Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 22

Andvari - 01.01.2010, Side 22
20 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI haldinn var í Kaupþingssalnum í Reykjavík síðdegis sunnudaginn 27. nóvember 1927. Þar hafði Björn framsögu um lög og stefnu félagsins. Jón Þorláksson, sem þá hafði nýlega látið af embætti forsætisráðherra, var kjörinn fyrsti forseti Ferðafélagsins, en Björn varaforseti. Björn tók síðan við forsetaembættinu 1929 og gegndi því til og með 1933. Hann var kjörinn heiðursfélagi Ferðafélagsins á 25 ára afmæli þess 1952.32 Hefur Ferðafélagið jafnan gefið út árbók með yfirlitsgreinum um ýmis ferðasvæði á landinu og reist í óbyggðum skála fyrir ferðamenn. Björn skrifaði grein um „Eyfirðingaveg“ í Árbók Ferðafélagsins 1929.33 Björn Olafsson lét sig einnig varða ýmis menningarmál, enda var hann maður víðlesinn og vel að sér. A þeirri tíð sátu ungskáld á kaffi- húsum Reykjavíkur og ortu harmræn ljóð, sem birtust jafnóðum í blaðinu Fréttum, en Guðmundur Guðmundsson skólaskáld var ritstjóri þess. Kveðskapur þessi var Birni lítt að skapi. í grein í Vísi kvaðst hann helst vilja gefa þessari iðju nafnið „grátljóðagerð“. Ráðlagði hann ung- skáldunum að yrkja ekki meira, fyrr en þeir gætu borið sig öllu karl- mannlegar.34 Eftir þetta varð orðið „grátskáld“ fleygt um Guðmund G. Hagalín, Sigurð Grímsson, Halldór Kiljan Laxness og fleiri.35 Birni var svarað í Fréttum nokkrum dögum síðar, og hélt þar eitthvert grátskáldið eflaust á penna, hugsanlega Hagalín. Kvað skáldið nóg til að gráta yfir í lífi og tilveru mannanna, ekki síst nú á dögum Norðurálfuófriðarins mikla. „Það má því segja, að löngum hlær lítið vit, er menn gera háð að sorgarstrengnum á hörpu skáldanna.“36 Björn var góðkunningi bræðranna Þórðar og Kristjáns Albertssona og gerði það fyrir Kristján að taka þátt í því ásamt nokkrum öðrum efnamönnum í Reykjavík að kosta útgáfu skáldverks Halldórs Kiljans Laxness, Vefarans mikla frá Kasmír, árið 1927.37 Þá má nefna, að Björn Ólafsson var lengi endur- skoðandi Alliance Frangaise á íslandi, en frönskukennari hans, Thora Friðriksson, var forvígismaður þess félags.38 Björn Ólafsson átti þátt í stofnun Rauða krossins 1924. Það atvikaðist svo, að Sveinn Björnsson sneri aftur til íslands 1924, þegar sendiherra- staða hans í Kaupmannahöfn var lögð niður í sparnaðarskyni. Hann hafði kynnst Rauða krossinum í Danmörku og taldi eðlilegt, að deild yrði stofnuð á íslandi. Fékk hann upplýsingar hjá alþjóðaráði Rauða krossins um það, hvernig best væri að haga slíkri deild. Gunnlaugur Claessen læknir var aðallega með honum í ráðum. Stofnfundur var haldinn í Kaupþingssalnum (á efstu hæð Eimskipafélagshússins) 10. desember 1924. Var Sveinn Björnsson kjörinn formaður, en með honum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.