Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 44

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 44
42 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI um Alþingis sambandsslit við Dani. Eftir að Bandaríkjamenn ítrekuðu þá skoðun, sem þeir höfðu látið í ljós 1942, að þeir hefðu ekkert á móti lýðveldisstofnun árið 1944, var gatan greið. Hún var samþykkt með þorra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu, og síðan var lýðveldi stofnað í aftakaveðri 17. júní 1944 á Þingvöllum. „Mér fannst, er ég sat á þing- pallinum með veðurofsann beint í andlitið, að við værum að leysa land- festar og leggja úr höfn á skipi, sem enginn vissi, hvernig mundi láta að stjórn,“ sagði Björn. „Við höfðum óskað að stjórna okkar eigin farkosti, og öllum mátti nú vera ljóst, að farsæld hans var komin undir visku, þroska og manndómi okkar sjálfra.“101 Eftir að lýðveldi hafði verið stofnað, kaus Alþingi fyrsta forseta lýðveldisins. Kom það mörgum á óvart, að Sveinn Björnsson fékk aðeins 30 atkvæði. Fimmtán seðlar voru auðir, en fimm greiddu skrifstofustjóra Alþingis, Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðarnesi, atkvæði sitt. Allir tíu þingmenn Sósíalistaflokksins skiluðu auðu, en tíu þingmenn, flestir úr Sjálfstæðisflokknum, skiluðu ýmist auðu eða kusu Jón. Var það vegna óánægju þeirra með það, að Sveinn skyldi mynda utanþingsstjórnina. Olafur Thors var í hópi þeirra fimm, sem kusu Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, en Bjarni Benediktsson skilaði auðu.102 8. Utanþingsstjórnin vék haustið 1944, og hafði verðbólga ekki aukist í tíð hennar, þótt frekar hafi það verið að þakka ströngu verðlagseftirliti en peningalegu aðhaldi. Olafi Thors tókst eftir langa og erfiða samn- inga að mynda þingræðisstjórn, samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks. Tók hún við 21. október 1944. Var aðalstefnumál hinnar nýju stjórnar að nota stríðsgróðann til nýsköpunar í atvinnumálum, og kallaði hún sig því „nýsköpunarstjórnina“. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Pétur Ottesen, Jón Sigurðsson á Reynistað, Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður, Gísli Sveinsson sýslu- maður og Ingólfur Jónsson kaupfélagsstjóri, vildu þó ekki styðja stjórn- ina, aðallega vegna andstöðu við þátttöku Sósíalistaflokksins í henni, en þeir töldu hann hallan undir Kremlverja. Björn Olafsson var einnig andvígur þessari ríkisstjórn, og málgagn hans, Vísir, skrifaði gegn henni. Lágu til andstöðu Björns tvær meginástæður. Önnur var, að hann vildi ekki hafa neitt samstarf við Sósíalistaflokkinn, sem hann taldi eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.