Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 32

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 32
30 HANNES HÓLMSTEINN OISSURARSON ANDVARI Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem léti verða sitt fyrsta verk að fella gengið til að tryggja hag sjávarútvegsins. Höfðu ýmsir forystumenn Framsóknarflokksins komist á sömu skoðun, ekki síst Jónas Jónsson frá Hriflu, og voru sinnaskipti hans í þessu máli stundum kölluð „hægra brosið“.65 Harðar deilur urðu í Sjálfstæðisflokknum um fyrirhugaða stjórn- armyndun og gengisfellingu. Björn Ólafsson og þeir, sem honum stóðu næstir, heildsalarnir í Reykjavík, voru tregir til að fella gengið, enda sáu þeir sumir fram á stórtap vegna mikilla erlendra skulda sinna. Þessar skuldir stöfuðu ekki síst af því, að erfitt var að fá gjaldeyri yfirfærðan til greiðslu innfluttrar vöru, jafnvel þótt leyfi hefði fengist til innflutnings- ins. Var heildsölum því oftast nauðugur einn kostur að reyna að útvega sér langa greiðslufresti erlendis. Smám saman komst Björn Ólafsson þó á þá skoðun, að gengisfelling væri óhjákvæmileg. Við þau skilyrði, sem íslendingar byggju við, væri hún forsenda frjálsrar verslunar, sem væri þjóðinni lífsnauðsyn. A fundi Verslunarmannafélags Reykjavíkur 17. febrúar 1939 sagði Björn: Verslunarstéttin verður að gera sér ljóst, að hún verður nú að standa með sjávar- útveginum í því, að hann fái nauðsynlegar réttarbætur. Það verður hún að gera, þótt það kosti hana fórnir í svipinn. Ef hún gerir það ekki, þekkir hún ekki sinn vitjunartíma. Heilbrigð afkoma útvegsins er ein aðalstoðin undir því, að hér geti þrifist frjáls og heilbrigð verslun.66 Vorið 1939 var unnið að myndun hinnar nýju samsteypustjórnar. Ólafur Thors reyndi að afstýra klofningi Sjálfstæðisflokksins og hafði með sér í ráðum fulltrúa minni hlutans í flokknum, sem studdist við Vísi, þar á meðal Björn Ólafsson. A fundi Verslunarráðs íslands 7. mars 1939 var kvartað undan því, að Björn hefði í viðræðum við Ólaf Thors og fleiri stjórnmálamenn um gengismál „ekki haldið fram sjónarmiðum Verslunarráðsins með fullri festu“. Björn andmælti þessu og kvað Ólaf hafa tekið vel kröfum kaupmanna um afnám hafta eftir fyrirhugaða gengisfellingu.67 Alþingi samþykkti að fella gengi íslensku krónunnar um 18% 4. apríl 1939, og hin nýja samsteypustjórn var mynduð 17. apríl 1939 undir försæti Hermanns Jónassonar. Var Ólafur Thors atvinnu- málaráðherra og Jakob Möller fjármálaráðherra. Hlaut hún nafnið „þjóðstjórnin“, enda voru ekki aðrir í stjórnarandstöðu en fjórir þing- menn sósíalista. Var nokkuð slakað á innflutnings- og gjaldeyrishöft- unum 15. maí 1939, er ýmsar nauðsynjavörur voru settar á svonefndan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.