Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 39

Andvari - 01.01.2010, Side 39
ANDVARI BJÖRN ÓLAFSSON 37 tveir voru sýknaðir, enda viðurkenndi Hæstiréttur, að fyrirtækið hefði fylgt fastri venju til margra áratuga um verðlagninguna.90 Verksmiðjan Vífilfell bar höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki Björns Olafssonar. Árið 1962 var þar enn bætt við nýjum vélum, og var afkastagetan eftir það 58 þúsund flöskur á dag. Á aldarfjórðungs- afmæli verksmiðjunnar sumarið 1967 hafði samtals verið fyllt þar á 146.605.584 flöskur.91 Á meðan Björn Ólafsson gegndi trúnaðar- störfum heima og erlendis, annaðist hálfbróðir hans, Guðmundur Elís- son, rekstur verksmiðjunnar, en hann lést 1963. Sonur Björns, Pétur, hóf störf í fyrirtækinu 1956 og varð forstjóri 1970. Hélt kók hlut sínum og vel það undir stjórn Péturs, um 70% af gosdrykkjamarkaðnum. Nýtt hús var reist fyrir verksmiðjuna við Stuðlaháls 1974, skömmu áður en Björn Ólafsson lést, og fluttist skrifstofa fyrirtækisins einnig þangað upp eftir úr Haga 1992. Um það leyti gat verksmiðjan framleitt 24 þúsund litlar kókflöskur á klukkutíma og aðrar 24 þúsund dósir auk annarra stærða92 Hið gamla verksmiðju- og skrifstofuhús, Hagi, var 2.058 fermetrar að stærð, en auk þess átti Vífilfell nýtt hús skammt frá, við Neshaga 16, sem var 941 fermetrar að stærð, og var hluti þess lengi leigður Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna undir bókasafn. Bæði húsin voru síðan seld Háskóla íslands. Fyrirtækin Verksmiðjan Vífilfell hf. og Þórður Sveinsson & Co. voru sameinuð móðurfélaginu Birni Ólafssyni hf. 1994, en nafn hins sameinaða félags var Vífilfell hf.93 7. Mikil þensla varð á vinnumarkaði eftir hernám Breta og síðar hervernd Bandaríkjamanna, sem skilaði sér út í almennt verðlag. Þjóðstjórnin reyndi því með ýmsum aðgerðum að halda launahækkunum í skefjum, en í mótmælaskyni við það hætti Alþýðuflokkurinn þátttöku í stjórn- inni í janúar 1942, og sátu eftir tveir framsóknarmenn og tveir sjálf- stæðismenn. Vorið 1942 sprakk sú stjórn, þegar framsóknarmenn töldu Olaf Thors, formann Sjálfstæðisflokksins, rjúfa fyrirheit um að breyta ekki kjördæmaskipan, sem þótti orðin úrelt. Ólafur myndaði minni- hlutastjórn Sjálfstæðisflokksins, sem naut stuðnings Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks til að breyta kjördæmaskipaninni, og sátu þar með honum þeir Jakob Möller og dr. Magnús Jónsson prófessor. Hóf stjórnin einnig undirbúning að sambandsslitum við Dani strax þetta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.