Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 45

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 45
ANDVARI BJÖRN ÓLAFSSON 43 margir aðrir allt of hallan undir einræðisstjórnina í Moskvu. Hin var, að hann kvað byrjað á öfugum enda með nýsköpuninni. Fyrst þyrfti að koma fjármálum og atvinnurekstri í heilbrigt horf, síðan að fjárfesta, og ættu fjárfestingar að ráðast af gróðavon, ekki óðagoti. Björn spurði: „Er hægt að auka og efla atvinnuvegina, án þess að þeir beri sig?“103 Björn Ólafsson tók þó nokkurn þátt í nýsköpuninni ásamt við- skiptafélaga sínum, Skúla Thorarensen, en þeir fengu leyfi fyrir tveimur togurum. Helgafell kom til landsins 25. mars 1947, og var hann annar nýsköpunartogarinn (á eftir Ingólfi Arnarsyni). Skipstjóri á honum og meðeigandi þeirra var Þórður Hjörleifsson.104 Samnefnt hlutafélag rak hann eins og fyrri togarann með sama nafni. Hvalfell kom til lands- ins 2. október 1947.105 Skipstjóri á þeim togara og meðeigandi þeirra Björns og Skúla var Snæbjörn Ólafsson, en hlutafélagið um skipið bar nafnið Mjölnir.106 Upp úr 1950 tók útgerð togaranna að ganga erfiðlega, og þá seldu þeir Björn og Skúli sinn hlut í þeim báðum. Björn stofnaði einnig fyrirtækið Húsafell hf. með Skúla Thorarensen og skipstjór- unum á togurunum tveimur 25. ágúst 1950, og var tilgangur þess að reka útgerð og fiskverkun.107 Héldu þeir starfsemi þess áfram nokkru lengur en togaranna. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson, kunnu Birni Ólafssyni litlar þakkir fyrir þátttöku hans í utanþingsstjórninni og voru óánægðir með skrif Vísis gegn nýsköp- unarstjórninni. Komu þeir þessu á framfæri á aðalfundum útgáfufélags blaðsins, en sumir meðeigendur Björns að blaðinu voru nákomnir þeim Ólafi og Bjarna. Á aðalfundi Blaðaútgáfunnar Vísis hf. 23. ágúst 1945 var þetta bókað vegna fjörugra umræðna um tengsl blaðs og flokks: Björn Ólafsson lagði áherslu á frjálsræði blaðanna og heilbrigða gagnrýni, sem ætti erfitt uppdráttar innan flokkanna. Taldi hann frjálsa gagnrýni æskilegri en skilyrðislausa hlýðni. Taldi hann, að stjórn Sjálfstæðisflokksins hefði verið styrkur í því, að Vísir hefði verið að sumu [leyti] á annarri línu en t. d. Morgunblaðið.108 Björn skrifaði þessi árin margt um stjórnmál og efnahagsmál í Vísi. Meðal annars lagði hann það til vorið 1946, að skipt yrði um vísitölu. Oskynsamlegt væri að tengja launakjör við vísitölu neysluverðs. Hitt væri heppilegra að miða við vísitölu útflutningsverðs og afkomu atvinnuveganna.109 Vildi hann með þessu rjúfa víxlverkun kaupgjalds og verðlags, sem knúði verðbólguna áfram, og tengja launagreiðslur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.