Andvari - 01.01.2010, Qupperneq 19
ANDVARI
BJÖRN ÓLAFSSON
17
nafn hans, 1923 og gerðist bankaritari, fyrst í Landsbankanum, síðan
í Búnaðarbankanum.10 Átti Björn fyrirtækið einn eftir það. „Margir
guggnuðu undan þunga örðugleikanna,“ skrifaði vinur hans síðar. „En
ekki Björn Ólafsson. Með stakri árvekni, starfi og þrautseigju stýrði
hann fleyi sínu í gegnum brim og boða erfiðleikatíma. Skóli þessara
ára hefir án efa markað djúp spor og meðal annars skapað þá festu,
þá óhagganlegu reglusemi og rótgróna öryggi í meðferð peningamála,
sem honum er töm.“n Fyrirtækið var fyrst rekið í tveimur herbergjum í
Fjalaklettinum, Aðalstræti 8, og var þá sími þess 701. Vorið 1921 fluttist
Þórður Sveinsson & Co. í Hafnarstræti 16.12 Þar var fyrirtækið til húsa
í áratug, en fluttist þá í Edinborgarhúsið, Hafnarstræti 10-12, og þá var
sími þess orðinn 3701. Auk innflutnings sinnti fyrirtækið meðal annars
sölu líftrygginga fyrir danskt tryggingafélag. Björn Ólafsson fékkst við
ýmislegt fleira. Hann lét til dæmis prenta fyrir sig spil til að selja. Voru
þau nefnd „Ugluspil“, og sá ísafoldarprentsmiðja um gerð þeirra. Voru
þau fyrstu spilin, sem vitað er til, að hafi verið prentuð á Islandi.13
Björn Ólafsson var einn af stofnendum hlutafélagsins Hrogn og lýsi
árið 1921, en því stjórnaði hinn kunni síldarspekúlant Óskar Halldórs-
son, sem var góður vinur Björns. Aðrir stofnendur voru viðskiptafélagi
Björns, Þórður Sveinsson, og bróðir hans, Benedikt Sveinsson bóka-
vörður, Þórður Sveinsson yfirlæknir og Pétur Magnússon málflutnings-
maður.14 Var skrifstofa félagsins í Hafnarstræti 16 (eins og heildsölu
þeirra Björns og Þórðar), en lifrarbræðsla þess og hrognasöltun á
Skildinganesi. Fyrirtækið starfaði í áratug.15 Af minningarorðum
Björns um Óskar Halldórsson er bert, hvaða eiginleika annarra manna
hann mat: „Óskar var frábærlega duglegur maður, og þrautseigja hans
var sjaldgæf, er erfiðleikar steðjuðu að úr öllum áttum. Hann var
greindur maður og hugkvæmur."16 Þegar hér var komið sögu, var Björn
orðinn góður málamaður af sjálfsdáðum. Hafði hann lært frönsku í
einkatímum hjá Thoru Friðriksson kennara. Talaði hann ensku, dönsku
og frönsku reiprennandi. Vorið 1926 fór hann í erindum síldarútflytj-
enda um Þýskaland, Tékkóslóvakíu, Danmörku, Svíþjóð og Noreg í
því skyni að afla nýrra markaða. Meðal annars kynnti hann íslenska
síld á mikilli vörusýningu í Prag í apríl. Best var honum þó tekið í
Danmörku.17 Eftir að Björn hafði í skýrslu til stjórnarráðsins um síld-
armarkað og síldarsölu gagnrýnt, að síld af misjöfnum gæðum væri
blandað saman í tunnur, svo að erlendir aðilar styrktust „enn betur í
vantrausti sínu á hinu opinbera matseftirliti á síldinni“, höfðaði Jón