Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 26

Andvari - 01.01.2010, Side 26
24 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI helst líkjast þeim söguhetjum."45 í janúar 1921 voru aukakosningar í Reykjavík, er kjósa skyldi þrjá þingmenn, tvo vegna fjölgunar þing- manna höfuðstaðarins og einn í stað Sveins Björnssonar, sem orðinn var sendiherra Islands í Kaupmannahöfn. Alþýðuflokkurinn bauð fram lista, en þrír listar komu fram frá andstæðingum sósíalista, og var Jón Þorláksson verkfræðingur efstur á einum, dr. Magnús Jónsson guð- fræðidósent á öðrum og Þórður Sveinsson læknir á hinum þriðja. Björn Olafsson var vinur Þórðar læknis, og í þriðja sæti á lista hans var alnafni hans og viðskiptafélagi Björns, Þórður Sveinsson kaupmaður. Tók Björn til máls á fundi, sem listinn hélt í Bárubúð 19. janúar, „og ámælti stjórninni harðlega fyrir þessa einokunarstefnuskrá, er hún nú hefir tekið ástfóstri við“.46 Hlaut þessi listi fæst atkvæði þeirra fjögurra, sem í framboði voru, og engan þingmann, en hinir listarnir þrír einn þing- mann hver. Síðar þetta sama ár, 1921, var Björn í varaliði lögreglunnar, sem boðið var út, þegar Olafur Friðriksson, ritstjóri Alþýöubladsins, neitaði að verða við fyrirmælum stjórnvalda um að senda erlendan pilt með smitsjúkdóm úr landi, eins og læknar höfðu ráðlagt.47 í bæjarstjórnarkosningum í ársbyrjun 1922 buðu andstæðingar sósíalista, sem gengið höfðu fram þríklofnir í aukakosningunum í Reykjavík árið áður, fram saman einn lista, A-listann. Var Pétur Magnússon málflutningsmaður í fyrsta sæti, Björn Ólafsson í öðru og Jónatan Þorsteinsson kaupmaður í hinu þriðja. Hefur Björn eflaust átt að leggja með sér eitthvert fylgi úr Sjálfstæðisflokknum þversum, en einnig var honum talið til gildis, að hann myndi í bæjarstjórn halda fram íþróttum.48 í ræðu á kjósendafundi 22. janúar 1922 kvað Björn valið standa um sameignar- og séreignarstefnu: Hið núverandi skipulag með séreignarrétt og athafnafrelsi einstaklingsins gefur hverjum hvöt til þess að bæta aðstöðu sína og koma sér upp. Sameignarstefnan mundi uppræta þessa hvöt, svo að fáir eða enginn mundi leggja fram krafta sína fram yfir það allra nauðsynlegasta.49 Þeir Pétur, Björn og Jónatan náðu kjöri af A-lista, en jafnaðarmennirnir Héðinn Valdimarsson hagfræðingur og Hallbjörn Halldórsson prentari af B-lista Alþýðuflokksins. Bæjarstjórnin hélt fundi sína hálfsmánaðarlega í Gúttó, húsi Góð- templarareglunnar við Tjörnina, sunnan Alþingishússins. Eitt sinn brá Morgunblaðið upp svipmynd af hinum unga bæjarfulltrúa:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.