Andvari - 01.01.2010, Síða 22
20
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
haldinn var í Kaupþingssalnum í Reykjavík síðdegis sunnudaginn 27.
nóvember 1927. Þar hafði Björn framsögu um lög og stefnu félagsins.
Jón Þorláksson, sem þá hafði nýlega látið af embætti forsætisráðherra,
var kjörinn fyrsti forseti Ferðafélagsins, en Björn varaforseti. Björn tók
síðan við forsetaembættinu 1929 og gegndi því til og með 1933. Hann
var kjörinn heiðursfélagi Ferðafélagsins á 25 ára afmæli þess 1952.32
Hefur Ferðafélagið jafnan gefið út árbók með yfirlitsgreinum um ýmis
ferðasvæði á landinu og reist í óbyggðum skála fyrir ferðamenn. Björn
skrifaði grein um „Eyfirðingaveg“ í Árbók Ferðafélagsins 1929.33
Björn Olafsson lét sig einnig varða ýmis menningarmál, enda var
hann maður víðlesinn og vel að sér. A þeirri tíð sátu ungskáld á kaffi-
húsum Reykjavíkur og ortu harmræn ljóð, sem birtust jafnóðum í
blaðinu Fréttum, en Guðmundur Guðmundsson skólaskáld var ritstjóri
þess. Kveðskapur þessi var Birni lítt að skapi. í grein í Vísi kvaðst hann
helst vilja gefa þessari iðju nafnið „grátljóðagerð“. Ráðlagði hann ung-
skáldunum að yrkja ekki meira, fyrr en þeir gætu borið sig öllu karl-
mannlegar.34 Eftir þetta varð orðið „grátskáld“ fleygt um Guðmund G.
Hagalín, Sigurð Grímsson, Halldór Kiljan Laxness og fleiri.35 Birni var
svarað í Fréttum nokkrum dögum síðar, og hélt þar eitthvert grátskáldið
eflaust á penna, hugsanlega Hagalín. Kvað skáldið nóg til að gráta yfir
í lífi og tilveru mannanna, ekki síst nú á dögum Norðurálfuófriðarins
mikla. „Það má því segja, að löngum hlær lítið vit, er menn gera háð
að sorgarstrengnum á hörpu skáldanna.“36 Björn var góðkunningi
bræðranna Þórðar og Kristjáns Albertssona og gerði það fyrir Kristján
að taka þátt í því ásamt nokkrum öðrum efnamönnum í Reykjavík að
kosta útgáfu skáldverks Halldórs Kiljans Laxness, Vefarans mikla frá
Kasmír, árið 1927.37 Þá má nefna, að Björn Ólafsson var lengi endur-
skoðandi Alliance Frangaise á íslandi, en frönskukennari hans, Thora
Friðriksson, var forvígismaður þess félags.38
Björn Ólafsson átti þátt í stofnun Rauða krossins 1924. Það atvikaðist
svo, að Sveinn Björnsson sneri aftur til íslands 1924, þegar sendiherra-
staða hans í Kaupmannahöfn var lögð niður í sparnaðarskyni. Hann
hafði kynnst Rauða krossinum í Danmörku og taldi eðlilegt, að deild
yrði stofnuð á íslandi. Fékk hann upplýsingar hjá alþjóðaráði Rauða
krossins um það, hvernig best væri að haga slíkri deild. Gunnlaugur
Claessen læknir var aðallega með honum í ráðum. Stofnfundur var
haldinn í Kaupþingssalnum (á efstu hæð Eimskipafélagshússins) 10.
desember 1924. Var Sveinn Björnsson kjörinn formaður, en með honum