Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 21

Andvari - 01.01.2010, Side 21
ANDVARI BJÖRN ÓLAFSSON 19 einmitt um íþróttir, og bar hún vott um sterkar hugsjónir og metnað.25 íþróttafélag Reykjavíkur hafði verið stofnað 11. mars 1907, og sat Björn í stjórn þess 1915-1918.26 Björn gerðist ritstjóri blaða þess, Sumarblaðsins, sem kom út 1916-1918, Vetrarblaðsins 1916 og fyrsta heftis Þróttar 1918, en það blað kom út 1918-1923. Er handbragð Björns augljóst á mörgum greinum í blaðinu, en hann skrifaði kjarnyrt mál og nokkuð fornlegt: Fjallgöngur hafa göfgandi áhrif á menn. Þeir hefjast yfir smásálarskap og lítilmennskuhátt. Hinn andlegi sjónhringur verður rýmri. Þeir fá meira sið- ferðisþrek en aðrir menn og heilbrigðari hugsunarhátt. Þeir eiga hægara með að mæta erfiðleikunum og sigrast á þeim.27 Einn vinur Björns var Helgi Jónasson frá Brennu, sem kölluð var, en það var lítið steinhús við Bergstaðastræti, sem faðir Helga, Jónas Guð- brandsson steinsmiður, hafði reist. „Þarna var jafnan gott að koma, þótt húsakynni væru ekki mikil,“ sagði Björn síðar, „og vinsamlega var tekið á móti þeim ungu mönnum, sem þangað komu til að ræða áhuga- mál sín og hugsjónir þeirrar kynslóðar, sem þeir sjálfir tilheyrðu.“28 Þeir Björn og Helgi voru aðalhvatamenn að fyrsta víðavangshlaupi Í.R., sem haldið var á sumardaginn fyrsta 1916.29 Var Björn þriðji í röðinni í hlaupinu árið eftir, 1917. Þeir Björn og Helgi stofnuðu einnig árið 1916 „Nafnlausa félagið“, sem þeir kölluðu svo, en tilgangur þess var að ferðast um óbyggðir landsins. Var Helgi formaður. Ein frægasta ferð þeirra félaga var sumarið 1918, þegar þeir gengu fimm saman, Björn, Helgi, Einar Viðar, Haraldur Johannessen og Tryggvi Magnússon, inn í Þórisdal undan Langjökli. Voru þeir marga daga í ferðinni og höfðust við í tjöldum að næturlagi. Skrifaði Björn um ferðina í Eimreiðina sama ár.30 Einnig birti Björn nokkrar ferðasögur í Vísi?1 Nafnlausa félagið var eins konar fyrirrennari Ferðafélags íslands, en Björn Ólafsson var einn aðalhvatamaður að stofnun þess. Tildrög voru, að Sveinn Björnsson, sem þá var sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, vakti máls á því við Björn snemma árs 1927, að stofna þyrfti á íslandi svipað ferðafélag og störfuðu á Norðurlöndum. Lofaði Björn Sveini því, að hann skyldi beita sér fyrir stofnun slíks félags, enda átti Sveinn sjálfur óhægt um vik, þar sem hann bjó í Kaupmannahöfn. Björn hafði tal af þeim mönnum, sem hann taldi deila með sér áhuga á málinu, og fóru undirbúningsfundir fram á skrifstofu hans. Sendi hin sjálfskipaða undirbúningsnefnd frá sér ávarp til almennings fyrir stofnfund, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.