Andvari - 01.01.2010, Síða 25
ANDVARI
BJÖRN ÓLAFSSON
23
3.
Að hinni innlendu stétt kaupmanna og útgerðarmanna, sem spratt upp
á öndverðri tuttugustu öld, var brátt sótt úr tveimur áttum. Annars
vegar voru þeir, sem kenndu sig við samvinnu, vildu færa verslun frá
kaupmönnum til kaupfélaga og nota skatttekjur af útgerð til eflingar
landbúnaði. „Þar hreiðra þeir sig í rekaldinu við röstina og reisa sér
mangarabúðir, eða reka sjávarútveg með málaliði,“ skrifaði Benedikt
Jónsson á Auðnum um kaupmenn og útgerðarmenn árið 1918, „en um-
hverfis þá raða sér ræflar og auðnuleysingjar, sem áður voru sjálfkjörin
hjú á höfuðbólum og höfðingjasetrum í sveitum, en nú draga fram lífið
á daglaunavinnu/43 Framsóknarflokkurinn, sem var stofnaður 1916,
settist í stjórn 1917 og beitti sér þá hart gegn kaupmönnum.44 Flestir
kjósendur hans bjuggu í strjálbýli. Hins vegar voru sósíalistar, sem
vildu þjóðnýta útgerðar- og verslunarfyrirtæki, jafna tekjur og auka
opinbera forsjá. Fylktu þeir sér um Alþýðuflokkinn, sem einnig var
stofnaður 1916. Sótti hann aðallega fylgi til menntamanna og verkalýðs
í bæjum. Upp úr því tóku stuðningsmenn frjálsrar verslunar að huga
að því að mynda sérstök stjórnmálasamtök utan um stefnu sína. Áður
höfðu þeir ýmist stutt Heimastjórnarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn
gamla, en sá flokkur hafði raunar klofnað 1915 í Sjálfstæðisflokkinn
þversum og langsum, eins og það var kallað. Hvatti Morgunblaðið, sem
kom út frá 1913, mjög til sameiningar hinna gömlu flokka sjálfstæðis-
baráttunnar. Fornar væringar torvelduðu þó slíka sameiningu. Jón
Magnússon úr Heimastjórnarflokknum myndaði ríkisstjórn í ársbyrjun
1917 með einum manni úr Sjálfstæðisflokknum þversum og öðrum úr
Framsóknarflokknum. Var sú stjórn óvinsæl í Reykjavík vegna inn-
flutningshafta og víðtæks ríkisreksturs. Tveimur árum síðar, í ársbyrjun
1919, myndaði Jón ríkisstjórn heimastjórnarmanna, sem naut hlutleysis
Framsóknarf lokksins.
Björn Ólafsson fékk snemma áhuga á stjórnmálum. Af eðlilegum
ástæðum kynntist hann fyrst þeim mönnum, sem fylgdu Benedikt
Sveinssyni, bróður vinar hans og viðskijDtafélaga, Þórðar, að málum
í Sjálfstæðisflokknum þversum. Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti, var
í hópi áheyrenda, þegar Björn flutti fyrstu ræðu sína í Bárunni, sam-
komuhúsi við Tjörnina, um sjálfstæðismálið: „Hann talaði skorinort og
karlmannlega, og var málblærinn forn og allt orðaval. Var það bert, að
hinn ungi maður hafði meira lesið fornsögur en blaðagreinar og vildi