menn og framgjarnir. Um þær mundir urðu miklar breytingar á utanríkisverslun íslendinga, sem hafði í þúsund ár verið í höndum útlendinga. Þótt verslunarfrelsi fengist um miðja nítjándu öld, höfðu danskir kaupmenn haldið ítökum sínum og umsvifum, svo að Hannes Hafstein óskaði sér á komandi öld þjóðar „með verslun eigin búða“. En í Norðurálfuófriðnum mikla 1914-1918 rofnuðu margvísleg tengsl íslands við Danmörku. Landið var þá í raun undir stjórn Breta. Sáu ungir menn eins og þeir Björn og Þórður þá tækifæri til að leysa danska kaupmenn af hólmi. Þórður Sveinsson stofnaði fyrst Viðskiptafélagið og síðar Þórður Sveinsson & Co. Vinur hans, Björn Olafsson, hætti á Pósthúsinu 1916 og gerðist verslunarfulltrúi, en varð 1918 meðeigandi að Þórði Sveinssyni & Co. Flutti fyrirtækið inn ýmsa vöru frá útlöndum, meðal annars þurrmjólk og veiðarfæri. En ýmsir erfiðleikar steðjuðu að versl- unarrekstri á Islandi upp úr 1920, meðal annars í „stóra krakkinu“, sem svo var nefnt. Gekk Þórður Sveinsson úr fyrirtækinu, sem bar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.