Andvari - 01.01.2010, Side 37
ANDVARI
BJÖRN ÓLAFSSON
35
Varð drykkurinn skjótt mjög vinsæll þar vestra. Björn sá óðar, að hér
var gott gróðatækifæri, ekki síst vegna hins mikla fjölda bandarískra
hermanna á íslandi. Hann hafði samband við fulltrúa Coca Cola og
falaðist eftir umboði fyrir drykkinn. Hinir bandarísku framleiðendur
vildu hins vegar frekar fylla á flöskur á íslandi en flytja þær inn frá
Bandaríkjunum. Varð að samkomulagi milli Björns og Coca Cola,
að hann setti upp áfyllingarstöð fyrir kók á íslandi. Eftir að Björn
kom heim ásamt öðrum nefndarmönnum 20. desember 1941, tók
hann til óspilltra málanna við að undirbúa hina nýju áfyllingarstöð.
Verksmiðjan Vífilfell hf. var stofnuð 27. janúar 1942, og var hlutafé
félagsins 80 þúsund krónur.82 í fyrstu stjórn sátu þeir Björn Ólafsson,
Guðmundur Elísson og Sigurður Jónsson. Fyrirtækið Björn Ólafsson
hf. átti 43,75% hlutafjár. Sjálfur átti Björn 21,25% hlutafjárins og kona
hans, Ásta Pétursdóttir, 1,25%. Guðmundur Elísson átti 23,75% hluta-
fjárins og þeir Sigurður Jónsson og Gunnlaugur Einarsson 5% hvor.83
Þeir Sigurður og Gunnlaugur voru líklega fulltrúar Vilhjálms Þórs, sem
átti hlut í verksmiðjunni með Birni, þótt ekki væri það opinberlega.84
Gunnlaugur var læknir í Reykjavík og kvæntur hálfsystur Ástu, konu
Björns. Ferðagarpurinn Björn Ólafsson hefur eflaust valið nafnið, en
Vífilfell er einn fegursti fjallahnjúkurinn í nágrenni Reykjavíkur og
tíðar ferðir Ferðafélags íslands þangað. Dregur fellið nafn sitt af Vífli
bónda á Vífilsstöðum, sem gekk samkvæmt þjóðsögunni á morgni
hverjum upp á Vífilfell til að gá til veðurs.
Húsið Hagi við Hofsvallagötu var keypt undir áfyllingarstöðina, en
áður hafði Óskar Halldórsson rekið þar fiskverkunarstöð. Björn fékk
litla vélasamstæðu til átöppunar frá Bandaríkjunum, Dixie, Model
D, en slíkar samstæður fylgdu bandaríska hernum um allan heim.85
Bandaríkjamaður að nafni Red Davies var fenginn til að hafa umsjón
með uppsetningunni. Fluttar voru inn 100 þúsund tómar kókflöskur
frá Bandaríkjunum. En erfiðlega gekk að fá leyfi fyrir innflutningi á
fleiri flöskum og á sykri, sem þurfti í framleiðsluna. Sneri Davies sér
þá til Charles Bonesteel, yfirmanns bandaríska hersins á íslandi, sem
hann spilaði oft póker við á Hótel Borg, og fékk hann til að hlutast til
um, að þessi varningur yrði fluttur inn. Verksmiðjan var sett af stað 1.
júní 1942, og keyptu bandarísku hermennirnir upp framleiðsluna fyrstu
vikurnar. Þótt stöðin gæti framleitt tólf þúsund flöskur á dag, annaði
hún ekki eftirspurn.86 Hinn 27. ágúst 1942 birtist til dæmis eftirfarandi
tilkynning í Vísi: