Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2010, Page 33

Andvari - 01.01.2010, Page 33
ANDVARI BJÖRN ÓLAFSSON 31 „frílista“. En skammt var í, að aðstæður í stjórnmálum og viðskiptum gerbreyttust. 5. Hinn 1. september 1939 réðst þýski herinn inn í Pólland að vestan, og Bretar og Frakkar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur. Skömmu síðar réðst hinn Rauði her Stalíns, sem hafði þá nýlega gert griðasáttmála við Hitler, á Pólland að austan. Lögðu einræðisherrarnir tveir Pólland allt undir sig á örstuttum tíma. Vegna ófriðarins í Evrópu þurftu íslendingar að gera í skyndi ýmsar ráðstafanir til tryggingar aðdráttum og afurðasölu. Björn Olafsson var skipaður í sendinefnd, sem semja skyldi við Breta um viðskipti. Formaður hennar var Sveinn Björnsson sendiherra, en einnig sátu í henni Richard Thors útgerðarmaður, Jón Árnason, framkvæmdastjóri útflutningsdeildar Sambands íslenskra samvinnufélaga, Magnús Sigurðsson landsbankastjóri og Haraldur Guðmundsson alþingismaður. Komu Björn og félagar hans fjórir 16. október 1939 til Lundúna og hittu þar Svein Björnsson, sem komið hafði frá Kaupmannahöfn. Ferðin hafði verið hin háskalegasta vegna stríðsástandsins, siglt með Gullfossi til Noregs, þaðan með norskri ferju til Newcastle og lest tekin suður til Lundúna, þar sem sest var að á Carlton-gistihúsinu skammt frá Trafalgar-torgi. Samningar tókust ekki við Breta, sem vildu í krafti yfirráða sinna yfir Norður-Atlantshafinu banna íslendingum alla verslun við Þjóðverja, en ekki bæta þeim að fullu upp tjón af slíku banni. Bretar veittu þó fyrirheit um ívilnanir í viðskiptum, og íslendingar lofuðu á móti að beina fisksölu sinni til Bretlands þrátt fyrir kafbátahernað Þjóðverja. Hvarf nefndin heim fyrir jólin 1939, fyrst með lest norður á Katanes og síðan með togar- anum Reykjaborg til íslands, og kom til Reykjavíkur aðfaranótt 20. desember.68 Nefndin hitti ríkisstjórnina alla í Stjórnarráðinu á tveimur fundum, 22. desember 1939 og 5. janúar 1940, og skýrði frá gangi við- ræðnanna í Lundúnum.69 Tóku Björn Olafsson og aðrir nefndarmenn sæti í nýrri nefnd, „Joint Standing Committee,“ er annast átti viðskipti og samninga við Breta. I ársbyrjun 1940 sagði Björn Olafsson sig úr gjaldeyris- og inn- flutningsnefnd, sem hann hafði setið í frá 1931. Kvaðst hann ósam- þykkur stefnu nefndarinnar, en einnig hefði hann tekið að sér önnur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.