Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 19

Andvari - 01.01.2010, Side 19
ANDVARI BJÖRN ÓLAFSSON 17 nafn hans, 1923 og gerðist bankaritari, fyrst í Landsbankanum, síðan í Búnaðarbankanum.10 Átti Björn fyrirtækið einn eftir það. „Margir guggnuðu undan þunga örðugleikanna,“ skrifaði vinur hans síðar. „En ekki Björn Ólafsson. Með stakri árvekni, starfi og þrautseigju stýrði hann fleyi sínu í gegnum brim og boða erfiðleikatíma. Skóli þessara ára hefir án efa markað djúp spor og meðal annars skapað þá festu, þá óhagganlegu reglusemi og rótgróna öryggi í meðferð peningamála, sem honum er töm.“n Fyrirtækið var fyrst rekið í tveimur herbergjum í Fjalaklettinum, Aðalstræti 8, og var þá sími þess 701. Vorið 1921 fluttist Þórður Sveinsson & Co. í Hafnarstræti 16.12 Þar var fyrirtækið til húsa í áratug, en fluttist þá í Edinborgarhúsið, Hafnarstræti 10-12, og þá var sími þess orðinn 3701. Auk innflutnings sinnti fyrirtækið meðal annars sölu líftrygginga fyrir danskt tryggingafélag. Björn Ólafsson fékkst við ýmislegt fleira. Hann lét til dæmis prenta fyrir sig spil til að selja. Voru þau nefnd „Ugluspil“, og sá ísafoldarprentsmiðja um gerð þeirra. Voru þau fyrstu spilin, sem vitað er til, að hafi verið prentuð á Islandi.13 Björn Ólafsson var einn af stofnendum hlutafélagsins Hrogn og lýsi árið 1921, en því stjórnaði hinn kunni síldarspekúlant Óskar Halldórs- son, sem var góður vinur Björns. Aðrir stofnendur voru viðskiptafélagi Björns, Þórður Sveinsson, og bróðir hans, Benedikt Sveinsson bóka- vörður, Þórður Sveinsson yfirlæknir og Pétur Magnússon málflutnings- maður.14 Var skrifstofa félagsins í Hafnarstræti 16 (eins og heildsölu þeirra Björns og Þórðar), en lifrarbræðsla þess og hrognasöltun á Skildinganesi. Fyrirtækið starfaði í áratug.15 Af minningarorðum Björns um Óskar Halldórsson er bert, hvaða eiginleika annarra manna hann mat: „Óskar var frábærlega duglegur maður, og þrautseigja hans var sjaldgæf, er erfiðleikar steðjuðu að úr öllum áttum. Hann var greindur maður og hugkvæmur."16 Þegar hér var komið sögu, var Björn orðinn góður málamaður af sjálfsdáðum. Hafði hann lært frönsku í einkatímum hjá Thoru Friðriksson kennara. Talaði hann ensku, dönsku og frönsku reiprennandi. Vorið 1926 fór hann í erindum síldarútflytj- enda um Þýskaland, Tékkóslóvakíu, Danmörku, Svíþjóð og Noreg í því skyni að afla nýrra markaða. Meðal annars kynnti hann íslenska síld á mikilli vörusýningu í Prag í apríl. Best var honum þó tekið í Danmörku.17 Eftir að Björn hafði í skýrslu til stjórnarráðsins um síld- armarkað og síldarsölu gagnrýnt, að síld af misjöfnum gæðum væri blandað saman í tunnur, svo að erlendir aðilar styrktust „enn betur í vantrausti sínu á hinu opinbera matseftirliti á síldinni“, höfðaði Jón
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.