Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 31

Andvari - 01.01.2010, Side 31
ANDVARI BJÖRN ÓLAFSSON 29 „heimilt að setja þau skilyrði fyrir leyfisveitingum, sem henni [þætti] ástæða til“. Urðu þeir, sem hugðu á utanför, til dæmis að sýna nefndinni fram á, hvernig þeir gætu framfleytt sér erlendis. Svo sem nærri má geta, var erfitt og vanþakklát verk að starfa í þessari nefnd. En ástandið versnaði enn í mars 1935, þegar lagt var fyrir nefndina að úthluta innflutningsleyfum eftir innflutningi fyrri ára, en „neytendafélög“ skyldu fá slík leyfi „hlutfallslega eftir tölu félagsmanna og heimilismanna þeirra, miðað við fjölda landsmanna, nema sérstakar ástæður mæli gegn því“. Þetta var hin svokallaða höfðatöluregla, og var tilgangur hennar bersýnilega að flytja við- skipti frá kaupmönnum til kaupfélaga. Krafðist Samband íslenskra samvinnufélaga til dæmis 23% heildarinnflutnings árið 1935, þar eð félagsmenn í kaupfélögum væru það hlutfall af þjóðinni. Lyktir urðu þær það ár eftir mikið þóf, að Sambandið fékk rösk 15% innflutnings- ins. Gerði Sambandið sífelldar tilraunir til þess næstu árin að auka hlut sinn í innflutningi. Björn Ólafsson gagnrýndi harðlega höfðatölu- regluna. Með henni væri sá mikli meiri hluti landsmanna, sem ekki vildi versla í kaupfélögum, sviptur aðgangi að ýmsum nauðsynjum. í stað þess að kaupfélög ásældust hlut kaupmanna í innflutningnum með aðstoð hins opinbera, ættu þessir aðilar að keppa drengilega á frjálsum markaði.63 Björn settist líka í ritnefnd Frjálsrar verslunar, sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur hóf í ársbyrjun 1939 að gefa út til stuðnings verslunarfrelsi, og skrifaði margt í það blað. Sat hann í ritnefndinni til 1942. Björn Ólafsson gerði sér grein fyrir því, sem Benjamín Eiríksson færði síðan fræðileg rök fyrir í bókinni Orsökum erfiðleikanna í atvinnu- og gjaldeyrismálunum, að meginorsök gjaldeyrisskortsins var þenslustefna bankanna og hins opinbera. Með henni sköpuðu opinberir aðilar eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri umfram það, sem aflað hafði verið. Ein ástæðan til þenslustefnunnar var, að sjávarútvegur var rekinn með tapi vegna mikils tilkostnaðar innan lands, en lágs verðs erlendis á sjávarafurðum.64 Ef ekki tókst að minnka þenslu innan lands (og það var hægara sagt en gert, því að til þess þurfti að lækka kaup), þá var aðeins tveggja kosta völ, að hefta innflutning með beinum aðgerðum eða fella gengi krónunnar til að minnka eftirspurn eftir innfluttri vöru. Lagði Benjamín Eiríksson til í bók sinni, að seinni kosturinn yrði tekinn. Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, beitti sér fyrir því í ársbyrjun 1939, að mynduð yrði samsteypustjórn Framsóknarflokks,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.