Andvari - 01.01.2010, Side 45
ANDVARI
BJÖRN ÓLAFSSON
43
margir aðrir allt of hallan undir einræðisstjórnina í Moskvu. Hin var,
að hann kvað byrjað á öfugum enda með nýsköpuninni. Fyrst þyrfti að
koma fjármálum og atvinnurekstri í heilbrigt horf, síðan að fjárfesta, og
ættu fjárfestingar að ráðast af gróðavon, ekki óðagoti. Björn spurði: „Er
hægt að auka og efla atvinnuvegina, án þess að þeir beri sig?“103
Björn Ólafsson tók þó nokkurn þátt í nýsköpuninni ásamt við-
skiptafélaga sínum, Skúla Thorarensen, en þeir fengu leyfi fyrir tveimur
togurum. Helgafell kom til landsins 25. mars 1947, og var hann annar
nýsköpunartogarinn (á eftir Ingólfi Arnarsyni). Skipstjóri á honum og
meðeigandi þeirra var Þórður Hjörleifsson.104 Samnefnt hlutafélag rak
hann eins og fyrri togarann með sama nafni. Hvalfell kom til lands-
ins 2. október 1947.105 Skipstjóri á þeim togara og meðeigandi þeirra
Björns og Skúla var Snæbjörn Ólafsson, en hlutafélagið um skipið bar
nafnið Mjölnir.106 Upp úr 1950 tók útgerð togaranna að ganga erfiðlega,
og þá seldu þeir Björn og Skúli sinn hlut í þeim báðum. Björn stofnaði
einnig fyrirtækið Húsafell hf. með Skúla Thorarensen og skipstjór-
unum á togurunum tveimur 25. ágúst 1950, og var tilgangur þess að
reka útgerð og fiskverkun.107 Héldu þeir starfsemi þess áfram nokkru
lengur en togaranna.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ólafur Thors og Bjarni
Benediktsson, kunnu Birni Ólafssyni litlar þakkir fyrir þátttöku hans
í utanþingsstjórninni og voru óánægðir með skrif Vísis gegn nýsköp-
unarstjórninni. Komu þeir þessu á framfæri á aðalfundum útgáfufélags
blaðsins, en sumir meðeigendur Björns að blaðinu voru nákomnir þeim
Ólafi og Bjarna. Á aðalfundi Blaðaútgáfunnar Vísis hf. 23. ágúst 1945
var þetta bókað vegna fjörugra umræðna um tengsl blaðs og flokks:
Björn Ólafsson lagði áherslu á frjálsræði blaðanna og heilbrigða gagnrýni, sem
ætti erfitt uppdráttar innan flokkanna. Taldi hann frjálsa gagnrýni æskilegri
en skilyrðislausa hlýðni. Taldi hann, að stjórn Sjálfstæðisflokksins hefði
verið styrkur í því, að Vísir hefði verið að sumu [leyti] á annarri línu en t. d.
Morgunblaðið.108
Björn skrifaði þessi árin margt um stjórnmál og efnahagsmál í Vísi.
Meðal annars lagði hann það til vorið 1946, að skipt yrði um vísitölu.
Oskynsamlegt væri að tengja launakjör við vísitölu neysluverðs. Hitt
væri heppilegra að miða við vísitölu útflutningsverðs og afkomu
atvinnuveganna.109 Vildi hann með þessu rjúfa víxlverkun kaupgjalds
og verðlags, sem knúði verðbólguna áfram, og tengja launagreiðslur