Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 34

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 34
32 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI skyldustörf.70 Björn var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í milliþinganefnd í gjaldeyrismálum vorið 1940, en Eysteinn Jónsson sat í nefndinni fyrir Framsóknarflokk og Gylfi Þ. Gíslason fyrir Alþýðuflokk. Nefndin klofnaði, og skilaði Björn minnihlutaáliti. Kvað hann heppilegra að takmarka lánsfjárþenslu (sem ylli eftirspurn eftir innfluttri vöru) en setja á innflutningshöft. Reynslan af höftunum væri svo slæm, að geng- isfelling væri jafnvel skárri. Andmælti hann einnig höfðatölureglunni um innflutningsleyfi.71 Björn skrifaði um þetta leyti talsvert í blöð um gjaldeyrismál.72 Árið 1940 stofnaði hann enn fremur fyrirtækið Björn Olafsson hf. Eigendur þess voru Björn Ólafsson, sem skráður var fyrir 54% hlutafjár, Ásta Pétursdóttir, kona hans, sem skráð var fyrir 40%, og þeir Guðmundur Elísson, Magnús Stefánsson og Hjálmar Stefánsson, sem skráðir voru fyrir 2% hver. Guðmundur var hálfbróðir Björns, en þeir Magnús og Hjálmar höfðu starfað hjá Þórði Sveinssyni & Co. Þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku 9. apríl 1940, rofnaði samband íslands og Danmerkur, og tók Alþingi þá konungsvaldið í sínar hendur. Sveinn Björnsson sendiherra hraðaði sér heim frá Kaupmannahöfn. Mánuði eftir hernám Danmerkur, 10. maí 1940, skipuðu Bretar her á land á Islandi. Hvarf þá atvinnuleysi eins og dögg fyrir sólu, og hófust miklar framkvæmdir á vegum breska hersins, sem oft var kölluð Bretavinnan. Gjaldeyrir flæddi inn í landið, og fólk flykktist til Reykja- víkur og annarra bæja, þar sem nóg var að gera. Nú þurfti stóraukið húsnæði undir fólk, félög og stofnanir. Björn Ólafsson var einn af eig- endum Almenna byggingarfélagsins, sem stofnað var 16. janúar 1941. Vinur hans og samstarfsmaður, Skúli Thorarensen, var í fyrstu stjórn- inni og síðar stjórnarformaður. Björn varð stjórnarformaður við lát Skúla 1963. Reisti félagið mörg hús í Reykjavík, til dæmis Hafnarhvol, Nýja bíó og Mjólkurstöðina við Laugaveg. Það annaðist ýmsar fram- kvæmdir fyrir bandaríska varnarliðið í stríðinu og eftir það, en sá einnig um að gera virkjanir, stórar og smáar, og hafnir.73 Fyrirtækið starfaði um skeið með danska verktakafyrirtækinu E. Pihl & S0n. Það tapaði nokkru fé sem verktaki við Búrfellsvirkjun 1966-1969, ekki síst vegna tveggja gengisfellinga, og varð eftir það að segja upp öllu starfs- fólki sínu, en upp úr því var stofnuð Almenna verkfræðistofan 1971, og var félagið lagt niður 1974,74 Björn Ólafsson var óánægður með það, að þjóðstjórnin skyldi ekki nota tækifærið við hinar gerbreyttu aðstæður í stríðinu til þess að losa um höft og minnka ríkisafskipti. í blaðagrein sumarið 1940 kvað hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.