Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2010, Page 30

Andvari - 01.01.2010, Page 30
28 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI 4. Stjórn íhaldsflokksins 1924-1927 reyndi á mörgum sviðum að snúa aftur til þess fyrirkomulags, sem verið hafði fyrir stríð. Festi hún gengi krónunnar, lækkaði ríkisútgjöld og lagði niður ýmsar einkasölur ríkisins. Eftir lát Jóns Magnússonar 1926 var Jón Þorláksson forsæt- isráðherra til 1927. En skipt var um stefnu, þegar fyrsta vinstri stjórnin var mynduð á Islandi 1927, en hún var flokksstjórn framsóknarmanna með hlutleysi Alþýðuflokksins. Þótti hún fjandsamleg kaupmönnum, en að sama skapi vinsamleg kaupfélögum. Næstu árin starfaði Björn Olafsson frekar í hópi stéttarbræðra sinna, sem töldu hart að sér sótt, en í hinni eiginlegu stjórnmálabaráttu, og sat hann til dæmis ekki fyrstu landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1929-1934.60 Félag íslenskra stórkaup- manna var stofnað 21. maí 1928 í Kaupþingssalnum, og var Björn ritari þess 1928-1933, en Arent Claessen var fyrsti formaðurinn. Var Björn kjörinn heiðursfélagi á 40 ára afmælinu 1968.61 Björn sat einnig í stjórn Verslunarráðs íslands 1937-1942, en það hafði verið stofnað 17. sept- ember 1917, og var Garðar Gíslason stórkaupmaður fyrsti formaður þess.62 Þegar kreppan skall á Islandi af fullum þunga eftir 1930, greip vinstri stjórnin til víðtækra hafta í því skyni að takmarka innflutning til landsins og notkun gjaldeyris. Sett var reglugerð um gjaldeyrisverslun 2. október 1931, þar sem Landsbankinn og Útvegsbankinn fengu einkaleyfi til að selja erlendan gjaldeyri, en öllum öðrum var gert skylt að láta hann af hendi við bankana fyrir skráð kaupgengi. Var kveðið á um það, að gjaldeyrir til kaupa á „ónauðsynlegum varningi“ skyldi takmarkaður. Þremur vikum síðar var birtur listi um vöru, sem bannað væri beinlínis að flytja til landsins. Jafnframt skyldi fimm manna nefnd veita innflutn- ingsleyfi. Verslunarráð Islands mótmælti þessum ráðstöfunum harðlega, en taldi sér skylt að benda á einn mann í nefndina, og var hann Björn Olafsson. Einnig starfaði sérstök gjaldeyrisnefnd á vegum bankanna, en í september 1932 voru nefndirnar tvær sameinaðar í eina gjaldeyris- og innflutningsnefnd. Rak nefndin starfsemi sína í gamla pósthúsinu á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis, þar sem Björn hafði unnið sem ungur maður. Kom nefndin jafnan saman eftir opnunartíma fyrirtækja á daginn, og gátu fundir staðið til miðnættis eða lengur. í janúar 1935 voru innflutningshöftin enn hert, og var nú bannað að flytja nokkra vöru til landsins nema með sérstöku leyfi nefndarinnar, og var henni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.