Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 35

Andvari - 01.01.2010, Side 35
ANDVARI BJÖRN ÓLAFSSON 33 lítils að vænta af Sjálfstæðisflokknum, „eins og hann er nú skipaður.“ Hann skrifaði um flokkinn: Hann hefir barist fyrir lækkun ríkisútgjalda, afnámi óþarfa ríkisstofnana og embætta. Hann hefir barist fyrir lagfæringu skattakerfisins, sem komið er út í hinar svörtustu öfgar. Hann hefir kvartað undan misrétti núverandi kjör- dæmaskipunar, og hann hefir efst á stefnuskrá sinni athafnafrelsi einstaklings- ins og frjálsa verslun. Engu af þessu hefir flokkurinn komið áleiðis með stjórnarsamvinnunni, svo teljandi sé.75 Sagði Björn friðinn með samstarfi allra stærstu flokkanna í þjóðstjórn- inni keyptan allt of dýru verði. Sumarið 1941 sömdu íslendingar um það við Bandaríkjamenn, að þeir tækju að sér hervernd landsins í stað Breta. í ágúst þetta ár var Björn Ólafsson á förum til Bandaríkjanna í viðskiptaerindum. Þegar fært var í tal við hann, hvort hann vildi taka sæti í sendinefnd til við- ræðna við Bandaríkjastjórn um viðskipti og flutninga, skýrði hann rík- isstjórninni frá því, að hann væri fús til þess, en óskaði eftir heimild til að sinna jafnframt einkaerindum sínum, svo framarlega sem það rækist ekki á nefndarstörfin. Veitti ríkisstjórnin fúslega þessa heimild.76 Aðrir nefndarmenn voru skipaðir Vilhjálmur Þór, sem var formaður, og Ásgeir Ásgeirsson. Vilhjálmur Þór var eins og Björn sjálfmennt- aður dugnaðarforkur. Hann var fjórum árum yngri, fæddur 1899 og Þórarinsson. Hann varð sendill hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri, KEA, tólf ára, síðar skrifstofumaður og loks fulltrúi kaupfélagsstjóra, uns hann varð framkvæmdastjóri KEA 1924, aðeins 25 ára að aldri. Vilhjálmur var framkvæmdastjóri íslandsdeildar heimssýningarinnar í New York 1939-1940 og aðalræðismaður íslands þar árið 1940. Þá um haustið tók hann við starfi bankastjóra Landsbankans í Reykjavík, en hafði aðeins gegnt því í nokkra mánuði, er hann var gerður að formanni sendinefndarinnar. Ásgeir Ásgeirsson hafði ungur hlotið mikinn frama á vegum Framsóknarflokksins, en hrökklast úr flokknum undan Jónasi Jónssyni frá Hriflu og gengið í Alþýðuflokkinn. Var hann alþingis- maður flokksins og bankastjóri. Þeir Björn og Vilhjálmur hittust í fyrsta skipti, þegar þeir fóru saman til Bandaríkjanna við þetta tækifæri, enda hafði Vilhjálmur löngum búið á Akureyri og eftir það í New York. En allir þrír nefndar- mennirnir, Vilhjálmur Þór, Ásgeir og Björn, voru raunar frímúrarar.77 Nefndarmennirnir þrír lögðu af stað frá Reykjavík 12. ágúst 1941.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.