Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 37

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 37
ANDVARI BJÖRN ÓLAFSSON 35 Varð drykkurinn skjótt mjög vinsæll þar vestra. Björn sá óðar, að hér var gott gróðatækifæri, ekki síst vegna hins mikla fjölda bandarískra hermanna á íslandi. Hann hafði samband við fulltrúa Coca Cola og falaðist eftir umboði fyrir drykkinn. Hinir bandarísku framleiðendur vildu hins vegar frekar fylla á flöskur á íslandi en flytja þær inn frá Bandaríkjunum. Varð að samkomulagi milli Björns og Coca Cola, að hann setti upp áfyllingarstöð fyrir kók á íslandi. Eftir að Björn kom heim ásamt öðrum nefndarmönnum 20. desember 1941, tók hann til óspilltra málanna við að undirbúa hina nýju áfyllingarstöð. Verksmiðjan Vífilfell hf. var stofnuð 27. janúar 1942, og var hlutafé félagsins 80 þúsund krónur.82 í fyrstu stjórn sátu þeir Björn Ólafsson, Guðmundur Elísson og Sigurður Jónsson. Fyrirtækið Björn Ólafsson hf. átti 43,75% hlutafjár. Sjálfur átti Björn 21,25% hlutafjárins og kona hans, Ásta Pétursdóttir, 1,25%. Guðmundur Elísson átti 23,75% hluta- fjárins og þeir Sigurður Jónsson og Gunnlaugur Einarsson 5% hvor.83 Þeir Sigurður og Gunnlaugur voru líklega fulltrúar Vilhjálms Þórs, sem átti hlut í verksmiðjunni með Birni, þótt ekki væri það opinberlega.84 Gunnlaugur var læknir í Reykjavík og kvæntur hálfsystur Ástu, konu Björns. Ferðagarpurinn Björn Ólafsson hefur eflaust valið nafnið, en Vífilfell er einn fegursti fjallahnjúkurinn í nágrenni Reykjavíkur og tíðar ferðir Ferðafélags íslands þangað. Dregur fellið nafn sitt af Vífli bónda á Vífilsstöðum, sem gekk samkvæmt þjóðsögunni á morgni hverjum upp á Vífilfell til að gá til veðurs. Húsið Hagi við Hofsvallagötu var keypt undir áfyllingarstöðina, en áður hafði Óskar Halldórsson rekið þar fiskverkunarstöð. Björn fékk litla vélasamstæðu til átöppunar frá Bandaríkjunum, Dixie, Model D, en slíkar samstæður fylgdu bandaríska hernum um allan heim.85 Bandaríkjamaður að nafni Red Davies var fenginn til að hafa umsjón með uppsetningunni. Fluttar voru inn 100 þúsund tómar kókflöskur frá Bandaríkjunum. En erfiðlega gekk að fá leyfi fyrir innflutningi á fleiri flöskum og á sykri, sem þurfti í framleiðsluna. Sneri Davies sér þá til Charles Bonesteel, yfirmanns bandaríska hersins á íslandi, sem hann spilaði oft póker við á Hótel Borg, og fékk hann til að hlutast til um, að þessi varningur yrði fluttur inn. Verksmiðjan var sett af stað 1. júní 1942, og keyptu bandarísku hermennirnir upp framleiðsluna fyrstu vikurnar. Þótt stöðin gæti framleitt tólf þúsund flöskur á dag, annaði hún ekki eftirspurn.86 Hinn 27. ágúst 1942 birtist til dæmis eftirfarandi tilkynning í Vísi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.