Andvari - 01.01.2010, Qupperneq 18
16
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
Þau Ingibjörg og Elís gengu í hjónaband 1905 og eignuðust tvö börn,
Guðrúnu og Guðmund. Bjuggu þau síðast á Njálsgötu 5. Ingibjörg varð
háöldruð. Hún lést 18. október 1964.7 Átti Björn Ólafsson því fimm
hálfsystkini, er upp komust, Ólaf og Guðríði í Vesturheimi, Bjarna
Guðmundsson, sem varð járnsmiður í Borgarnesi, og þau Guðrúnu og
Guðmund.
I Reykjavík stundaði Björn Ólafsson aðeins skólanám í þrjá vetur.
Vann hann einnig við það að sendast með mjólk úti á Seltjarnarnesi.
Hann gerðist póstþjónn þrettán ára að aldri 1908, en pósthúsið var þá
í gamla barnaskólahúsinu á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis (þar
sem talsvert síðar var lögreglustöð). Það fluttist árið 1915 í nýtt hús,
sem reist var á næstu lóð, sunnan megin, á horni Pósthússtrætis og
Austurstrætis, þar sem það stendur enn. Sama árið, 1915, varð Björn
forstöðumaður bögglapóststofunnar og stóð þá á tvítugu. Var hann þá
stundum kallaður „Bjössi í gatinu“, því að hann rétti mönnum böggla
sína í gegnum eins konar gat í afgreiðslusal pósthússins.8 Margir sam-
starfsmenn Björns í Pósthúsinu urðu vinir hans alla ævi, þar á meðal
Páll Steingrímsson, síðar ritstjóri Vísis, og Hallgrímur Benediktsson,
síðar heildsali (faðir Geirs forsætisráðherra).9 Á þessum vinnustað
kynntist Björn þó mest og best Þórði Sveinssyni, sem var tíu árum
eldri. Þórður var frá Húsavík á Tjörnesi, bróðir Benedikts Sveinssonar
skjalavarðar, föður Bjarna forsætisráðherra og þeirra systkina. Voru
þeir Björn og Þórður báðir kappsamir menn og framgjarnir. Um þær
mundir urðu miklar breytingar á utanríkisverslun íslendinga, sem hafði
í þúsund ár verið í höndum útlendinga. Þótt verslunarfrelsi fengist um
miðja nítjándu öld, höfðu danskir kaupmenn haldið ítökum sínum og
umsvifum, svo að Hannes Hafstein óskaði sér á komandi öld þjóðar
„með verslun eigin búða“. En í Norðurálfuófriðnum mikla 1914-1918
rofnuðu margvísleg tengsl íslands við Danmörku. Landið var þá í raun
undir stjórn Breta. Sáu ungir menn eins og þeir Björn og Þórður þá
tækifæri til að leysa danska kaupmenn af hólmi.
Þórður Sveinsson stofnaði fyrst Viðskiptafélagið og síðar Þórður
Sveinsson & Co. Vinur hans, Björn Olafsson, hætti á Pósthúsinu
1916 og gerðist verslunarfulltrúi, en varð 1918 meðeigandi að Þórði
Sveinssyni & Co. Flutti fyrirtækið inn ýmsa vöru frá útlöndum, meðal
annars þurrmjólk og veiðarfæri. En ýmsir erfiðleikar steðjuðu að versl-
unarrekstri á Islandi upp úr 1920, meðal annars í „stóra krakkinu“,
sem svo var nefnt. Gekk Þórður Sveinsson úr fyrirtækinu, sem bar