Andvari - 01.01.2010, Side 47
ANDVARI
BJÖRN ÓLAFSSON
45
Benediktsson. Var hann um það sömu skoðunar og Vilhjálmur Þór, sem
hafði mikil áhrif á bak við tjöldin í Framsóknarflokknum, en eftir setu
sína í utanþingsstjórninni tók hann fyrst við hinni fyrri bankastjóra-
stöðu sinni í Landsbankanum og gerðist síðan 1946 forstjóri Sambands
íslenskra samvinnufélaga.
í ársbyrjun 1947 tók við samsteypustjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks undir forystu Stefáns Jóhanns Stefánssonar,
og herti hún höftin í því skyni að ráða við þrálátan gjaldeyrisskort í
landinu. Bjarni Benediktsson og Jóhann Þ. Jósefsson voru ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins. Allir sjóðir voru tómir eftir nýsköpunina. En
Björn Ólafsson var þrátt fyrir allar innanflokksværingar fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í sendinefnd til Ráðstjómarríkjanna um viðskipti snemma
árs 1947. í henni sátu líka Helgi Pétursson, framkvæmdastjóri frá
Sambandi íslenskra samvinnufélaga, Erlendur Þorsteinsson frá Alþýðu-
flokknum og Ársæll Sigurðsson frá Sósíalistaflokknum. Formaður
nefndarinnar var úr utanríkisþjónustunni, fyrst Pétur Thorsteinsson, síðan
Pétur Benediktsson. Gisti íslenska sendinefndin á Hotel National, beint á
móti Kremlarkastala. Samningar hófust 22. febrúar 1947 og drógust mjög
á langinn. Höfðu íslendingarnir ofan af fyrir sér með tedrykkju, spila-
mennsku og kveðskap. Eitt kvöldið í Moskvu kvað Björn:
Hér er lífið dýrt og dautt,
dapurt, fjarlægt, kalt og autt.
Allt er hér á rassi og rautt,
rifið, skítugt, fúlt og snautt.
Lengi dagur líður hver,
lyst með hverri máltíð þver.
Brennivínið bölvað er,
brestur allt, sem hugnast mér.
Samt hefur þessi breiða byggð
bundið við sig ást og tryggð.
Þeir ætla hér með hamri og sigð
að heimta jöfnuð, sæld og dygð.
Þótt samningum væri ólokið, sneri Björn heim til íslands í apríl ásamt
Erlendi.115 Björn hélt áfram blaðaskrifum um efnahagsmál og gagn-
rýndi meðal annars, hversu háir skattar væru lagðir á atvinnurekstur á
íslandi.116