Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 25

Andvari - 01.01.2010, Side 25
ANDVARI BJÖRN ÓLAFSSON 23 3. Að hinni innlendu stétt kaupmanna og útgerðarmanna, sem spratt upp á öndverðri tuttugustu öld, var brátt sótt úr tveimur áttum. Annars vegar voru þeir, sem kenndu sig við samvinnu, vildu færa verslun frá kaupmönnum til kaupfélaga og nota skatttekjur af útgerð til eflingar landbúnaði. „Þar hreiðra þeir sig í rekaldinu við röstina og reisa sér mangarabúðir, eða reka sjávarútveg með málaliði,“ skrifaði Benedikt Jónsson á Auðnum um kaupmenn og útgerðarmenn árið 1918, „en um- hverfis þá raða sér ræflar og auðnuleysingjar, sem áður voru sjálfkjörin hjú á höfuðbólum og höfðingjasetrum í sveitum, en nú draga fram lífið á daglaunavinnu/43 Framsóknarflokkurinn, sem var stofnaður 1916, settist í stjórn 1917 og beitti sér þá hart gegn kaupmönnum.44 Flestir kjósendur hans bjuggu í strjálbýli. Hins vegar voru sósíalistar, sem vildu þjóðnýta útgerðar- og verslunarfyrirtæki, jafna tekjur og auka opinbera forsjá. Fylktu þeir sér um Alþýðuflokkinn, sem einnig var stofnaður 1916. Sótti hann aðallega fylgi til menntamanna og verkalýðs í bæjum. Upp úr því tóku stuðningsmenn frjálsrar verslunar að huga að því að mynda sérstök stjórnmálasamtök utan um stefnu sína. Áður höfðu þeir ýmist stutt Heimastjórnarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn gamla, en sá flokkur hafði raunar klofnað 1915 í Sjálfstæðisflokkinn þversum og langsum, eins og það var kallað. Hvatti Morgunblaðið, sem kom út frá 1913, mjög til sameiningar hinna gömlu flokka sjálfstæðis- baráttunnar. Fornar væringar torvelduðu þó slíka sameiningu. Jón Magnússon úr Heimastjórnarflokknum myndaði ríkisstjórn í ársbyrjun 1917 með einum manni úr Sjálfstæðisflokknum þversum og öðrum úr Framsóknarflokknum. Var sú stjórn óvinsæl í Reykjavík vegna inn- flutningshafta og víðtæks ríkisreksturs. Tveimur árum síðar, í ársbyrjun 1919, myndaði Jón ríkisstjórn heimastjórnarmanna, sem naut hlutleysis Framsóknarf lokksins. Björn Ólafsson fékk snemma áhuga á stjórnmálum. Af eðlilegum ástæðum kynntist hann fyrst þeim mönnum, sem fylgdu Benedikt Sveinssyni, bróður vinar hans og viðskijDtafélaga, Þórðar, að málum í Sjálfstæðisflokknum þversum. Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti, var í hópi áheyrenda, þegar Björn flutti fyrstu ræðu sína í Bárunni, sam- komuhúsi við Tjörnina, um sjálfstæðismálið: „Hann talaði skorinort og karlmannlega, og var málblærinn forn og allt orðaval. Var það bert, að hinn ungi maður hafði meira lesið fornsögur en blaðagreinar og vildi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.