Andvari - 01.01.2010, Qupperneq 35
ANDVARI
BJÖRN ÓLAFSSON
33
lítils að vænta af Sjálfstæðisflokknum, „eins og hann er nú skipaður.“
Hann skrifaði um flokkinn:
Hann hefir barist fyrir lækkun ríkisútgjalda, afnámi óþarfa ríkisstofnana og
embætta. Hann hefir barist fyrir lagfæringu skattakerfisins, sem komið er
út í hinar svörtustu öfgar. Hann hefir kvartað undan misrétti núverandi kjör-
dæmaskipunar, og hann hefir efst á stefnuskrá sinni athafnafrelsi einstaklings-
ins og frjálsa verslun. Engu af þessu hefir flokkurinn komið áleiðis með
stjórnarsamvinnunni, svo teljandi sé.75
Sagði Björn friðinn með samstarfi allra stærstu flokkanna í þjóðstjórn-
inni keyptan allt of dýru verði.
Sumarið 1941 sömdu íslendingar um það við Bandaríkjamenn, að
þeir tækju að sér hervernd landsins í stað Breta. í ágúst þetta ár var
Björn Ólafsson á förum til Bandaríkjanna í viðskiptaerindum. Þegar
fært var í tal við hann, hvort hann vildi taka sæti í sendinefnd til við-
ræðna við Bandaríkjastjórn um viðskipti og flutninga, skýrði hann rík-
isstjórninni frá því, að hann væri fús til þess, en óskaði eftir heimild
til að sinna jafnframt einkaerindum sínum, svo framarlega sem það
rækist ekki á nefndarstörfin. Veitti ríkisstjórnin fúslega þessa heimild.76
Aðrir nefndarmenn voru skipaðir Vilhjálmur Þór, sem var formaður,
og Ásgeir Ásgeirsson. Vilhjálmur Þór var eins og Björn sjálfmennt-
aður dugnaðarforkur. Hann var fjórum árum yngri, fæddur 1899 og
Þórarinsson. Hann varð sendill hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri,
KEA, tólf ára, síðar skrifstofumaður og loks fulltrúi kaupfélagsstjóra,
uns hann varð framkvæmdastjóri KEA 1924, aðeins 25 ára að aldri.
Vilhjálmur var framkvæmdastjóri íslandsdeildar heimssýningarinnar í
New York 1939-1940 og aðalræðismaður íslands þar árið 1940. Þá um
haustið tók hann við starfi bankastjóra Landsbankans í Reykjavík, en
hafði aðeins gegnt því í nokkra mánuði, er hann var gerður að formanni
sendinefndarinnar. Ásgeir Ásgeirsson hafði ungur hlotið mikinn frama
á vegum Framsóknarflokksins, en hrökklast úr flokknum undan Jónasi
Jónssyni frá Hriflu og gengið í Alþýðuflokkinn. Var hann alþingis-
maður flokksins og bankastjóri.
Þeir Björn og Vilhjálmur hittust í fyrsta skipti, þegar þeir fóru
saman til Bandaríkjanna við þetta tækifæri, enda hafði Vilhjálmur
löngum búið á Akureyri og eftir það í New York. En allir þrír nefndar-
mennirnir, Vilhjálmur Þór, Ásgeir og Björn, voru raunar frímúrarar.77
Nefndarmennirnir þrír lögðu af stað frá Reykjavík 12. ágúst 1941.